100 sm lax í Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2021 08:05 Mynd: Erik Koberling FB Þó að það sé heldur rólegt yfir veiðinni í Blöndu eru veiðimenn að setja í stórlaxa inn á milli en það er nákvæmlega það sem Blanda getur verið þekkt fyrir. Í gær var níu löxum landað í Blöndu en það þykir ekki há tala á þessum tíma sem er að öllu jöfnu sá besti í ánni. Í síðustu viku var heildarveiðin aðeins 33 laxar í ánni en það er eins og meðalhollið ætti að vera með á þessum tíma. Flestir eru nú sammála því að það sé óþarfi að blása veiðisumarið af þar sem þetta virðist vera mun seinna á ferðinni en á venjulegu ári en það er engu að síður ljóst að það stefnir ekki í gott. Ljósu punktarnir eru þegar fallegum vænum löxum er landað en í gær náðist einmitt einn slíkur á land sem mældist 100 sm og var að sjálfsögðu sleppt aftur að viðureign lokinni. Nú bíða veiðimenn eftir því að sjá hvað næsti stóri straumur kemur til með að skila en að honum loknum er nokkurn veginn hægt að segja fyrir víst hvernig framhaldið verður. Stangveiði Mest lesið Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Gæsin seinna á ferð í ár Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði
Í gær var níu löxum landað í Blöndu en það þykir ekki há tala á þessum tíma sem er að öllu jöfnu sá besti í ánni. Í síðustu viku var heildarveiðin aðeins 33 laxar í ánni en það er eins og meðalhollið ætti að vera með á þessum tíma. Flestir eru nú sammála því að það sé óþarfi að blása veiðisumarið af þar sem þetta virðist vera mun seinna á ferðinni en á venjulegu ári en það er engu að síður ljóst að það stefnir ekki í gott. Ljósu punktarnir eru þegar fallegum vænum löxum er landað en í gær náðist einmitt einn slíkur á land sem mældist 100 sm og var að sjálfsögðu sleppt aftur að viðureign lokinni. Nú bíða veiðimenn eftir því að sjá hvað næsti stóri straumur kemur til með að skila en að honum loknum er nokkurn veginn hægt að segja fyrir víst hvernig framhaldið verður.
Stangveiði Mest lesið Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Gæsin seinna á ferð í ár Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði Fyrstu lokatölurnar komnar úr laxveiðiánum Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði