Pétur Pétursson: Alltaf gott að geta gert eitthvað rétt með skiptingunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júlí 2021 22:31 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ekki nógu sáttur með seinni hluta fyrri hálfleiks. Hann gat þó ekki annað en verið sáttur með heildarframistöðu síns liðs. Vísir/Vilhelm Valur tóku á móti Þrótti R. í Pepsi-Max deild kvenna á Origo-vellinum í kvöld. Leiknum lauk með 6-1 sigri Vals og Pétur Pétursson, þjálfari liðsins, var að vonum sáttur. „Ég var mjög ánægður með fyrstu 20 en hundóánægður með restina af hálfleiknum. Mér fannst seinni hálfleikurinn mjög vel spilaður hjá okkur og bara frábær sigur eftir það“ sagði Pétur, spurður um fyrstu viðbrögð strax eftir leik. Valsstúlkur komust yfir eftir 18.mínútna leik og fengu svo jöfnunarmark á sig korteri seinna, gegn gangi leiksins. Þær fóru þó með stöðuna 2-1 inn í klefa í hálfleik. „Þróttararnir eru með gott og rútínerað lið, þær eru erfiðari en fólk heldur. Mér fannst við kærulausar á tímabili í fyrri hálfleik en mér fannst við ekki vera það í seinni hálfleik og sýndum hvað við gátum“ sagði Pétur. Skiptingar Vals heppnuðust virkilega vel í dag. Arna Eiríksdóttir og Clarissa Larisey skoruðu báðar og Sólveig Larsen og Fanndís Friðriksdóttir lögðu báðar upp mark. Pétur var ánægður að hafa gert eitthvað rétt sem þjálfari. „Þetta var mjög gott, þetta eru allt saman góðir leikmenn. Fanndís er auðvitað frábær leikmaður og er að koma sér smátt og smátt til baka. Það er alltaf gott að gera eitthvað rétt með skiptingunum“ sagði Pétur og glotti. Valur heldur áfram í harðri toppbaráttu við Breiðablik í Pepsi-Max deildinni. Pétur vill þó einungis tala um næsta leik. „Það er bara næsti leikur hjá okkur. Við erum að fara spila við Þór/KA sem við gerðum jafntefli við hérna á heimavelli svo það er bara næsti leikur sem verður erfiður“ sagði Pétur að lokum. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þróttur Reykjavík 6-1 | Stórsigur á Hlíðarenda Valskonur áttu ekki í miklum vandræðum þegar Þróttur R. heimsótti þær í stórleik dagsins í Pepsi Max deild kvenna. Valskonur skoruðu fjögur í seinni hálfleik og tryggðu sér verðskuldaðan 6-1 stórsigur. 20. júlí 2021 22:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
„Ég var mjög ánægður með fyrstu 20 en hundóánægður með restina af hálfleiknum. Mér fannst seinni hálfleikurinn mjög vel spilaður hjá okkur og bara frábær sigur eftir það“ sagði Pétur, spurður um fyrstu viðbrögð strax eftir leik. Valsstúlkur komust yfir eftir 18.mínútna leik og fengu svo jöfnunarmark á sig korteri seinna, gegn gangi leiksins. Þær fóru þó með stöðuna 2-1 inn í klefa í hálfleik. „Þróttararnir eru með gott og rútínerað lið, þær eru erfiðari en fólk heldur. Mér fannst við kærulausar á tímabili í fyrri hálfleik en mér fannst við ekki vera það í seinni hálfleik og sýndum hvað við gátum“ sagði Pétur. Skiptingar Vals heppnuðust virkilega vel í dag. Arna Eiríksdóttir og Clarissa Larisey skoruðu báðar og Sólveig Larsen og Fanndís Friðriksdóttir lögðu báðar upp mark. Pétur var ánægður að hafa gert eitthvað rétt sem þjálfari. „Þetta var mjög gott, þetta eru allt saman góðir leikmenn. Fanndís er auðvitað frábær leikmaður og er að koma sér smátt og smátt til baka. Það er alltaf gott að gera eitthvað rétt með skiptingunum“ sagði Pétur og glotti. Valur heldur áfram í harðri toppbaráttu við Breiðablik í Pepsi-Max deildinni. Pétur vill þó einungis tala um næsta leik. „Það er bara næsti leikur hjá okkur. Við erum að fara spila við Þór/KA sem við gerðum jafntefli við hérna á heimavelli svo það er bara næsti leikur sem verður erfiður“ sagði Pétur að lokum. Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þróttur Reykjavík 6-1 | Stórsigur á Hlíðarenda Valskonur áttu ekki í miklum vandræðum þegar Þróttur R. heimsótti þær í stórleik dagsins í Pepsi Max deild kvenna. Valskonur skoruðu fjögur í seinni hálfleik og tryggðu sér verðskuldaðan 6-1 stórsigur. 20. júlí 2021 22:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Leik lokið: Valur - Þróttur Reykjavík 6-1 | Stórsigur á Hlíðarenda Valskonur áttu ekki í miklum vandræðum þegar Þróttur R. heimsótti þær í stórleik dagsins í Pepsi Max deild kvenna. Valskonur skoruðu fjögur í seinni hálfleik og tryggðu sér verðskuldaðan 6-1 stórsigur. 20. júlí 2021 22:00