Jóhannes Karl: Það sem ríður baggamuninn er Helgi Mikael og lokaákvörðun hans Andri Gíslason skrifar 5. júlí 2021 22:00 Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA. Vísir/Bára Dröfn Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA var virkilega svekktur með 0-1 tapið gegn Víkingum í Pepsi Max-deild karla fyrr í kvöld. „Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað og ná í stig en mér fannst við gera margt ansi vel í þessum leik. Við vörðumst vel og gátum pressað öðru hvoru á Víkingana en þeir eru búnir að bæta sinn leik alveg gríðarlega og taflan lýgur ekkert með það. Þeir eru vel mannaðir og með hörku gott lið. Þeir geta spilað út frá markmanni en einnig spilað beinskeitt og komið með boltann inn í teig þar sem Nikolaj Hansen er. En við gerðum ansi mikið rétt til að geta fengið stig út úr þessum leik og svo stríddum við þeim aðeins í restina með skyndisóknum og föstum leikatriðum. Mér finnst rosalega sorglegt að það sem ríður baggamuninn hérna í dag er Helgi Mikael með undarlega ákvörðun.“ Víkingar fengu ansi umdeilda vítaspyrnu á lokaandartökum leiksins og var Jóhannes ekki sáttur með ákvörðun Helga Mikaels dómara leiksins. „Ég gekk á hann eftir leik og spurði hvort það hafi verið hann sem dæmir vítið því hann klárlega veifar ekkert víti og er í langbestu stöðunni til að sjá það en svo segir hann að hafi séð eitthvað annað. Ég fatta ekki alveg hvað hann meinar með því, það gerðist ekkert annað, þetta er bara eitt móment sem dómarinn hefur til að ákveða sig hvort þetta sé víti eður ei. Í fyrstu veifar hann ekkert víti en skiptir svo um skoðun einhverra hluta vegna því hann sá eitthvað annað sem er að mínu mati líkamlega ekki hægt en hann breytir skoðun sinni og dæmir víti. Ég skil ekki ástæðuna því þetta var 50/50 bolti og hvorugur leikmaður með boltann undir stjórn og sjálfsagt eitthvað samstuð en aldrei víti að mínu mati.“ Jóhannes var að vanda líflegur á hliðarlínunni og var duglegur að láta sína menn heyra það sem voru inni á vellinum en einnig fannst honum Helgi Mikael dómari ekki vera samkvæmur sjálfum sér í sumum atvikum. „Helgi dæmdi leikinn alveg fínt, það var mikið af góðum ákvörðunum hjá honum. Við brjótum reyndar örfáum sinnum af okkur í fyrri hálfleik og fáum þrjú gul spjöld út frá því. Víkingar eru að gera það nákvæmlega sama, stoppa skyndisóknir hjá okkur og þeir voru ekki að fá nein gul spjöld. Helgi er flinkur dómari en ekki það flinkur að hann geti séð 2 moment í einu og tekið eina ákvörðun og breytt svo yfir í aðra.“ Árni Marinó Einarsson var gjörsamlega frábær í marki Skagamanna í dag og var Jóhannes ánægður með frammistöðu unga markvarðarins í kvöld. „Árni Marinó var frábær. Við ákváðum að þétta aðeins varnarleikinn í seinni hálfleik og sérstaklega í lokin sem varð til þess að hann þurfti að díla við erfiðar stöður líkt og krossa, háa bolta og skot en hann gerði virkilega vel. Hann sparkar vel og þorir að spila út. Hann er frábær markmaður sem stóð sig virkilega vel í dag.“ Skagamenn sitja ennþá á botni deildarinnar en þó telur Jóhannes að þeir hafi liðið og andann í að komast á hærri stað í töflunni. „Fótboltinn er bara þannig að taflan lýgur ekki. Við erum í virkilega erfiðari stöðu og svekktir núna 2 leiki í röð þar sem við vorum í góðri stöðu á móti Keflavík á heimavelli og fáum ekki það sem okkur fannst við eiga skilið úr leiknum. Víkingar voru betri í leiknum í dag en mér fannst leikurinn vel spilaður af okkar hálfu. Við vorum að gera þessa hluti sem við ætluðum okkur að gera vel en fáum ekkert út úr þessum leik og það er virkilega pirrandi. Það breytir því þó ekki að þetta er í okkar höndum. Við eigum leik gegn Leikni í næsta deildarleik og þar erum við bara klárir í næsta slag. Við ætlum ekki að vera á þessum stað sem við erum núna og það er bara í okkar höndum að breyta því.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Sjá meira
„Við vissum að það yrði erfitt að koma hingað og ná í stig en mér fannst við gera margt ansi vel í þessum leik. Við vörðumst vel og gátum pressað öðru hvoru á Víkingana en þeir eru búnir að bæta sinn leik alveg gríðarlega og taflan lýgur ekkert með það. Þeir eru vel mannaðir og með hörku gott lið. Þeir geta spilað út frá markmanni en einnig spilað beinskeitt og komið með boltann inn í teig þar sem Nikolaj Hansen er. En við gerðum ansi mikið rétt til að geta fengið stig út úr þessum leik og svo stríddum við þeim aðeins í restina með skyndisóknum og föstum leikatriðum. Mér finnst rosalega sorglegt að það sem ríður baggamuninn hérna í dag er Helgi Mikael með undarlega ákvörðun.“ Víkingar fengu ansi umdeilda vítaspyrnu á lokaandartökum leiksins og var Jóhannes ekki sáttur með ákvörðun Helga Mikaels dómara leiksins. „Ég gekk á hann eftir leik og spurði hvort það hafi verið hann sem dæmir vítið því hann klárlega veifar ekkert víti og er í langbestu stöðunni til að sjá það en svo segir hann að hafi séð eitthvað annað. Ég fatta ekki alveg hvað hann meinar með því, það gerðist ekkert annað, þetta er bara eitt móment sem dómarinn hefur til að ákveða sig hvort þetta sé víti eður ei. Í fyrstu veifar hann ekkert víti en skiptir svo um skoðun einhverra hluta vegna því hann sá eitthvað annað sem er að mínu mati líkamlega ekki hægt en hann breytir skoðun sinni og dæmir víti. Ég skil ekki ástæðuna því þetta var 50/50 bolti og hvorugur leikmaður með boltann undir stjórn og sjálfsagt eitthvað samstuð en aldrei víti að mínu mati.“ Jóhannes var að vanda líflegur á hliðarlínunni og var duglegur að láta sína menn heyra það sem voru inni á vellinum en einnig fannst honum Helgi Mikael dómari ekki vera samkvæmur sjálfum sér í sumum atvikum. „Helgi dæmdi leikinn alveg fínt, það var mikið af góðum ákvörðunum hjá honum. Við brjótum reyndar örfáum sinnum af okkur í fyrri hálfleik og fáum þrjú gul spjöld út frá því. Víkingar eru að gera það nákvæmlega sama, stoppa skyndisóknir hjá okkur og þeir voru ekki að fá nein gul spjöld. Helgi er flinkur dómari en ekki það flinkur að hann geti séð 2 moment í einu og tekið eina ákvörðun og breytt svo yfir í aðra.“ Árni Marinó Einarsson var gjörsamlega frábær í marki Skagamanna í dag og var Jóhannes ánægður með frammistöðu unga markvarðarins í kvöld. „Árni Marinó var frábær. Við ákváðum að þétta aðeins varnarleikinn í seinni hálfleik og sérstaklega í lokin sem varð til þess að hann þurfti að díla við erfiðar stöður líkt og krossa, háa bolta og skot en hann gerði virkilega vel. Hann sparkar vel og þorir að spila út. Hann er frábær markmaður sem stóð sig virkilega vel í dag.“ Skagamenn sitja ennþá á botni deildarinnar en þó telur Jóhannes að þeir hafi liðið og andann í að komast á hærri stað í töflunni. „Fótboltinn er bara þannig að taflan lýgur ekki. Við erum í virkilega erfiðari stöðu og svekktir núna 2 leiki í röð þar sem við vorum í góðri stöðu á móti Keflavík á heimavelli og fáum ekki það sem okkur fannst við eiga skilið úr leiknum. Víkingar voru betri í leiknum í dag en mér fannst leikurinn vel spilaður af okkar hálfu. Við vorum að gera þessa hluti sem við ætluðum okkur að gera vel en fáum ekkert út úr þessum leik og það er virkilega pirrandi. Það breytir því þó ekki að þetta er í okkar höndum. Við eigum leik gegn Leikni í næsta deildarleik og þar erum við bara klárir í næsta slag. Við ætlum ekki að vera á þessum stað sem við erum núna og það er bara í okkar höndum að breyta því.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Sjá meira