Bassaleikari ZZ Top er dáinn Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2021 21:23 Dusty Hill er vinstra megin við hlið Billy Gibbons. Útilit tríósins hefur um árabil verið mjög einkennandi. AP/Johnathan Short Dusty Hill, bassaleikari hljómsveitarinnar víðfrægu ZZ Top er dáinn. Hann var 72 ára gamall og lést í svefni á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum. Samstarfsmenn Hill, þeir Frank Beard, trommari, og Billy Gibbons, sem spilar á gítar, tilkynntu andlát bassaleikarans á Facebooksíðu tríósins í kvöld. Þeir sögðu ekki hver dánarorsök Hill væri. Í færslunni segja þeir Beard og Gibbons að þeir, ásamt aragrúa aðdáenda ZZ Top um heiminn allan, muni sakna Hill sárt. AP fréttaveitan segir frá því að í síðustu viku hafi hljómsveitin tilkynnt að Hill þyrfti frá að hverfa um stund vegna mjaðmavandræða. Þrímenningarnir stofnuðu ZZ Top í Houston árið 1969 og gáfu út sína fyrstu plötu árið 1970. Það var þó árið 1973 sem þeir gáfu út lagið La Grange, sem fjallar um „Kjúklingabýlið“. Það var víðfrægt vændishús í Texas. Aðrir slagarar hljómsveitarinnar eru Tush, Sharp dressed man, Legs, Gimme all your lovin og Rough boy, svo einhverjir séu nefndir. Þeir voru svo vígðir í frægðarhöll rokksins árið 2004. Hér má sjá ZZ Top spila sérstaka útgáfu af La Grange í þætti Howard Stern árið 2013. Andlát Bandaríkin Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Samstarfsmenn Hill, þeir Frank Beard, trommari, og Billy Gibbons, sem spilar á gítar, tilkynntu andlát bassaleikarans á Facebooksíðu tríósins í kvöld. Þeir sögðu ekki hver dánarorsök Hill væri. Í færslunni segja þeir Beard og Gibbons að þeir, ásamt aragrúa aðdáenda ZZ Top um heiminn allan, muni sakna Hill sárt. AP fréttaveitan segir frá því að í síðustu viku hafi hljómsveitin tilkynnt að Hill þyrfti frá að hverfa um stund vegna mjaðmavandræða. Þrímenningarnir stofnuðu ZZ Top í Houston árið 1969 og gáfu út sína fyrstu plötu árið 1970. Það var þó árið 1973 sem þeir gáfu út lagið La Grange, sem fjallar um „Kjúklingabýlið“. Það var víðfrægt vændishús í Texas. Aðrir slagarar hljómsveitarinnar eru Tush, Sharp dressed man, Legs, Gimme all your lovin og Rough boy, svo einhverjir séu nefndir. Þeir voru svo vígðir í frægðarhöll rokksins árið 2004. Hér má sjá ZZ Top spila sérstaka útgáfu af La Grange í þætti Howard Stern árið 2013.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira