Íslenski boltinn

Sjáðu þegar að Óskar Örn skoraði deildarmark númer hundrað í kvöld

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Óskar Örn Hauksson náði þeim merka áfanga í kvöld að vera búinn að skora 100 mörk í deildarkeppni á ferlinum.
Óskar Örn Hauksson náði þeim merka áfanga í kvöld að vera búinn að skora 100 mörk í deildarkeppni á ferlinum. Vísir/Vilhelm

Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, náði þeim merka áfanga í leik liðsins gegn Fylki í kvöld að skora sitt hundraðasta mark í deildarkeppni á ferlinum.

Þetta var annað mark KR í 4-0 sigri gegn Árbæjarliðinu, en það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið fallegasta mark Óskars á ferlinum.

KR-ingar komust þá í skyndisókn þar sem að Stefán Árni Geirsson bar boltann upp. Hann gaf síðan boltann á Atla Sigurjónsson sem kom honum fyrir markið á Óskar Örn. Skot Óskars var hinsvegar ekki merkilegt og Aron Snær Friðriksson sá við honum í marki Fylkismanna.

Kennie Chopart tók frákastið og skaut að marki, en Daði Ólafsson gerði virkilega vel í að bjarga á línu. Það fór þó ekki alveg eins og Daði vildi, heldur fór boltinn í Óskar og skaust þaðan í netið.

Mark Óskars má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Óskar Örn skorar sitt hundraðasta deildarmark

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×