Grótta svarar Kríu: Geta ekki krafist að Grótta dragi úr þjónustu sinni við yngri iðkendur Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 17:00 Handknattleiksdeild Gróttu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar sem Kría sendi frá sér fyrr í dag. Kríumenn, sem hafa æft og spilað í íþróttahúsi Gróttu síðustu ár, vönduðu þeim síðarnefndu ekki kveðjurnar í yfirlýsingu sinni. Kría sendi frá sér yfirlýsingu á samfélagsmiðla seinni hluta dags þar sem skotið er að Gróttu fyrir að heimila félaginu ekki að æfa og spila þar leiki áfram á næsta ári, líkt og verið hefur síðustu ár. „Fyrrum samstarfsfélag okkar, Grótta, sá okkur ekki sem verðugan samstarfsaðila fyrir komandi vetur og töldu kröfu okkar um 2x æfingatíma í viku og 11 heimaleiki yfir 10 mánaða tímabil til of mikils ætlað og þrátt fyrir að við höfum spilað stoltir með merki Seltjarnarness á bringunni þá höfðu bæjaryfirvöld takmarkaðan áhuga á að beita sér í málinu og urðum við því án heimavallar,“ segir meðal annars í tilkynningu Kríu. Gróttumenn segja í sinni yfirlýsingu að Kríumönnum hafi verið boðnir sveigjanlegir tímar eftir dagskrá hverrar viku fyrir sig en því boði hafi verið hafnað. Yfirlýsing Gróttu er útlistuð frekar að neðan. Kostuðu starfsemi félagsins Grótta svaraði fyrir sig í dag þar sem tekið er fram að félagið fagni góðum árangri Kríumanna og enginn vilji sé til að hamla framgangi félagsins, enda hafi Grótta verið á meðal þeirra helstu bakhjarla með fríum æfingatímum, útvegun búninga og fleira. „Gróttufólk fagnar frábærum árangri Kríu í handbolta og hefur engan áhuga á að leggja stein í götu þeirra. Þvert á móti hefur Grótta stutt Kríu með ráðum og dáðum. Þannig hefur Grótta útvegað Kríu húsnæði til æfinga og leikja án endurgjalds, kostnaður við þátttöku félagsins í Grill 66-deildinni hefur að mestu verið greiddur af Gróttu, Grótta hefur útvegað félaginu búninga o.s.frv.“ segir í tilkynningunni. Kaldar staðreyndir íþróttafélaga Kríumenn þurfi að taka tillit til þess að, líkt og hjá öllum öðrum íþróttafélögum á landinu, eru auðlindirnar takmarkaðar, hvort sem aðkemur aðstöðu, mannauð eða fjármunum. „Það sem Kríumenn kalla blauta tusku í andlitið voru einfaldlega þær köldu staðreyndir sem öll alvöru íþróttafélög þurfa að horfast í augu við. Iðkendur eru margir en aðstaða, mannauður og fjármunir eru takmarkaðir.“ segir í yfirlýsingu Gróttu, en Daði Laxdal Gautason, einn af drifkröftum í starfi Kríu, talaði um stöðuna sem blauta tusku í andlitið í sjónvarpsviðtali um málið á dögunum. Þá segir að tækifæri ungra Gróttumanna hafi verið af skornum skammti hjá Kríu og þurfti því að stofna U-lið Gróttu. Íþróttahúsið á Seltjarnarnesi rými einfaldlega ekki fjögur meistaraflokkslið; karla- og kvennalið Gróttu, Kríu og U-liðið, auk yngri flokka starfs. „Í vetur fór svo að Krían ákvað að byggja lið sitt nær einungis á eldri leikmönnum og tækifæri yngra leikmanna voru engin. Ákall hefur verið um það í vetur að efnilegir yngri leikmenn sem ekki hafa komist í meistaraflokk fengju verkefni við hæfi og möguleika á að þroskast sem handboltamenn. Við því ákalli var brugðist á sama hátt, og svo mörg önnur íþróttafélög gera, með því að stofna og skrá til leiks næsta vetur svokallað U lið sem er meistaraflokkslið sem spilar í 2. deild.“ „Staðreyndin er einfaldlega sú að aðstaðan í Hertz höllinni, íþróttahúsi Gróttu rúmar ekki allar æfingar yngri flokka auk fjögurra meistaraflokka í handbolta, og þar af tveggja í efstu deild.“ segir í yfirlýsingunni. Geti ekki riðlað öllu starfi svo Kría spili í efstu deild Þá er tekið fram að Grótta hafi boðið Kríu sveigjanlega æfingatíma en því boði hafnað. Grótta geti ekki sett kröfur og þarfir Kríu ofar sínu starfi og þjónustuhlutverki gagnvart yngri kynslóðinni á Seltjarnarnesi. „Rétt er að taka það fram að Grótta bauð forsvarsmönnum Kríu æfingatíma sem yrðu sveigjanlegir eftir vikum eftir því hvernig dagskráin yrði hverju sinni en því boði var hafnað.“ segir í yfirlýsingu Gróttu þar sem segir jafnframt: „Kría er stakur meistaraflokkur manna sem vilja stunda handbolta á eigin forsendum óháð starfsemi handknattleiksdeildar Gróttu sem ber ekki einungis ábyrgð gagnvart eldri leikmönnum félagsins heldur einnig á viðamiklu yngri flokkastarfi á hverjum einasta degi allan veturinn sem þjónustar upprennandi leikmenn félagsins. Forsvarsmenn Kríu geta ekki gert þá ósanngjörnu kröfu að Grótta dragi úr eða takmarki þjónustu sína við yngri iðkendur og þá sem keppa undir nafni félagsins til þess eins að þeir fái að keppa í efstu deild.“ segir í yfirlýsingunni sem má sjá í heild sinni að neðan. Yfirlýsing Gróttu Kría er „fórnarlamb“ eigin velgengni, ekki Gróttu Gróttufólk fagnar frábærum árangri Kríu í handbolta og hefur engan áhuga á að leggja stein í götu þeirra. Þvert á móti hefur Grótta stutt Kríu með ráðum og dáðum. Þannig hefur Grótta útvegað Kríu húsnæði til æfinga og leikja án endurgjalds, kostnaður við þátttöku félagsins í Grill 66-deildinni hefur að mestu verið greiddur af Gróttu, Grótta hefur útvegað félaginu búninga o.s.frv. Það sem Kríumenn kalla blauta tusku í andlitið voru einfaldlega þær köldu staðreyndir sem öll alvöru íþróttafélög þurfa að horfast í augu við. Iðkendur eru margir en aðstaða, mannauður og fjármunir eru takmarkaðir. Hafa ber í huga að markmið svokallaðra venslafélaga eins og Kríu er að veita reyndum leikmönnum sem af einhverjum ástæðum geta ekki æft og keppt með meistaraflokkum möguleika á því að stunda sína íþrótt á eigin forsendum en jafnframt gefa ungum og efnilegum iðkendum tækifæri á því að æfa og keppa með sér reyndari leikmönnum og öðlast þannig reynslu í verðugum verkefnum. Í vetur fór svo að Krían ákvað að byggja lið sitt nær einungis á eldri leikmönnum og tækifæri yngra leikmanna voru engin. Ákall hefur verið um það í vetur að efnilegir yngri leikmenn sem ekki hafa komist í meistaraflokk fengju verkefni við hæfi og möguleika á að þroskast sem handboltamenn. Við því ákalli var brugðist á sama hátt, og svo mörg önnur íþróttafélög gera, með því að stofna og skrá til leiks næsta vetur svokallað U lið sem er meistaraflokkslið sem spilar í 2. deild. Staðreyndin er einfaldlega sú að aðstaðan í Hertz höllinni, íþróttahúsi Gróttu rúmar ekki allar æfingar yngri flokka auk fjögurra meistaraflokka í handbolta, og þar af tveggja í efstu deild. Efsta deild handboltans kallar á sjónvarpsleiki og tímasetningum þeirra leikja verður ekki hnikað en annað á við um leiki í neðri deildum. Fyrir sjónvarpsleiki dugar ekkert minna en besti tíminn fyrir útsendingar og þá þarf allt annað að víkja úr húsinu. Auðséð var að þessir leikir riðla oft öllu starfi í íþróttahúsinu. Því gat Grótta ekki þrátt fyrir góðan vilja orðið við ýtrustu óskum Kríu. Rétt er að taka það fram að Grótta bauð forsvarsmönnum Kríu æfingatíma sem yrðu sveigjanlegir eftir vikum eftir því hvernig dagskráin yrði hverju sinni en því boði var hafnað. Kría er stakur meistaraflokkur manna sem vilja stunda handbolta á eigin forsendum óháð starfsemi handknattleiksdeildar Gróttu sem ber ekki einungis ábyrgð gagnvart eldri leikmönnum félagsins heldur einnig á viðamiklu yngri flokkastarfi á hverjum einasta degi allan veturinn sem þjónustar upprennandi leikmenn félagsins. Forsvarsmenn Kríu geta ekki gert þá ósanngjörnu kröfu að Grótta dragi úr eða takmarki þjónustu sína við yngri iðkendur og þá sem keppa undir nafni félagsins til þess eins að þeir fái að keppa í efstu deild. Fyrir hönd handknattleiksdeildar Gróttu Kári Garðarsson Framkvæmdastjóri Gróttu Olís-deild karla Grótta Kría Seltjarnarnes Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Kría sendi frá sér yfirlýsingu á samfélagsmiðla seinni hluta dags þar sem skotið er að Gróttu fyrir að heimila félaginu ekki að æfa og spila þar leiki áfram á næsta ári, líkt og verið hefur síðustu ár. „Fyrrum samstarfsfélag okkar, Grótta, sá okkur ekki sem verðugan samstarfsaðila fyrir komandi vetur og töldu kröfu okkar um 2x æfingatíma í viku og 11 heimaleiki yfir 10 mánaða tímabil til of mikils ætlað og þrátt fyrir að við höfum spilað stoltir með merki Seltjarnarness á bringunni þá höfðu bæjaryfirvöld takmarkaðan áhuga á að beita sér í málinu og urðum við því án heimavallar,“ segir meðal annars í tilkynningu Kríu. Gróttumenn segja í sinni yfirlýsingu að Kríumönnum hafi verið boðnir sveigjanlegir tímar eftir dagskrá hverrar viku fyrir sig en því boði hafi verið hafnað. Yfirlýsing Gróttu er útlistuð frekar að neðan. Kostuðu starfsemi félagsins Grótta svaraði fyrir sig í dag þar sem tekið er fram að félagið fagni góðum árangri Kríumanna og enginn vilji sé til að hamla framgangi félagsins, enda hafi Grótta verið á meðal þeirra helstu bakhjarla með fríum æfingatímum, útvegun búninga og fleira. „Gróttufólk fagnar frábærum árangri Kríu í handbolta og hefur engan áhuga á að leggja stein í götu þeirra. Þvert á móti hefur Grótta stutt Kríu með ráðum og dáðum. Þannig hefur Grótta útvegað Kríu húsnæði til æfinga og leikja án endurgjalds, kostnaður við þátttöku félagsins í Grill 66-deildinni hefur að mestu verið greiddur af Gróttu, Grótta hefur útvegað félaginu búninga o.s.frv.“ segir í tilkynningunni. Kaldar staðreyndir íþróttafélaga Kríumenn þurfi að taka tillit til þess að, líkt og hjá öllum öðrum íþróttafélögum á landinu, eru auðlindirnar takmarkaðar, hvort sem aðkemur aðstöðu, mannauð eða fjármunum. „Það sem Kríumenn kalla blauta tusku í andlitið voru einfaldlega þær köldu staðreyndir sem öll alvöru íþróttafélög þurfa að horfast í augu við. Iðkendur eru margir en aðstaða, mannauður og fjármunir eru takmarkaðir.“ segir í yfirlýsingu Gróttu, en Daði Laxdal Gautason, einn af drifkröftum í starfi Kríu, talaði um stöðuna sem blauta tusku í andlitið í sjónvarpsviðtali um málið á dögunum. Þá segir að tækifæri ungra Gróttumanna hafi verið af skornum skammti hjá Kríu og þurfti því að stofna U-lið Gróttu. Íþróttahúsið á Seltjarnarnesi rými einfaldlega ekki fjögur meistaraflokkslið; karla- og kvennalið Gróttu, Kríu og U-liðið, auk yngri flokka starfs. „Í vetur fór svo að Krían ákvað að byggja lið sitt nær einungis á eldri leikmönnum og tækifæri yngra leikmanna voru engin. Ákall hefur verið um það í vetur að efnilegir yngri leikmenn sem ekki hafa komist í meistaraflokk fengju verkefni við hæfi og möguleika á að þroskast sem handboltamenn. Við því ákalli var brugðist á sama hátt, og svo mörg önnur íþróttafélög gera, með því að stofna og skrá til leiks næsta vetur svokallað U lið sem er meistaraflokkslið sem spilar í 2. deild.“ „Staðreyndin er einfaldlega sú að aðstaðan í Hertz höllinni, íþróttahúsi Gróttu rúmar ekki allar æfingar yngri flokka auk fjögurra meistaraflokka í handbolta, og þar af tveggja í efstu deild.“ segir í yfirlýsingunni. Geti ekki riðlað öllu starfi svo Kría spili í efstu deild Þá er tekið fram að Grótta hafi boðið Kríu sveigjanlega æfingatíma en því boði hafnað. Grótta geti ekki sett kröfur og þarfir Kríu ofar sínu starfi og þjónustuhlutverki gagnvart yngri kynslóðinni á Seltjarnarnesi. „Rétt er að taka það fram að Grótta bauð forsvarsmönnum Kríu æfingatíma sem yrðu sveigjanlegir eftir vikum eftir því hvernig dagskráin yrði hverju sinni en því boði var hafnað.“ segir í yfirlýsingu Gróttu þar sem segir jafnframt: „Kría er stakur meistaraflokkur manna sem vilja stunda handbolta á eigin forsendum óháð starfsemi handknattleiksdeildar Gróttu sem ber ekki einungis ábyrgð gagnvart eldri leikmönnum félagsins heldur einnig á viðamiklu yngri flokkastarfi á hverjum einasta degi allan veturinn sem þjónustar upprennandi leikmenn félagsins. Forsvarsmenn Kríu geta ekki gert þá ósanngjörnu kröfu að Grótta dragi úr eða takmarki þjónustu sína við yngri iðkendur og þá sem keppa undir nafni félagsins til þess eins að þeir fái að keppa í efstu deild.“ segir í yfirlýsingunni sem má sjá í heild sinni að neðan. Yfirlýsing Gróttu Kría er „fórnarlamb“ eigin velgengni, ekki Gróttu Gróttufólk fagnar frábærum árangri Kríu í handbolta og hefur engan áhuga á að leggja stein í götu þeirra. Þvert á móti hefur Grótta stutt Kríu með ráðum og dáðum. Þannig hefur Grótta útvegað Kríu húsnæði til æfinga og leikja án endurgjalds, kostnaður við þátttöku félagsins í Grill 66-deildinni hefur að mestu verið greiddur af Gróttu, Grótta hefur útvegað félaginu búninga o.s.frv. Það sem Kríumenn kalla blauta tusku í andlitið voru einfaldlega þær köldu staðreyndir sem öll alvöru íþróttafélög þurfa að horfast í augu við. Iðkendur eru margir en aðstaða, mannauður og fjármunir eru takmarkaðir. Hafa ber í huga að markmið svokallaðra venslafélaga eins og Kríu er að veita reyndum leikmönnum sem af einhverjum ástæðum geta ekki æft og keppt með meistaraflokkum möguleika á því að stunda sína íþrótt á eigin forsendum en jafnframt gefa ungum og efnilegum iðkendum tækifæri á því að æfa og keppa með sér reyndari leikmönnum og öðlast þannig reynslu í verðugum verkefnum. Í vetur fór svo að Krían ákvað að byggja lið sitt nær einungis á eldri leikmönnum og tækifæri yngra leikmanna voru engin. Ákall hefur verið um það í vetur að efnilegir yngri leikmenn sem ekki hafa komist í meistaraflokk fengju verkefni við hæfi og möguleika á að þroskast sem handboltamenn. Við því ákalli var brugðist á sama hátt, og svo mörg önnur íþróttafélög gera, með því að stofna og skrá til leiks næsta vetur svokallað U lið sem er meistaraflokkslið sem spilar í 2. deild. Staðreyndin er einfaldlega sú að aðstaðan í Hertz höllinni, íþróttahúsi Gróttu rúmar ekki allar æfingar yngri flokka auk fjögurra meistaraflokka í handbolta, og þar af tveggja í efstu deild. Efsta deild handboltans kallar á sjónvarpsleiki og tímasetningum þeirra leikja verður ekki hnikað en annað á við um leiki í neðri deildum. Fyrir sjónvarpsleiki dugar ekkert minna en besti tíminn fyrir útsendingar og þá þarf allt annað að víkja úr húsinu. Auðséð var að þessir leikir riðla oft öllu starfi í íþróttahúsinu. Því gat Grótta ekki þrátt fyrir góðan vilja orðið við ýtrustu óskum Kríu. Rétt er að taka það fram að Grótta bauð forsvarsmönnum Kríu æfingatíma sem yrðu sveigjanlegir eftir vikum eftir því hvernig dagskráin yrði hverju sinni en því boði var hafnað. Kría er stakur meistaraflokkur manna sem vilja stunda handbolta á eigin forsendum óháð starfsemi handknattleiksdeildar Gróttu sem ber ekki einungis ábyrgð gagnvart eldri leikmönnum félagsins heldur einnig á viðamiklu yngri flokkastarfi á hverjum einasta degi allan veturinn sem þjónustar upprennandi leikmenn félagsins. Forsvarsmenn Kríu geta ekki gert þá ósanngjörnu kröfu að Grótta dragi úr eða takmarki þjónustu sína við yngri iðkendur og þá sem keppa undir nafni félagsins til þess eins að þeir fái að keppa í efstu deild. Fyrir hönd handknattleiksdeildar Gróttu Kári Garðarsson Framkvæmdastjóri Gróttu
Olís-deild karla Grótta Kría Seltjarnarnes Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira