Rekinn í burtu eftir að hafa nappað kylfu af McIlroy Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2021 11:00 Ror McIlroy lenti í óvenjulegu atviki í Skotlandi í dag. AP/Jane Barlow Áhorfandi á Opna skoska golfmótinu hefur verið rekinn af svæðinu eftir að hafa tekið kylfu úr poka Rory McIlroy, sem var að stilla sér upp á teig, og tekið nokkrar sveiflur. McIlroy var að hefja leik á öðrum keppnisdegi á Renaissance-vellinum, ásamt Jon Rahm og Justin Thomas. Allt í einu birtist áhorfandi og tók eina af kylfunum hans. Öryggisvörður mætti svo og vísaði honum í burtu, eftir að hafa látið kylfubera McIlroys fá kylfuna. How about this guy strolling up to Rory McIlroy's bag and lifting the driver out to have a swing pic.twitter.com/O8k3OSvpaX— Bar One Racing (@BarOneRacing) July 9, 2021 „Maðurinn stóð þarna á bakvið teiginn en fór svo að pokanum hans Rorys, tók upp dræverinn og sleiflaði honum nokkrum sinnum,“ sagði vitni að atvikinu og bætti við: „Þegar einhver sagði honum að hann mætti ekki gera þetta þá svaraði hann; „af hverju ekki?“ Þá komu öryggisverðir, sem fylgdu ráshópnum, og fóru með hann í burtu.“ David Wilson, meðlimur í golfklúbbnum Kilspindie í næsta nágrenni, náði atvikinu á myndband og sagði: „Þetta var afgreitt fljótt. Kylfingarnir hlógu að þessu og sögðust hafa séð strax að hann væri ekki kylfingur þegar þeir sáu hvernig hann hélt á kylfunni.“ McIlroy lék fyrsta hring mótsins, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf, á -1 höggi. Hann er á -2 höggum þegar þetta er skrifað, eftir 14 holur á öðrum hring. Rahm er með forystuna á samtals -10 höggum sem stendur en kylfingarnir eiga allir eftir að ljúka öðrum hring. Bein útsending frá Opna skoska mótinu hefst kl. 11:30 á Stöð 2 Golf og beinar útsendingar frá mótinu verða þar einnig á morgun og á sunnudag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
McIlroy var að hefja leik á öðrum keppnisdegi á Renaissance-vellinum, ásamt Jon Rahm og Justin Thomas. Allt í einu birtist áhorfandi og tók eina af kylfunum hans. Öryggisvörður mætti svo og vísaði honum í burtu, eftir að hafa látið kylfubera McIlroys fá kylfuna. How about this guy strolling up to Rory McIlroy's bag and lifting the driver out to have a swing pic.twitter.com/O8k3OSvpaX— Bar One Racing (@BarOneRacing) July 9, 2021 „Maðurinn stóð þarna á bakvið teiginn en fór svo að pokanum hans Rorys, tók upp dræverinn og sleiflaði honum nokkrum sinnum,“ sagði vitni að atvikinu og bætti við: „Þegar einhver sagði honum að hann mætti ekki gera þetta þá svaraði hann; „af hverju ekki?“ Þá komu öryggisverðir, sem fylgdu ráshópnum, og fóru með hann í burtu.“ David Wilson, meðlimur í golfklúbbnum Kilspindie í næsta nágrenni, náði atvikinu á myndband og sagði: „Þetta var afgreitt fljótt. Kylfingarnir hlógu að þessu og sögðust hafa séð strax að hann væri ekki kylfingur þegar þeir sáu hvernig hann hélt á kylfunni.“ McIlroy lék fyrsta hring mótsins, sem er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf, á -1 höggi. Hann er á -2 höggum þegar þetta er skrifað, eftir 14 holur á öðrum hring. Rahm er með forystuna á samtals -10 höggum sem stendur en kylfingarnir eiga allir eftir að ljúka öðrum hring. Bein útsending frá Opna skoska mótinu hefst kl. 11:30 á Stöð 2 Golf og beinar útsendingar frá mótinu verða þar einnig á morgun og á sunnudag. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira