Á ekki að vera hægt í meistaraflokksbolta Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2021 20:00 KA menn fagna marki fyrr í sumar. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Pepsi Max stúkunnar gáfu ekki mikið fyrir varnarleik HK í fyrra marki KA gegn þeim fyrrnefndu í leik liðanna á Akureyri í gær. KA vann leikinn 2-0. Mörk breyta aðeins leikjunum og gangi leiksins. KA-menn gátu aðeins bakkað og varið sína stöðu betur en markið var ekki nógu gott af okkar hálfu, og við þurfum að skoða það, sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, um markið umrædda í gær. Markið lýsti sér þannig að Ásgeir Sigurgeirsson tók á rás með boltann frá vítateig KA-manna og var kominn rétt yfir miðjulínuna þegar Atli Arnarson, úr liði HK, braut á honum og fékk að launum gult spjald. Dusan Brkovic, varnarmaður KA, tók spyrnuna, sendi boltann fram völlinn á fyrrnefndan Ásgeir sem hafði nægt svæði til að athafna sig og setja boltann í markið af vítateig. Sérfræðingum Pepsi Max stúkunnar þótti HK-menn gera leikmönnum KA full auðvelt fyrir. Klippa: KA mark „Þetta á ekki að vera hægt, í meistaraflokki, ég fullyrði það, þetta á ekki að vera hægt,“ sagði þáttstjórnandinn Guðmundur Benediktsson. „Þetta er alveg stórfurðulegt,“ sagði sérfræðingurinn Baldur Sigurðsson. „Það hefði verið gaman að hafa myndavél þarna til að sjá betur hvað gerist þarna, hver hreyfingin er hjá Ásgeiri, og hvað klikkar hjá HK, af því að þetta er alveg ótrúlegt, bara ein sending og dauðafæri,“ „Það sjá það allir ef það kemur þverhlaup eða eitthvað svoleiðis, þetta er ekkert nýtt í fótboltanum, að menn reyna einhverja svona útfærslu. En yfirleitt er hún bara stoppuð, og bara eins og þú segir; þetta á ekki að vera hægt.“ segir Baldur enn fremur. KA var að vinna sinn fyrsta sigur í fimm leikjum gegn HK-ingum í gær og situr liðið í 5. sæti deildarinnar með 20 stig, tveimur frá KR, og aðeins þremur frá Breiðabliki og Víkingi sem eru í öðru og þriðja sæti. HK er í mikilli fallbaráttu, með tíu stig í ellefta og næst neðsta sæti, þremur stigum frá öruggu sæti. Markið umrædda og umfjöllun þeirra Guðmundar og Baldurs má sjá í spilaranum að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla KA HK Pepsi Max stúkan Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Sjá meira
Mörk breyta aðeins leikjunum og gangi leiksins. KA-menn gátu aðeins bakkað og varið sína stöðu betur en markið var ekki nógu gott af okkar hálfu, og við þurfum að skoða það, sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, um markið umrædda í gær. Markið lýsti sér þannig að Ásgeir Sigurgeirsson tók á rás með boltann frá vítateig KA-manna og var kominn rétt yfir miðjulínuna þegar Atli Arnarson, úr liði HK, braut á honum og fékk að launum gult spjald. Dusan Brkovic, varnarmaður KA, tók spyrnuna, sendi boltann fram völlinn á fyrrnefndan Ásgeir sem hafði nægt svæði til að athafna sig og setja boltann í markið af vítateig. Sérfræðingum Pepsi Max stúkunnar þótti HK-menn gera leikmönnum KA full auðvelt fyrir. Klippa: KA mark „Þetta á ekki að vera hægt, í meistaraflokki, ég fullyrði það, þetta á ekki að vera hægt,“ sagði þáttstjórnandinn Guðmundur Benediktsson. „Þetta er alveg stórfurðulegt,“ sagði sérfræðingurinn Baldur Sigurðsson. „Það hefði verið gaman að hafa myndavél þarna til að sjá betur hvað gerist þarna, hver hreyfingin er hjá Ásgeiri, og hvað klikkar hjá HK, af því að þetta er alveg ótrúlegt, bara ein sending og dauðafæri,“ „Það sjá það allir ef það kemur þverhlaup eða eitthvað svoleiðis, þetta er ekkert nýtt í fótboltanum, að menn reyna einhverja svona útfærslu. En yfirleitt er hún bara stoppuð, og bara eins og þú segir; þetta á ekki að vera hægt.“ segir Baldur enn fremur. KA var að vinna sinn fyrsta sigur í fimm leikjum gegn HK-ingum í gær og situr liðið í 5. sæti deildarinnar með 20 stig, tveimur frá KR, og aðeins þremur frá Breiðabliki og Víkingi sem eru í öðru og þriðja sæti. HK er í mikilli fallbaráttu, með tíu stig í ellefta og næst neðsta sæti, þremur stigum frá öruggu sæti. Markið umrædda og umfjöllun þeirra Guðmundar og Baldurs má sjá í spilaranum að ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla KA HK Pepsi Max stúkan Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki