Rafvæðing framundan hjá Jaguar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. júlí 2021 07:01 Rafbíllinn Jaguar I-Pace hlaut nafnbótina bíll ársins 2020. Hann verður einskonar brúarbíll á milli nútímans og þess sem koma skal hjá Jaguar. BÍBB/HAG Framkvæmdastjóri Jaguar Land Rover, Thierry Bolloré hefur uppi miklar áætlanir um að breyta Jaguar í lúxus rafbílaframleiðanda. Hinn fransk ættaði Thierry Bolloré hefur verið stórtækur í starfi síðan hann tók við í september á síðasta ári. Síðan þá hefur hann stöðvað þróun og vinnu við XJ, sem átti að verða nýjasta verkefni Jaguar. Hann hefur skipt um stefnu og ákveðið að einbeita kröftum félagsins og starfsfólks þess að rafbílaþróun sem er talsvert langt frá kjarna Jaguar. Thierry Bollore. Ráðning Bolloré kom flestum á óvart, meira að segja Financial Times sem státar sig af því að vera með stórar ráðningar á hreinu, setti Bolloré ekki á lista sem mögulegan framkvæmdastjóra á sínum tíma. Þegar Bolloré fékk að vita að hann hefði hreppt starfið þá byrjaði hann á því að hitta stjórnendateymi Jaguar Land Rover á fjarfundum. Þegar hann svo mætti til vinnu í september þá ók hann öllum bílum framleiðendanna fyrstu tvo dagana. Hann bauð þá Mike Cross, yfirverkfræðing og upplifunarstjóra Jaguar Land Rover á rúntinn. „Jaguar? Það var skaddað sem félag. Bílarnir voru frábærir. Þeir hafa aldrei verið svona góðir. En staðsetning þeirra á markaðnum var ekki viðeigandi,“ sagði Bolloré í samtali við Autocar. Range Rover. „Áður en við lítum til Jaguar, þá skulum við skoða Range Rover. Þeir eru verðlagðir mjög vel og við seljum mikið af þeim. Staðsetning þeirra er einstök. Hugmyndin er að gera það sama með Jaguar, þar sem margir þættir skera okkur úr, þá sérstaklega mjög eftirsóttir rafbílar sem smíðaðir eru með hugmyndir um nútíma þægindi að leiðarljósi - horfum fram á við en ekki aftur á bak,“ sagði Bolloré að auki. Jaguar E-type þykir einn fallegasti bíll sem smíðaður hefur verið. „Eins og Sir William Lyons sagði, Jaguar er ekki eftirmynd neins. Þegar E-týpan var kynnt, hafði enginn geta séð fyrir hvílíka hönnun. Við munum nota sömu sjónarmið. Við munum bjóða frábæra hönnun, tækni og mikla fágun. Með nýju bílunum viljum við ná svipaðri eftirspunr og Range Rover, með algjörlega ólíkum hönnunum, auðvitað. Við höfum þegar valið hverskonar bíla fjölskyldu við ætlum að hanna. Meira vill Bolloré ekki láta uppi um framtíðarplön sín og Jaguar Land Rover. Vistvænir bílar Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Hinn fransk ættaði Thierry Bolloré hefur verið stórtækur í starfi síðan hann tók við í september á síðasta ári. Síðan þá hefur hann stöðvað þróun og vinnu við XJ, sem átti að verða nýjasta verkefni Jaguar. Hann hefur skipt um stefnu og ákveðið að einbeita kröftum félagsins og starfsfólks þess að rafbílaþróun sem er talsvert langt frá kjarna Jaguar. Thierry Bollore. Ráðning Bolloré kom flestum á óvart, meira að segja Financial Times sem státar sig af því að vera með stórar ráðningar á hreinu, setti Bolloré ekki á lista sem mögulegan framkvæmdastjóra á sínum tíma. Þegar Bolloré fékk að vita að hann hefði hreppt starfið þá byrjaði hann á því að hitta stjórnendateymi Jaguar Land Rover á fjarfundum. Þegar hann svo mætti til vinnu í september þá ók hann öllum bílum framleiðendanna fyrstu tvo dagana. Hann bauð þá Mike Cross, yfirverkfræðing og upplifunarstjóra Jaguar Land Rover á rúntinn. „Jaguar? Það var skaddað sem félag. Bílarnir voru frábærir. Þeir hafa aldrei verið svona góðir. En staðsetning þeirra á markaðnum var ekki viðeigandi,“ sagði Bolloré í samtali við Autocar. Range Rover. „Áður en við lítum til Jaguar, þá skulum við skoða Range Rover. Þeir eru verðlagðir mjög vel og við seljum mikið af þeim. Staðsetning þeirra er einstök. Hugmyndin er að gera það sama með Jaguar, þar sem margir þættir skera okkur úr, þá sérstaklega mjög eftirsóttir rafbílar sem smíðaðir eru með hugmyndir um nútíma þægindi að leiðarljósi - horfum fram á við en ekki aftur á bak,“ sagði Bolloré að auki. Jaguar E-type þykir einn fallegasti bíll sem smíðaður hefur verið. „Eins og Sir William Lyons sagði, Jaguar er ekki eftirmynd neins. Þegar E-týpan var kynnt, hafði enginn geta séð fyrir hvílíka hönnun. Við munum nota sömu sjónarmið. Við munum bjóða frábæra hönnun, tækni og mikla fágun. Með nýju bílunum viljum við ná svipaðri eftirspunr og Range Rover, með algjörlega ólíkum hönnunum, auðvitað. Við höfum þegar valið hverskonar bíla fjölskyldu við ætlum að hanna. Meira vill Bolloré ekki láta uppi um framtíðarplön sín og Jaguar Land Rover.
Vistvænir bílar Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent