Morten Beck kom ekki við sögu í fyrstu leikjum FH og var lánaður upp á Akranes.
Hann spilaði tíu leiki fyrir ÍA og skoraði eitt mark en nú er hann kominn aftur í Kaplakrika.
Hann á að hjálpa FH-liðinu sem er í tíunda sæti Pepsi Max deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti.
FH er einnig komið áfram í 2. umferð Sambandsdeildarinnar þar sem þeir mæta Rosenborg.
FH-ingar mæta Fylki á sunnudaginn en frítt verður á leikinn í boði HS Orku.