Mikið hefur verið um myndbönd af Plaid bílum á kappakstursbrautum og myndböndum sem sýna hröðun Plaid.
Pollard fjölskyldan fékk sinn Model S Plaid afhendan fyrir skemmstu og eðlilega skelltu þau sér á rúntinn. Myndband af bílferðinni fylgir hér.
Myndbandið sýnir hversu hratt Model S Plaid kemst úr kyrrstöðu í 100 km/klst. ásamt viðbrögðum fjölskyldunnar við hröðuninni. Bíllinn nær 100 km/klst. á um 2 sekúndum.
Allir sem hafa ekið Teslu þekkja tilfinninguna sem myndbandið sýnir. Flugtakstilfinningin verður seint þreytt, án þess að ofanritaður hafi ekið Model S Plaid bíl.