Nýskráningar ökutækja aukast um 69% á milli ára Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. júlí 2021 07:01 Tesla Model 3 og regnbogi. Vilhelm Gunnarsson Alls voru nýskráð 2203 ný ökutæki í júní sem er aukning um tæp 260 ökutæki á milli mánaða, í maí voru 1947 ökutæki nýskráð. En á milli ára er aukningin nærri því 900 bílar, eða 69% aukning. Flestar nýskráningar bifreiða voru af Toyota gerð í júní. Það voru 309 nýjar Toyota bifreiðar nýskráðar í nýliðnum júní. Kia var í öðru sæti með 261 bifreið og Tesla snýr aftur í verðlaunasæti með 169 nýskráðar bifreiðar. Þetta kemur fram í tölum á vef Samgöngustofu. Sú undirtegund sem var mest nýskráð í júní var Tesla Model 3, raunar voru allar 169 nýskráningar Tesla í mánuðinum, Model 3 bifreiðar. Næst flestar nýskráningar meðal undirtegunda voru Toyota Rav4 bifreiðar, samtals 103. Þriðja vinsælasta undirtegundin var Kia Sportage. Alls voru nýskráð 2203 ný ökutæki í júní sem er aukning um tæp 260 ökutæki á milli mánaða, í maí voru 1947 ökutæki nýskráð. En á milli ára er aukningin nærri því 900 bílar, eða 69% aukning. Hyundai Ioniq í hleðslu.Vilhelm Gunnarsson Orkugjafar Dísel var vinsælasti orkugjafinn en 403 bifreiðar sem ganga fyrir dísel voru nýskráðar. Tengiltvinnbílar sem ganga fyrir bensíni og rafmagni voru í öðru sæti með 390 nýskráningar. Hreinir rafbílar voru í þriðja sæti með 351 nýskráningu. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður
Það voru 309 nýjar Toyota bifreiðar nýskráðar í nýliðnum júní. Kia var í öðru sæti með 261 bifreið og Tesla snýr aftur í verðlaunasæti með 169 nýskráðar bifreiðar. Þetta kemur fram í tölum á vef Samgöngustofu. Sú undirtegund sem var mest nýskráð í júní var Tesla Model 3, raunar voru allar 169 nýskráningar Tesla í mánuðinum, Model 3 bifreiðar. Næst flestar nýskráningar meðal undirtegunda voru Toyota Rav4 bifreiðar, samtals 103. Þriðja vinsælasta undirtegundin var Kia Sportage. Alls voru nýskráð 2203 ný ökutæki í júní sem er aukning um tæp 260 ökutæki á milli mánaða, í maí voru 1947 ökutæki nýskráð. En á milli ára er aukningin nærri því 900 bílar, eða 69% aukning. Hyundai Ioniq í hleðslu.Vilhelm Gunnarsson Orkugjafar Dísel var vinsælasti orkugjafinn en 403 bifreiðar sem ganga fyrir dísel voru nýskráðar. Tengiltvinnbílar sem ganga fyrir bensíni og rafmagni voru í öðru sæti með 390 nýskráningar. Hreinir rafbílar voru í þriðja sæti með 351 nýskráningu.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður