Auk þess spila þáttastjórnendurnir Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson nokkur sérvalin ný lög
Þáttinn segja þeir strangheiðarlegan og benda á að einhvern tímann hefði sambæilegur þáttur verið tekinn upp á 120 mínútna Memorex spólu á þeim tíma sem hann var eingöngu sendur út á FM tíðni í línulegri dagskrá.
Múmíur kvöldsins eru tvær, annars vegar topplag PartyZone listans fyrir 25 árum síðan, mix Daft Punk á laginu Chord Memory með Ian Pooley, og hins vegar topplagið á sama lista fyrir 20 árum, og hinsvegar raddútgáfa Liquid People á laginu Without You með Lucy Pearl.
Hér má nálgast Spotify lista þáttarins, sem geymir alltaf lögin á nýjasta PartyZone listanum.