Leikið var á tveimur keppnisvöllum eins og seinustu tvö ár, en keppt var á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og á Korpúlfsstaðavelli.
GR hafði betur gegn Golfklúbbi Mosfellsbæjar í kvennaflokki með þremur og hálfum vinningi gegn einum og hálfum. Golfklúbbur Akureyrar lenti í þriðja sæti eftir að hafa haft betur gegn Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.
GR fagnaði sigri í karlaflokki með þremur vinningum gegn tveimur í viðureign sinni við Golklúbb Kópavogs og Garðabæjar. Golfklúbbur Selfoss lenti í þriðja sæti á kostnað Golfklúbbs Vestmannaeyja.
Golfklúbburinn Oddur féll úr 1. deild kvennamegin, en í karlaflokki var það Golfklúbburinn Keilir sem féll.