Spurningakeppni í Mangochi Heimsljós 9. júlí 2021 15:58 Keppendur og skipuleggjendur voru hinir ánægðustu með framtakið. Árleg spurningakeppni er skipulögð af menntaskrifstofu Mangochi-héraðs sem nýtur stuðnings og fjármagns frá Íslandi. Bráðskemmtilegri spurningakeppni tólf skóla í Mangochi-héraði, samstarfshéraðs Íslands í Malaví, lauk á dögunum þar sem nemendur í efri bekkjum grunnskóla fengu að spreyta sig. Þessi árlega keppni er skipulögð af menntaskrifstofu Mangochi-héraðs sem nýtur stuðnings og fjármagns frá Íslandi í verkefnastoðinni „Mangochi Based Service Programme II“. Mphatso Sokosa, verkefnisfulltrúi sendiráðs Íslands í Lilongwe, var heiðursgestur á lokaviðburði keppninnar. Skólarnir sem kepptu til úrslita voru frá sveitahéruðunum Koche, Chimwala, St. Joseph og Chimbende en áður höfðu farið fram undankeppnir þar sem tólf skólar, sem allir njóta stuðnings frá Íslandi, kepptu sín á milli. Makawa-grunnskólinn frá Koche stóð á endanum uppi sem sigurvegari en Changamire-grunnskólinn í Chimwala varð í öðru sæti. Alls stunda tæplega 30 þúsund nemendur nám í grunnskólunum tólf eða rúmlega tvöfalt fleiri en í öllum grunnskólum Reykjavíkur. Skipulag keppninnar var hið glæsilegasta og lögðu fjölmargir hönd á plóg. Fjallað var um spurningakeppnina í fjölmiðlum á svæðinu t.d. á héraðsútvarpsstöðinni Radio Lilanguka auk þess sem ríkissjónvarp Malaví, MBC TV, gerði spurningakeppninni góð skil. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent
Bráðskemmtilegri spurningakeppni tólf skóla í Mangochi-héraði, samstarfshéraðs Íslands í Malaví, lauk á dögunum þar sem nemendur í efri bekkjum grunnskóla fengu að spreyta sig. Þessi árlega keppni er skipulögð af menntaskrifstofu Mangochi-héraðs sem nýtur stuðnings og fjármagns frá Íslandi í verkefnastoðinni „Mangochi Based Service Programme II“. Mphatso Sokosa, verkefnisfulltrúi sendiráðs Íslands í Lilongwe, var heiðursgestur á lokaviðburði keppninnar. Skólarnir sem kepptu til úrslita voru frá sveitahéruðunum Koche, Chimwala, St. Joseph og Chimbende en áður höfðu farið fram undankeppnir þar sem tólf skólar, sem allir njóta stuðnings frá Íslandi, kepptu sín á milli. Makawa-grunnskólinn frá Koche stóð á endanum uppi sem sigurvegari en Changamire-grunnskólinn í Chimwala varð í öðru sæti. Alls stunda tæplega 30 þúsund nemendur nám í grunnskólunum tólf eða rúmlega tvöfalt fleiri en í öllum grunnskólum Reykjavíkur. Skipulag keppninnar var hið glæsilegasta og lögðu fjölmargir hönd á plóg. Fjallað var um spurningakeppnina í fjölmiðlum á svæðinu t.d. á héraðsútvarpsstöðinni Radio Lilanguka auk þess sem ríkissjónvarp Malaví, MBC TV, gerði spurningakeppninni góð skil. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Malaví Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent