Sárafátækum fjölgar í fyrsta skipti í áratug Heimsljós 21. júlí 2021 15:12 Ný skýrsla um stöðu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er komin út. Þeim sem búa við sárafátækt fjölgaði um 119-124 milljón manns á síðasta ári, en þetta er í fyrsta skipti í áratug sem sárafátækum fjölgar í heiminum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um stöðu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem gefin var út í tengslum við árlegan ráðherrafund um stöðu markmiðanna fyrr í mánuðinum. „Heimurinn hefði verið betur í stakk búinn til að takast á við þessa kreppu, með sterkari heilbrigðiskerfi, aukna félagslega vernd, aukinn sveigjanleika sem verður til með jafnari samfélögum og heilbrigðari náttúru, ef heimsmarkmiðin hefðu verið sett í forgang fyrir sex árum. Því miður vorum við á rangri leið áður en COVID-19 skall á,“ segir António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í formála. Í skýrslunni er með myndrænum hætti farið yfir stöðu hvers heimsmarkmiðs, en ljóst er að enn vantar töluvert upp á svo að þeim verði náð fyrir árið 2030. Þá hefur heimsfaraldur kórónaveiru dregið verulega úr þeim framförum sem orðið höfðu á síðustu árum og áratugum. Þannig er áætlað að þeim sem lifa við hungursneyð hafi fjölgað um 70-161 milljón manns, líflíkur hafa minnkað, áratuga framfarir á sviði menntunar hafa glatast og ofbeldi gegn konum hefur aukist. Ójöfnuður jókst á síðasta ári og um 255 milljón störf glötuðust vegna afleiðinga faraldursins, sem eru fjórfalt fleiri en glötuðust í efnahagskreppunni 2007-2009. Þá erum við verulega langt frá því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins vegna loftslagsbreytinga. Þrátt fyrir að áskoranirnar séu miklar þá segir Guterres ástæðu til bjartsýnis. COVID-19 kreppan hafi sýnt fram á viðnámsþrótt samfélaga sem hafi endurspeglast í þrekvirki framlínustarfsfólks, stafrænum umskiptum og fordæmalausu samstarfi við þróun bóluefna. „Bjartari framtíð er möguleg. Við verðum að nota þessa erfiðleikatíma til þess að umbreyta heimi okkar, standa skil á heimsmarkmiðunum og efna loforð okkar við núverandi og komandi kynslóðir,“ segir hann. Hér má lesa skýrsluna í heild sinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent
Þeim sem búa við sárafátækt fjölgaði um 119-124 milljón manns á síðasta ári, en þetta er í fyrsta skipti í áratug sem sárafátækum fjölgar í heiminum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um stöðu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem gefin var út í tengslum við árlegan ráðherrafund um stöðu markmiðanna fyrr í mánuðinum. „Heimurinn hefði verið betur í stakk búinn til að takast á við þessa kreppu, með sterkari heilbrigðiskerfi, aukna félagslega vernd, aukinn sveigjanleika sem verður til með jafnari samfélögum og heilbrigðari náttúru, ef heimsmarkmiðin hefðu verið sett í forgang fyrir sex árum. Því miður vorum við á rangri leið áður en COVID-19 skall á,“ segir António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í formála. Í skýrslunni er með myndrænum hætti farið yfir stöðu hvers heimsmarkmiðs, en ljóst er að enn vantar töluvert upp á svo að þeim verði náð fyrir árið 2030. Þá hefur heimsfaraldur kórónaveiru dregið verulega úr þeim framförum sem orðið höfðu á síðustu árum og áratugum. Þannig er áætlað að þeim sem lifa við hungursneyð hafi fjölgað um 70-161 milljón manns, líflíkur hafa minnkað, áratuga framfarir á sviði menntunar hafa glatast og ofbeldi gegn konum hefur aukist. Ójöfnuður jókst á síðasta ári og um 255 milljón störf glötuðust vegna afleiðinga faraldursins, sem eru fjórfalt fleiri en glötuðust í efnahagskreppunni 2007-2009. Þá erum við verulega langt frá því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins vegna loftslagsbreytinga. Þrátt fyrir að áskoranirnar séu miklar þá segir Guterres ástæðu til bjartsýnis. COVID-19 kreppan hafi sýnt fram á viðnámsþrótt samfélaga sem hafi endurspeglast í þrekvirki framlínustarfsfólks, stafrænum umskiptum og fordæmalausu samstarfi við þróun bóluefna. „Bjartari framtíð er möguleg. Við verðum að nota þessa erfiðleikatíma til þess að umbreyta heimi okkar, standa skil á heimsmarkmiðunum og efna loforð okkar við núverandi og komandi kynslóðir,“ segir hann. Hér má lesa skýrsluna í heild sinni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent