„Ógeðslega gaman að leiða þetta geggjaða lið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 15:46 Sævar Atli hefur átt frábært tímabil, líkt og Leiknisliðið. Vísir/Hulda Margrét Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis úr Breiðholti, er óvænt stjarna Pepsi Max-deildar karla í sumar. Sævar hefur nú skorað tíu mörk í 13 leikjum, og segist hafa komið sjálfum sér á óvart. Sævar verður í liði Leiknis sem mætir KA síðar í dag. „Ef að ég á að vera alveg hreinskilinn þá bjóst ég ekki við því að skora svona mörg mörk,“ sagði Sævar Atli. „Framistaða mín, ef við teljum mörkin ekki með, er búin að vera bara fín, bara ágæt og ég get gert betur. En þegar maður er að skora og að spila frammi þá getur maður ekki verið að kvarta. Ég er mjög ánægður með tímabilið hingað til, en það er nóg eftir og ég ætla bara að halda áfram.“ Nýtur sín í fyrirliðahlutverkinu Sævar Atli er fyrirliði Leiknis þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Hann segist njóta sín í því hlutverki. „Tímabilið í fyrra var mikil reynsla, að vera fyrirliði, og ég hef alltaf verið fyrirliði í yngri flokkum þannig að þetta hentar mér mjög vel. Ég er ekki mikið að garga og öskra menn áfram heldur reyni ég frekar að leiða með fordæmi á vellinum og drífa liðið áfram þannig fremst á vellinum, ég vil vera að hlaupa mikið og vera með læti. Ég fékk bara einn leik í efstu deild seinast, þannig að þetta er í raun mitt fyrsta tímabil í efstu deild, og þetta er bara ógeðslega gaman að leiða þetta geggjaða lið í efstu deild.“ segir Sævar Atli. Klippa: Sævar Atli Fóru pressulausir inn í mótið Sævar Atli segir það hafa hjálpað Leiknismönnum að vera spáð botnsætinu af mörgum miðlum fyrir mót. Leiknir er með 17 stig, sem eru fleiri stig en liðið hefur nokkurn tíma fengið í efstu deild, í 6. sæti deildarinnar eftir 13 leiki. „Mér fannst við koma nokkuð pressulausir inn í mótið þar sem okkur var spáð 12. sæti nánast alls staðar. Það kom okkur smá á óvart en samt ekki. Við fórum pressulausir inn í þetta og höfum sýnt að við getum haldið boltanum vel og við erum með hörkulið,“ segir Sævar sem segir um markmið liðsins: „Markmiðið fyrir tímabilið var að halda okkur uppi og gera það sem Leikni hefur ekki tekist áður, að spila tvö tímabil í röð í efstu deild,“ Hlakkar til að spila fyrir Blika Sævar hefur samið við Breiðablik um að ganga í raðir félagsins að tímabilinu loknu. Hann hefur verið orðaður við brottför til útlanda. Hann segir ekkert benda til annars en að hann fari í Kópavoginn. „Ég setti mér langtímamarkmið fyrir tveimur árum að vera kominn út í atvinnumennsku árið 2022. Það er markmiðið og eins og er er ég að fara að spila fyrir Breiðablik. Ég er mjög spenntur fyrir því, þetta er frábært lið og ég tel að ég muni bæta mig mikið þar því þeirra leikstíll hentar mér held ég mjög vel,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Sævars Atla sem má sjá í heild sinni að ofan. Leiknir mætir KA klukkan 17:00 í dag og getur jafnað Norðanmenn að stigum í töflunni með sigri. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst beint útsending klukkan 16:50. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
„Ef að ég á að vera alveg hreinskilinn þá bjóst ég ekki við því að skora svona mörg mörk,“ sagði Sævar Atli. „Framistaða mín, ef við teljum mörkin ekki með, er búin að vera bara fín, bara ágæt og ég get gert betur. En þegar maður er að skora og að spila frammi þá getur maður ekki verið að kvarta. Ég er mjög ánægður með tímabilið hingað til, en það er nóg eftir og ég ætla bara að halda áfram.“ Nýtur sín í fyrirliðahlutverkinu Sævar Atli er fyrirliði Leiknis þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall. Hann segist njóta sín í því hlutverki. „Tímabilið í fyrra var mikil reynsla, að vera fyrirliði, og ég hef alltaf verið fyrirliði í yngri flokkum þannig að þetta hentar mér mjög vel. Ég er ekki mikið að garga og öskra menn áfram heldur reyni ég frekar að leiða með fordæmi á vellinum og drífa liðið áfram þannig fremst á vellinum, ég vil vera að hlaupa mikið og vera með læti. Ég fékk bara einn leik í efstu deild seinast, þannig að þetta er í raun mitt fyrsta tímabil í efstu deild, og þetta er bara ógeðslega gaman að leiða þetta geggjaða lið í efstu deild.“ segir Sævar Atli. Klippa: Sævar Atli Fóru pressulausir inn í mótið Sævar Atli segir það hafa hjálpað Leiknismönnum að vera spáð botnsætinu af mörgum miðlum fyrir mót. Leiknir er með 17 stig, sem eru fleiri stig en liðið hefur nokkurn tíma fengið í efstu deild, í 6. sæti deildarinnar eftir 13 leiki. „Mér fannst við koma nokkuð pressulausir inn í mótið þar sem okkur var spáð 12. sæti nánast alls staðar. Það kom okkur smá á óvart en samt ekki. Við fórum pressulausir inn í þetta og höfum sýnt að við getum haldið boltanum vel og við erum með hörkulið,“ segir Sævar sem segir um markmið liðsins: „Markmiðið fyrir tímabilið var að halda okkur uppi og gera það sem Leikni hefur ekki tekist áður, að spila tvö tímabil í röð í efstu deild,“ Hlakkar til að spila fyrir Blika Sævar hefur samið við Breiðablik um að ganga í raðir félagsins að tímabilinu loknu. Hann hefur verið orðaður við brottför til útlanda. Hann segir ekkert benda til annars en að hann fari í Kópavoginn. „Ég setti mér langtímamarkmið fyrir tveimur árum að vera kominn út í atvinnumennsku árið 2022. Það er markmiðið og eins og er er ég að fara að spila fyrir Breiðablik. Ég er mjög spenntur fyrir því, þetta er frábært lið og ég tel að ég muni bæta mig mikið þar því þeirra leikstíll hentar mér held ég mjög vel,“ Fleira kemur fram í viðtalinu við Sævars Atla sem má sjá í heild sinni að ofan. Leiknir mætir KA klukkan 17:00 í dag og getur jafnað Norðanmenn að stigum í töflunni með sigri. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst beint útsending klukkan 16:50.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira