Í dag er liðið ár síðan umdeildar forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi fóru fram. Síðan þá hefur mikil stjórnmálaóreiða ríkt í landinu með fjöldahandtökunum, landflótta og hremmingum. Alexander Lúkasjenka er forseti landsins og hefur setið á valdastóli frá 20. júlí 1994. Hann er gjarnan kallaður síðasti einræðisherrann í Evrópu en margir vilja meina að Lúkasjenka hafi beitt víðtæku kosningasvindli í forsetakosningunum í fyrra. Lúkasjenka hefur átt skrautlega stjórnmálasögu en sú langa saga verður ekki rakin í þaula hér. Síðastliðið ár hefur ekki síður verið viðburðaríkt og hófust kosningavandræðin í raun þann 19. júní 2020, átta vikum fyrir kosningarnar, þegar lögreglan í Hvíta-Rússlandi handtók helsta andstæðing Lúkasjenkas fyrir kosningarnar, bankamanninn Viktor Babaríkó. Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir fjölda ríkja standa að vopnasmygli til hryðjuverkasamtaka í Hvíta-Rússlandi.Getty/Nikolai Petrov Sá var þann 6. júlí síðastliðinn dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir spillingu, mútuþægni og peningaþvætti. Hann neitaði sök og eru ákærurnar gegn honum almennt taldar hafa átt sér pólitískar rætur. Þrjár konur sameinuðu framboð til að steypa forsetanum af stóli Hann var hins vegar ekki síðasti mótframbjóðandi Lúkasjenkas sem var handtekinn fyrir kosningarnar. Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningarnar. Var andstaðan við Lúkasjenka sögð sú mesta í fleiri ár vegna gremju almennings yfir efnahagsþrengingum, stöðu mannréttindamála og afneitun forsetans á alvarleika kórónuveirufaraldursins. Lúkasjenka greip því til drastískra aðgerða. Allir helstu andstæðingar hans voru handteknir, þar á meðal Sergei Tíkanovskí og Valery Tsepkaló. Það leið þó ekki á löngu þar til sterkari andstæðingar stigu fram í kastljósið. Svetlana Tíkanovskaja, eiginkona Sergeis Tíkanovskís, reyndist Lúkasjenka hörð í horn að taka en hún tilkynnti framboð sitt til forseta í lok júlí í fyrra, aðeins tveimur vikum fyrir kosningar. Hún stóð þó ekki ein heldur gengu þær Veronika Tsepkaló, eiginkona Valerys Tsepkaló, og María Kólesníkóva, kosningastjóri Barbaríkós, til liðs við Tíkanovskaju. „Einræðisherrann“ með 80 prósent atkvæða? Þremenningarnir nutu mikilla vinsælda og telja margir að Tíkanovskaja hafi verið raunverulegur sigurvegari forsetakosninganna. Forsetakosningarnar voru harðlega gagnrýndar af alþjóðlegum eftirlitsaðilum sem fengu hvergi nálægt kosningunum að koma. Niðurstaðan var þó afgerandi, alla vega samkvæmt yfirkjörstjórn landsins. Lúkasjenka hlaut 80 prósent atkvæða og Tíkanovskaja 10 prósent. Þannig fór um sjóferð þá. Eða hvað? Eldri kona talar við óeirðarlögreglumenn í Mínsk.EPA-EFE/STRINGER Um leið og niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninga voru birtar fór allt í bál og brand. Þúsundir andstæðinga forsetans leituðu á götur út og fóru að mótmæla. Morguninn eftir höfðu hundruð verið handtekin. Og mótmælin héldu áfram. Strax daginn eftir gripu öryggissveitir til harðra aðgerða gegn mótmælendum. Táragasi var skotið að þeim og kylfum beitt í átökunum. Fregnir bárust jafnvel af skothríð og fjöldahandtökum. Yfirvöld gripu til þess ráðs að loka á Internetið til að koma í veg fyrir að fleiri bættust í hóp mótmælenda. En það gekk ekki eftir. Taldi sig hafa fengið meirihluta atkvæða og flúði land Daginn eftir kosningarnar, þann 10. ágúst, leitaði Tíkanovskaja til yfirkjörstjórnar Hvíta-Rússlands til að leggja fram formleg mótmæli vegna framkvæmdar kosninganna og vildi meina að þau atkvæði sem rétt hefðu verið talin gæfu til kynna að hún hafi fengið stuðning sextíu til sjötíu prósenta kjósenda. Þar var hún handtekin og var í haldi í sjö klukkustundir. Svetlana Tíkanovskaja, bauð sig fram til forseta Hvíta-Rússlands í fyrra. Hún er nú í útlegð í Litháen.AP/Mindaugas Kulbis Eftir að henni var sleppt úr haldi birtist myndband af henni í ríkissjónvarpi landsins, sem hafði verið tekið þegar hún var í haldi. Í myndbandinu sagði hún stuðningsmönnum sínum og mótmælendum að fara eftir lögum. Bandamenn hennar vildu þó meina að hún hafi verið þvinguð til að flytja þá ræðu. Að kvöldi 10. ágúst flúði Tíkanovskaja svo land. Hún flúði yfir til Litháen en hún hafði þegar sent börnin sín til landsins í aðdraganda kosninganna. Daginn eftir sendi hún frá sér myndband þar sem hún sagðist ekki jafn sterk og hún hafði vonast til. Mótmælendur pyntaðir og framganga yfirvalda gagnrýnd Á meðan varð ekkert lát á mótmælunum. Tveir létust í haldi lögreglunnar á fyrstu fjórum dögum mótmælanna. Lögreglan beitti mótmælendur engum vettlingatökum frá fyrsta degi. Táragasi, kylfum og jafnvel byssukúlum hafði verið beitt gegn þeim. Það leið ekki á löngu þar til alþjóðastofnanir voru farnar að fordæma aðförina gegn almenningi. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna fordæmdi ofbeldisfullar aðgerðir stjórnvalda og hafði stofnuninni þá þegar, fjórum dögum eftir kosningarnar, borist fregnir af því að lögreglan hefði skotið gúmmíkúlum inn í mótmælendahópa og sprautað vatni. Þá hafi hún einnig kastað handsprengjum, til þess gerðar að rota einstaklinga. Þann 13. ágúst höfðu ríflega sex þúsund mótmælendur verið handteknir af lögreglu, þar á meðal börn. Tvö hundruð höfðu særst í átökunum og sumir alvarlega. Þá hafði verið ráðist á fréttamenn á vegum breska ríkisútvarpsins. Michelle Bachelet, yfirmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir að um fjöldahandtökur væri að ræða, sem er brot á alþjóðlegum mannréttindastöðlum. Stuttu síðar fóru að berast fregnir þess efnis að mótmælendur hafi verið pyntaðir í haldi lögreglu. Artem Pronin, mótmælandi, sýnir áverka sem hann segist hafa hlotið í haldi lögreglu.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH „Þar til þið drepið mig verða ekki aðrar kosningar“ Mótmælendur dóu ekki ráðalausir og boðuðu til verkfalla viku eftir forsetakosningarnar til að krefjast afsagnar forsetans. Þá var mikil mótmælahelgi nýstaðin yfir en talið er að meira en 100 þúsund manns hafi safnast saman í Mínsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Lúkasjenka var þó ekki af baki dottinn og sagði sama dag, þann 17. ágúst, að ekki verði haldnar aðrar kosningar í landinu fyrr en hann yrði drepinn. „Þar til þið drepið mig verða ekki aðrar kosningar,“ sagði forsetinn í ræðu sem hann hélt fyrir utan verksmiðju í Mínsk. Ræðan endaði þó snögglega enda höfðu þúsundir mótmælenda komið saman, sem kölluðu að forsetanum og sögðu honum að fara. Lukashenka: "thank you, my statement is over, I'm leaving, now you can chant go away"People: "go away! go away!" via @nexta_tv pic.twitter.com/EDwMMawzQi— Liveuamap (@Liveuamap) August 17, 2020 Lúkasjenka hafði greinilega fengið nóg og sakaði stjórnarandstöðu landsins um tilraun til valdaráns daginn eftir. Hin meinta valdaránstilraun var stofnun ráðs sem Tíkanovskaja kom á fót og er skipað 35 einstaklingum. Ráðinu er ætlað að skipuleggja næstu skref í aðgerðum stjórnarandstæðinga gegn Lúkasjenka. 40 kílómetra mannleg keðja til stuðnings mótmælendum Daginn eftir, þann 19. ágúst, fyrirskipaði Lúkasjenka að mótmælaaldan skyldi kveðin niður með snarhasti. Þegar það gekk ekki eftir greip hann til þvingana og sagðist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafi mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna og reka þá sem höfðu tekið þátt í mótmælum. Litháar mynduðu í ágúst í fyrra fjörutíu kílómetra mannlega keðju að landamærum Hvíta-Rússlands. Sjá má á myndunum að margir halda á hvítum og rauðum fána sem er merki hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar.Getty/Arturas Morozovas En allt kom fyrir ekki. Þrátt fyrir bann forsetans héldu mótmælin áfram. Tugir þúsunda söfnuðust saman í höfuðborginni Mínsk og báru rauða og hvíta fána sem hafa orðið einkennismerki stjórnarandstöðunnar þar í landi. Mótmælendur voru umkringdir öryggissveitum leyniþjónustunnar og mótmælin sögð ólögleg. Á sama tíma fór stuðningur við hvítrússneska mótmælendur að aukast og þann 23. ágúst 2020 mynduðu 50 þúsund manns mannlega keðju frá Vilníus í Litháen að landamærum Hvíta-Rússlands. Leiðin er 40 km löng en sambærileg keðja var mynduð árið 1989, sem náði í gegn um Eistland, Lettland og Litháen þegar ríkin börðust fyrir sjálfstæði sínu. Handtekin og ákærð fyrir að yfirgefa ekki landið Stuttu síðar var gripið til enn harðari aðgerða. Hvítrússneska lögreglan fór að hneppa hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar í varðhald. Þar á meðal voru Olga Kóvalkóva og Sergei Dílevskí sem bæði eru meðlimir í stjórnarandstöðuráði Tíkanovskaju. Handtökurnar urðu kveikjan að frekari mótmælum og söfnuðust meira en hundrað þúsund manns saman til að mótmæla handtökunum. Þau voru bæði dæmd í tíu daga fangelsi fyrir að skipuleggja ólögleg mótmæli og greindi Kóvalkóva frá því að hún hafi verið hvött til að flýja til Póllands og henni hafi verið hótað lengri fangelsisdómi yfirgæfi hún ekki landið. Svetlana Tikhanovskaya (f.m.), Veronika Tsepkalo (t.h.) og Maria Kolesnikova (t.v.) vöktu mikla athygli þegar þær sameinuðu framboð sín og telja margir að þær hafi borið sigur úr bítum í forsetakosningunum. AP/Sergei Grits Stuttu síðar, þann 7. september, var María Kólesníkóva, sem tók þátt í framboði Tíkanovskaju, handtekin af yfirvöldum. Einhverjir höfðu orðið vitni að handtökunni sem fór fram í miðborg Mínsk en óeinkennisklæddir menn höfðu gripið hana og ekið með hana burt í smárútu. Kólesníkóva hafði þá ekki aðeins tekið þátt í framboði Tíkanovskaju heldur sat hún í samhæfingarráði stjórnarandstöðunnar. Daginn eftir hvarf Kólesníkóvu greindi hvítrússneskur landamæravörður frá því í samtali við ríkisfjölmiðil Hvíta-Rússlands að hún væri í haldi á landamærunum að Úkraínu. Hún hafi, að hans sögn, reynt að flýja yfir til Úkraínu ásamt tveimur öðrum stjórnarandstæðingum, þeim Anton Ródnenkov og Ivan Kravtsóv, en þeir hafi komist yfir landamærin. Rúmri viku eftir handtökuna var Kólesníkóva ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. Hún var þá sögð hafa rifið vegabréf sitt í sundur þegar yfirvöld reyndu að vísa henni úr landi til Úkraínu. Henni hafi þá verið hótað fangelsisvist færi hún ekki úr landi. Hér má sjá hóp kvenna standa í vegi fyrir lögreglubíl í september í fyrra.EPA-EFE/STR Í kjölfarið brutust út mikil mótmæli vegna handtöku Kólesníkóvu og voru tæplega fimmtíu mótmælendur handteknir. Meirihluti þeirra voru konur en talið er að fimm þúsund hafi mótmælt handtökunni. Sakaði NATO um að vilja koma nýjum forseta til valda Lúkasjenka varð með hverjum deginum sem leið kvíðnari yfir viðbrögðum erlendis. Undir lok ágúst í fyrra fór hann að halda því fram að óvinaþjóðir söfnuðu saman herafla við landamæri Hvíta-Rússlands. Hermenn frá Póllandi og Litháen væru, að hans sögn, að undirbúa innrás í landið og að Atlantshafsbandalagið beitti sér fyrir því að koma Lúkasjenkó frá völdum og nýjum forseta á stól. Bandalagið þvertók fyrir þessar ásakanir. Ekkert væri til í staðhæfingu Lúkasjenkas. „Við erum engin ógn við Hvíta-Rússland eða nokkurt land og erum ekki að safna saman herliði á þessu svæði,“ sagði í svari bandalagsins við ásökunum hvítrússneska forsetans og var hann einnig hvattur til að virða mannréttindi borgara sinna. Þann 23. september 2020 var boðað til óvæntrar innsetningarathafnar þar sem Lúkasjenka sór loks embættiseið til síns sjötta kjörtímabils. Engin tilkynning var send út um athöfnina en nokkur hundruð voru viðstödd athöfnina. „Dagurinn sem tekið er við embætti forseta er sigurdagur okkar, sannfærandi og afdrifaríkur. Við kusum ekki bara forseta landsins, við vorum að verja gildi okkar, friðsælt líf okkar, fullveldi og sjálfstæði,“ sagði Lúkasjenka við athöfnina. Blaðamönnum vísað úr landi Í lok ágústmánaðar í fyrra fóru yfirvöld í Hvíta-Rússlandi að vísa erlendum blaðamönnum, sem fjallað höfðu um mótmælin, úr landi. Fimmtíu blaðamenn voru hnepptir í gæsluvarðhald af óeirðalögreglu, þar á meðal sænski fréttaljósmyndarinn Paul Hansen. Hann greindi frá því að honum hafi verið gefinn sólarhringur til að koma sér úr landi og honum tilkynnt að hann mætti ekki snúa aftur næstu fimm árin. Thank you all, for the overwhelming support in both words and action. I will be leaving #Belarus, but I will return and continue to try and tell the people s story. pic.twitter.com/AzOJZYUK0r— paul hansen (@paulhansen64) August 27, 2020 Our two brilliant Belarusian BBC journalists are among a large group who ve been stripped of their accreditation by the Foreign Ministry & deprived of the right to work.Ministry says it follows a commission mtg on security in the information sphere This is another level.— Sarah Rainsford (@sarahrainsford) August 29, 2020 Þá voru tveir hvítrússneskir blaðamenn breska ríkisútvarpsins sviptir faggildingu sinni, sem BBC gagnrýndi harðlega. Talsmaður ríkisstjórnar Hvíta-Rússlands sagði í kjölfarið að þetta hafi verið gert eftir tillögu frá andhryðjuverkadeild landsins. I condemn the mass detention of over 50 journalists last night in Belarus, including from @BBC, local & international media. This was a blatant attempt to interfere with objective & honest reporting. The Belarusian authorities must stop targeting journalists & #defendmediafreedom— Dominic Raab (@DominicRaab) August 28, 2020 Íslenskur fréttaljósmyndari lenti í hremmingum á flugvellinum í Mínsk Íslenskur fréttaljósmyndari var einn þeirra sem lenti í hremmingum í Hvíta-Rússlandi en hann var á leið til landsins ásamt dönskum blaðamanni þann 28. ágúst í fyrra. Ólafur Steinar Gestsson, fréttaljósmyndari, og félagi hans Frederik Tillitz voru staddir á flugvellinum í Mínsk þegar Frederik var handtekinn í vegabréfaeftirlitinu. Á þessum tíma var búið að loka fyrir það að blaðamenn kæmust inn í landið á blaðamannapassa sínum þannig að þeir gripu til þess ráðs að reyna að komast inn í landið á túristavísa. Félagarnir höfðu pantað sér sérstaklega dvöl á heilsuhóteli til að villa um fyrir landamæravörðum en allt kom fyrir ekki. Ólafur Steinar komst sjálfur í gegn um landamæraeftirlitið en Frederik var gripinn og yfirheyrður svo klukkustundum skipti. Lögreglan á vellinum lagði hald á farsímann hans og leituðu þar að hvítrússneskum tengiliðum. Frederik hafði eytt öllum slíkum upplýsingum úr símanum, til að koma ekki upp um heimildarmenn sína, en lögreglan náði, að hennar sögn, að rekja símtöl úr farsíma Frederiks til símanúmera sem skráð voru í Hvíta-Rússlandi. Frederik var leiddur inn í þar til gert rými á flugvellinum hvar menn voru hafðir í haldi. Þegar þangað var komið gripu landamæraverðirnir á það ráð að leita að nafni hans á Google og sáu þar grein um Hvíta-Rússland sem Frederik hafði skrifað vikuna áður og komust þar með að því að hann væri blaðamaður. Á meðan beið Ólafur Steinar á kaffihúsi á flugvellinum og blessunarlega hafði Frederik fengið símann sinn og fartölvu aftur í hendurnar. Þannig gat hann látið Ólaf Steinar látið vita af stöðunni og Ólafur tók að leita að flugferðum aftur til Póllands. Hann keypti farmiða með næstu flugvél til Póllands og Frederik var fylgt af lögreglu upp í flugvél. Lögreglunni heimilt að nota banvæn vopn Tveimur mánuðum eftir að mótmælin hófust, eftir að hundruð höfðu verið handtekin og fjöldi fallið, fékk lögreglan í Hvíta-Rússlandi heimild til að nota banvæn vopn gegn mótmælendum sem krefjast afsagnar forsetans. Ákvörðunin var að sögn heimildarmanns breska ríkisútvarpsins tekin vegna hópa mótmælenda sem voru orðnir róttækir og ofbeldisfullir. Haft var eftir Gennady Kasakevíts, staðgengli innanríkisráðherra, þegar vopnin voru heimiluð að mótmælendur væru orðnir skipulagðir og mjög róttækir. „Þetta hefur ekkert með borgaraleg mótmæli að gera. Við mætum ekki bara árásarhneigðum [mótmælendum], heldur hópum vígamanna, róttæklinga, anarkista og fótboltabulla,“ sagði hann í myndbandsyfirlýsingu. Að hans sögn höfðu mótmælendur kastað steinum og flöskum og haft hnífa við hönd. Þeir hafi jafnframt sett upp vegatálma og kveikt í dekkjum. Því væri beiting banvænna vopna heimiluð. Evrópuríki ósátt með stöðuna Strax á upphafsdögum mótmælabylgjunnar sem átti eftir að skekja landið voru erlend stórveldi farin að tala um að beita Hvíta-Rússland viðskiptaþvingunum vegna framkvæmdar kosninganna. Utanríkisráðherrar ESB komu saman til að ræða málið viku eftir að mótmælin hófust. Leiðtogaráð Evrópusambandsins boðaði til neyðarfundar strax um miðjan ágúst í fyrra vegna ástandsins í Hvíta-Rússlandi. Bæði Evrópusambandið og Bandaríkin lýstu efasemdum strax frá upphafi um niðurstöður forsetakosninganna og gagnrýndu framkvæmd kosninganna harðlega. Óeirðarlögreglan í Mínsk handtekur stjórnarandstæðing.Getty/Natalia Fedosenko Í byrjun október kölluðu Bretar sendiherra sinn í Hvíta-Rússlandi heim vegna þess pólitíska óróa sem ríkt hafði í landinu. Að sögn utanríkisráðherra Bretlands, Dominic Raab, var ákvörðunin tekin til að sýna samstöðu með Póllandi og Litháen, en stjórnvöld ríkjanna höfðu verið mjög gagnrýnin á Lúkasjenka allt frá upphafi. Lúksjenka hafði svarað þeirri gagnrýni með að vísa 35 erindrekum landanna tveggja úr landi. Sjö önnur Evrópuríki höfðu þegar kallað sendiherra sína heim frá Hvíta-Rússlandi. Um svipað leyti samþykkti Evrópusambandið viðskiptaþvinganir á ráðamenn í Hvíta-Rússlandi en Lúkasjenka var ekki þar á meðal. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, var mjög gagnrýninn á það og taldi forsetann eiga að vera á þeim lista. Hann sagði þvinganirnar engu hafa skilað og því ætti að þyngja róðurinn og láta þær bitna á forsetanum. Hvítrússum vikið úr Júróvisjón Fréttum frá Hvíta-Rússlandi fór fækkandi eftir því sem leið á árið en landið var aftur í brennidepli í mars á þessu ári þegar framlagi Hvít-Rússa í Júróvisjón var hafnað. Framlagið vakti mikla reiði meðal stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi en lagið, sem ber nafnið „Ég skal kenna þér“ var sagt beinn áróður gegn mótmælendum. Hljómsveitin Galasy ZMesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“ hefur ítrekað gert lítið úr mótmælendum og leiðtogum þeirra í lögum sínum. Í laginu má meðal annars finna textabrotið „Ég skal kenna þér að hlýða“. Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér að neðan. Á þessum tíma höfðu mannréttindasamtök sagt að ríkisstjórn Lúkasjenka hafi látið handtaka fleiri en 33 þúsund manns í aðgerðum gegn stjórnarandstæðingum. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hafði þá varað við „neyðarástandi í mannréttindamálum“ í Hvíta-Rússlandi í febrúar 2021. Þann 11. mars tók Samband evrópskra sjónvarpsstöðva ákvörðun um að víkja Hvít-Rússum úr keppni þar sem lagið þætti of pólitískt, þar sem hæðst væri að mótmælum gegn Lúkasjenka. Þann 27. mars var Hvít-Rússum svo endanlega vikið úr keppni en þeir höfðu brugðið á það ráð að senda inn annað lag, sem þótti enn of pólitískt. Handtakan sem breytti öllu Áfram héldu hlutirnir að versna í landinu og ekkert lát var á mótmælum. Blaðamaðurinn og aktívistinn Roman Prótasevíts og kærastan hans Sofía Sapega, voru handtekin eftir að Ryanair- flugvél sem þau voru farþegar í var þvinguð til að lenda í Mínsk þann 23. maí síðastliðinn. Málið vakti hörð viðbrögð víða og leiddi til harðra aðgerða gegn stjórnvöldum í Hvíta-Rússlandi. Prótasevíts var eftirlýstur vegna mótmæla sem hann skipulagði gegn Lúkasjenka á síðasta ári. Farþegaflugvélin var á leið til Litháen frá Aþenu þegar hún var látin lenda í Hvíta-Rússlandi. Í kjölfarið ráðlögðu stjórnvöld í Litháen ríkisborgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum. Farþegar í flugvélinni sögðu að eftir að flugstjóri vélarinnar hafi tilkynnt að lent yrði í Mínsk hafi Prótasevíts verið dauðhræddur og sagst vita að dauðadómur biði hans í Hvíta-Rússlandi. Strax voru uppi miklar áhyggjur að Prótasevíts yrði pyntaður í haldi yfirvalda og þvingaður til að koma fram opinberlega og lofa stjórn Lúkasjenka. Hann kom meðal annars fram í viðtali sem birtist í ríkissjónvarpi Hvíta-Rússlands þar sem hann hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans og sagðist hafa haft ranga skoðun á forsetanum. Þá hefur hann hvatt fólk til að hætta að mótmæla Lúkasjenka. Frá handtökunni hafa stjórnvöld birt myndbönd af parinu þar sem þau játa á sig meinta glæpi og virðast þau hafa verið neydd til þess að lesa upp yfirlýsingarnar. Um miðjan júní kom Prótasevíts opinberlega fram í fyrsta sinn en þar tjáði hann blaðamönnum það að hann hafi ekki verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. „Það er allt í lagi með mig. Enginn barði mig, enginn snerti mig. Ég geri mér grein fyrir þeim skaða sem ég olli, ekki aðeins ríkinu, heldur landinu. Nú vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að bæta úr ástandinu,“ sagði Prótasevíts. Flugbann og viðskiptaþvinganir Mál Prótasevíts vakti eins og áður sagði mikil og hörð viðbrögð víða. Hvítrússneskum flugfélögum var bannað að fljúga í lofthelgi Evrópusambandsins og Bretlands og er það bann enn í gildi. Rússar höfnuðu refsiaðgerðum Evrópuríkjanna og svöruðu í sömu mynt, en Rússar eru nánir bandamenn Lúkasjenka. Flugmálayfirvöld í Rússlandi synjuðu í lok maí flugáætlunum Air France og Austrian Airlines vegna þess að þær sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Í lok maí funduðu utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna um frekari efnahagsþvinganir gegn ríkisstjórn Lúkasjenka og vilja að aðgerðirnar bíti meira á Lúkasjenka persónulega og hans innsta hring. Lagðar voru viðskiptaþvinganir og ferðabönn á hóp hvítrússneskra embættismanna í kjölfarið. Þá hefur Alþjóðaflugmálastofnunin, ICAO, ákveðið að rannsaka atvikið þegar Ryanair-þotan var þvinguð þvinguð til að lenda í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenka hefur haldið því fram að yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafi brugðist við sprengjuhótun sem barst og að þau hafi haft lögmæta ástæðu til að handtaka Prótasevíts. Kallar eftir stuðningi vesturveldanna gegn Lúkasjenka Frá forsetakosningunum hefur Svetlana Tíkanovskaja verið áberandi, enda álitin af mörgum leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Tíkanovskaja tók hratt upp kyndilinn og sagði strax í ágúst í fyrra að hún liti á sig sem táknmynd breytinga. Hún teldi hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar færu fram. „Á meðan á kosningabaráttunni stóð leit ég ekki á sjálfa mig sem stjórnmálamann en ég hvatti sjálfa mig áfram,“ sagði Tíkanovskaja í viðtali sem birtist á Reuters. „Ég sé ekki fyrir mér að vera í stjórnmálum. Ég er ekki stjórnmálamaður.“ Þann 4. september ávarpaði Tíkanovskaja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem hún kallaði eftir aðstoð og þrýstingi á stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi. Rússland er eitt þeirra ríkja sem á fast sæti í ráðinu og hefur reynst Lúkasjenka sterkur bandamaður. Síðan þá hefur Tíkanovskaja ferðast víða og kallað eftir auknum þrýstingi á Lúkasjenka og stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi. Hún hefur meðal annars kallað eftir aðstoð Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Bretlands. „Þrýstingurinn er öflugri þegar þessi ríki vinna saman og við biðlum til Bretlands, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og Úkraínu. Þau verða að vinna saman svo að rödd þeirra verði háværari,“ sagði Tíkanovskaja í samtali við Reuters í vor. Síðan þá hefur hún komið hingað til lands og fundaði hún með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, fyrir mánuði síðan. Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum voru þar efst á baugi. „Í fyrsta lagi erum við að leita að bandamönnum. Síðustu 26 ár hefur ógnarstjórn Lúkasjenkas skemmt öll sambönd við Vesturlönd. Þannig við erum að hugsa um framtíð landsins. Við viljum eignast nýja vini og blása nýju lífi í gömul sambönd,“ sagði Tíkanovskaja í samtali við Vísi að loknum fundinum. Hægt er að horfa á fundinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Ólympíufari fær hæli í Póllandi Þann 2. ágúst síðastliðinn vakti mikla athygli þegar hvítrússneski spretthlauparinn Krystsína Tímanovskaja leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó en hún var stödd í Japan til að keppa á Ólympíuleikunum fyrir heimalandið. Tímanovskaja átti að keppa í 200 metra spretthlaupi þann sama dag en yfirþjálfari hvítrússneska frjálsíþróttaliðsins hafði komið upp á hótelherbergi til hennar 31. júlí og sagt henni að hún þyrfti að fara aftur heim. Hún fengi ekki að keppa fyrir hönd Hvíta-Rússlands í leikunum. Henni var fylgt upp á flugvöll þar sem hún átti að fara um borð í vél, án hennar samþykkis, og halda heim en hún leitaði aðstoðar japönsku lögreglunnar sem kom henni í öruggt skjól. Að hennar sögn var ástæðan sú að hún hafði gagnrýnt þjálfara sína á samskiptaforritinu Telegram, sem hefur verið mikið notað af stjórnarandstöðunni í Hvíta-Rússlandi þar sem ekki er hægt að ritskoða miðilinn, fyrir að hafa skráð hana í 400 metra boðhlaup án hennar vitneskju. Ástæðan var sú, samkvæmt henni, að liðsmenn höfðu ekki keppnisréttindi þar sem tilskilin lyfjapróf vantaði. Þjálfararnir neita því hins vegar og segja að andlegt ástand Tímanovskaju hafi verið ástæða þess að hún var tekin úr Ólympíuliðinu. Tímanovskaju var boðið hæli í Póllandi sem hún þáði og fékk hún að halda til í pólska sendiráðinu í Tókýó þar til hún gat snúið aftur til Evrópu. Henni hefur verið veitt dvalarleyfi í Póllandi af mannúðarástæðum og hún sótt um pólitískt hæli þar í landi. Hún er nú komin til Póllands en eiginmaður hennar, Arseni Zhdaveníts, hefur flúið til Úkraínu. Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið hvítrússnesk stjórnvöld um að skila inn skýrslu um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlauparanum. Þjálfarar Tímanovskaju voru þá reknir úr Ólympíuþorpinu þann 6. ágúst og þjálfarapassar þeirra teknir af þeim. Alþjóðaólympíunefndin hefur kallað saman sérstaka nefnd sem mun rannsaka málið og munu þjálfararnir fá tækifæri til að segja sína hlið við rannsóknina. Þá hafa ýmis ríki fordæmt stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi, þar á meðal Bandaríkin en Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði stjórn Lúkasjenka um kúgun. Aðgerðasinni fannst dáinn í almenningsgarði í Úkraínu Þann 3. ágúst síðastliðinn fannst lík aðgerðasinnans Vitaly Sjísjovs hangandi í tré í almenningsgarði í Kænugarði í Úkraínu. Sjísjov fór fyrir hópi sem aðstoðar Hvít-Rússa við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið heimalandið. Vinir Sjísjovs segja að honum hafi verið veitt eftirför undanfarin misseri og telja að hann hafi verið myrtur og vettvangurinn sviðsettur sem sjálfsvíg. Sjísjov var framkvæmdastjóri eins konar áfangahúss í Úkraínu, þar sem Hvít-Rússar geta fengið stuðning við að hefja nýtt líf. Fjöldi fólks hefur flúið frá Hvíta-Rússlandi yfir til Úkraínu undanfarin misseri. Í byrjun júlí brugðust hvítrússnesk stjórnvöld við því með því að loka landamærunum að Úkraínu og sagði Lúkasjenka í yfirlýsingu að ástæðan væri vopnasmygl. Hann sagði öryggissveitir sínar hafa komist á snoðir um leynilega hryðjuverkahópa í Hvíta-Rússlandi, sem njóti stuðnings erlendra afla, sem hafi lagt á ráðin um að fremja valdarán. „Þau hafa farið yfir strikið. Við getum ekki fyrirgefið þeim,“ sagði hann. Þá vill hann meina að vopnin hafi verið flutt til hryðjuverkahópanna fyrir tilstilli stjórnvalda í Þýskalandi, Litháen, Póllandi, Úkraínu og Bandaríkjunum. Ríkin fimm hafi fjármagnað vopnakaupin og -flutninginn. Fangabúðir fyrir stjórnarandstæðinga? Það var svo síðast á fimmtudag sem fréttastofa CNN greindi frá því að stjórnarandstæðingar frá Hvíta-Rússlandi, sem hafa flúið land, telji að búið sé að setja upp sérstakar fangabúðir fyrir stjórnarandstæðingar nærri Mínsk. Fangabúðirnar meintu eru staðsettar um klukkustund utan Mínsk, á stað sem var eldflaugageymsla á tímum Sovétríkjanna. Stjórnarandstæðingar hafa í nokkurn tíma lýst yfir áhyggjum um að stjórn landsins muni grípa til þess ráðs að geyma stjórnarandstæðinga í slíkum búðum. Á myndefni af búðunum sem CNN hefur undir höndum má sjá þrefaldar rafmagnsgirðingar í kring um byggingarnar, nýjar eftirlitsmyndavélar, hermenn um allt og skilti sem á stendur „Aðgangur bannaður“. Fréttastofan hefur enn ekki komist inn fyrir girðingarnar og í frétt CNN segir að ekkert bendi til að þar séu fangar eins og staðan er núna. Íbúar í bænum Novokolosovo, nærri fangabúðunum meintu, eru þó sagðir tala um staðinn sem „búðirnar“. Þá hafa stjórnarandstæðingar bent á að í október í fyrra hafi Mikalay Karpíankú, innanríkisráðherra Hvíta-Rússlands, heyrst segja á upptöku að stofna þyrfti „endurmenntunarbúðir“ fyrir „þrjóska andófsmenn“ svo að hægt væri að umbreyta skoðunum þeirra. Stjórnvöld harðneituðu að Karpíankú hafi nokkurn tíman sagt slíkt og sögðu upptökuna „falskar fréttir“. Hvíta-Rússland Fréttaskýringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent
Alexander Lúkasjenka er forseti landsins og hefur setið á valdastóli frá 20. júlí 1994. Hann er gjarnan kallaður síðasti einræðisherrann í Evrópu en margir vilja meina að Lúkasjenka hafi beitt víðtæku kosningasvindli í forsetakosningunum í fyrra. Lúkasjenka hefur átt skrautlega stjórnmálasögu en sú langa saga verður ekki rakin í þaula hér. Síðastliðið ár hefur ekki síður verið viðburðaríkt og hófust kosningavandræðin í raun þann 19. júní 2020, átta vikum fyrir kosningarnar, þegar lögreglan í Hvíta-Rússlandi handtók helsta andstæðing Lúkasjenkas fyrir kosningarnar, bankamanninn Viktor Babaríkó. Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir fjölda ríkja standa að vopnasmygli til hryðjuverkasamtaka í Hvíta-Rússlandi.Getty/Nikolai Petrov Sá var þann 6. júlí síðastliðinn dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir spillingu, mútuþægni og peningaþvætti. Hann neitaði sök og eru ákærurnar gegn honum almennt taldar hafa átt sér pólitískar rætur. Þrjár konur sameinuðu framboð til að steypa forsetanum af stóli Hann var hins vegar ekki síðasti mótframbjóðandi Lúkasjenkas sem var handtekinn fyrir kosningarnar. Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningarnar. Var andstaðan við Lúkasjenka sögð sú mesta í fleiri ár vegna gremju almennings yfir efnahagsþrengingum, stöðu mannréttindamála og afneitun forsetans á alvarleika kórónuveirufaraldursins. Lúkasjenka greip því til drastískra aðgerða. Allir helstu andstæðingar hans voru handteknir, þar á meðal Sergei Tíkanovskí og Valery Tsepkaló. Það leið þó ekki á löngu þar til sterkari andstæðingar stigu fram í kastljósið. Svetlana Tíkanovskaja, eiginkona Sergeis Tíkanovskís, reyndist Lúkasjenka hörð í horn að taka en hún tilkynnti framboð sitt til forseta í lok júlí í fyrra, aðeins tveimur vikum fyrir kosningar. Hún stóð þó ekki ein heldur gengu þær Veronika Tsepkaló, eiginkona Valerys Tsepkaló, og María Kólesníkóva, kosningastjóri Barbaríkós, til liðs við Tíkanovskaju. „Einræðisherrann“ með 80 prósent atkvæða? Þremenningarnir nutu mikilla vinsælda og telja margir að Tíkanovskaja hafi verið raunverulegur sigurvegari forsetakosninganna. Forsetakosningarnar voru harðlega gagnrýndar af alþjóðlegum eftirlitsaðilum sem fengu hvergi nálægt kosningunum að koma. Niðurstaðan var þó afgerandi, alla vega samkvæmt yfirkjörstjórn landsins. Lúkasjenka hlaut 80 prósent atkvæða og Tíkanovskaja 10 prósent. Þannig fór um sjóferð þá. Eða hvað? Eldri kona talar við óeirðarlögreglumenn í Mínsk.EPA-EFE/STRINGER Um leið og niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninga voru birtar fór allt í bál og brand. Þúsundir andstæðinga forsetans leituðu á götur út og fóru að mótmæla. Morguninn eftir höfðu hundruð verið handtekin. Og mótmælin héldu áfram. Strax daginn eftir gripu öryggissveitir til harðra aðgerða gegn mótmælendum. Táragasi var skotið að þeim og kylfum beitt í átökunum. Fregnir bárust jafnvel af skothríð og fjöldahandtökum. Yfirvöld gripu til þess ráðs að loka á Internetið til að koma í veg fyrir að fleiri bættust í hóp mótmælenda. En það gekk ekki eftir. Taldi sig hafa fengið meirihluta atkvæða og flúði land Daginn eftir kosningarnar, þann 10. ágúst, leitaði Tíkanovskaja til yfirkjörstjórnar Hvíta-Rússlands til að leggja fram formleg mótmæli vegna framkvæmdar kosninganna og vildi meina að þau atkvæði sem rétt hefðu verið talin gæfu til kynna að hún hafi fengið stuðning sextíu til sjötíu prósenta kjósenda. Þar var hún handtekin og var í haldi í sjö klukkustundir. Svetlana Tíkanovskaja, bauð sig fram til forseta Hvíta-Rússlands í fyrra. Hún er nú í útlegð í Litháen.AP/Mindaugas Kulbis Eftir að henni var sleppt úr haldi birtist myndband af henni í ríkissjónvarpi landsins, sem hafði verið tekið þegar hún var í haldi. Í myndbandinu sagði hún stuðningsmönnum sínum og mótmælendum að fara eftir lögum. Bandamenn hennar vildu þó meina að hún hafi verið þvinguð til að flytja þá ræðu. Að kvöldi 10. ágúst flúði Tíkanovskaja svo land. Hún flúði yfir til Litháen en hún hafði þegar sent börnin sín til landsins í aðdraganda kosninganna. Daginn eftir sendi hún frá sér myndband þar sem hún sagðist ekki jafn sterk og hún hafði vonast til. Mótmælendur pyntaðir og framganga yfirvalda gagnrýnd Á meðan varð ekkert lát á mótmælunum. Tveir létust í haldi lögreglunnar á fyrstu fjórum dögum mótmælanna. Lögreglan beitti mótmælendur engum vettlingatökum frá fyrsta degi. Táragasi, kylfum og jafnvel byssukúlum hafði verið beitt gegn þeim. Það leið ekki á löngu þar til alþjóðastofnanir voru farnar að fordæma aðförina gegn almenningi. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna fordæmdi ofbeldisfullar aðgerðir stjórnvalda og hafði stofnuninni þá þegar, fjórum dögum eftir kosningarnar, borist fregnir af því að lögreglan hefði skotið gúmmíkúlum inn í mótmælendahópa og sprautað vatni. Þá hafi hún einnig kastað handsprengjum, til þess gerðar að rota einstaklinga. Þann 13. ágúst höfðu ríflega sex þúsund mótmælendur verið handteknir af lögreglu, þar á meðal börn. Tvö hundruð höfðu særst í átökunum og sumir alvarlega. Þá hafði verið ráðist á fréttamenn á vegum breska ríkisútvarpsins. Michelle Bachelet, yfirmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir að um fjöldahandtökur væri að ræða, sem er brot á alþjóðlegum mannréttindastöðlum. Stuttu síðar fóru að berast fregnir þess efnis að mótmælendur hafi verið pyntaðir í haldi lögreglu. Artem Pronin, mótmælandi, sýnir áverka sem hann segist hafa hlotið í haldi lögreglu.EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH „Þar til þið drepið mig verða ekki aðrar kosningar“ Mótmælendur dóu ekki ráðalausir og boðuðu til verkfalla viku eftir forsetakosningarnar til að krefjast afsagnar forsetans. Þá var mikil mótmælahelgi nýstaðin yfir en talið er að meira en 100 þúsund manns hafi safnast saman í Mínsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. Lúkasjenka var þó ekki af baki dottinn og sagði sama dag, þann 17. ágúst, að ekki verði haldnar aðrar kosningar í landinu fyrr en hann yrði drepinn. „Þar til þið drepið mig verða ekki aðrar kosningar,“ sagði forsetinn í ræðu sem hann hélt fyrir utan verksmiðju í Mínsk. Ræðan endaði þó snögglega enda höfðu þúsundir mótmælenda komið saman, sem kölluðu að forsetanum og sögðu honum að fara. Lukashenka: "thank you, my statement is over, I'm leaving, now you can chant go away"People: "go away! go away!" via @nexta_tv pic.twitter.com/EDwMMawzQi— Liveuamap (@Liveuamap) August 17, 2020 Lúkasjenka hafði greinilega fengið nóg og sakaði stjórnarandstöðu landsins um tilraun til valdaráns daginn eftir. Hin meinta valdaránstilraun var stofnun ráðs sem Tíkanovskaja kom á fót og er skipað 35 einstaklingum. Ráðinu er ætlað að skipuleggja næstu skref í aðgerðum stjórnarandstæðinga gegn Lúkasjenka. 40 kílómetra mannleg keðja til stuðnings mótmælendum Daginn eftir, þann 19. ágúst, fyrirskipaði Lúkasjenka að mótmælaaldan skyldi kveðin niður með snarhasti. Þegar það gekk ekki eftir greip hann til þvingana og sagðist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafi mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna og reka þá sem höfðu tekið þátt í mótmælum. Litháar mynduðu í ágúst í fyrra fjörutíu kílómetra mannlega keðju að landamærum Hvíta-Rússlands. Sjá má á myndunum að margir halda á hvítum og rauðum fána sem er merki hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar.Getty/Arturas Morozovas En allt kom fyrir ekki. Þrátt fyrir bann forsetans héldu mótmælin áfram. Tugir þúsunda söfnuðust saman í höfuðborginni Mínsk og báru rauða og hvíta fána sem hafa orðið einkennismerki stjórnarandstöðunnar þar í landi. Mótmælendur voru umkringdir öryggissveitum leyniþjónustunnar og mótmælin sögð ólögleg. Á sama tíma fór stuðningur við hvítrússneska mótmælendur að aukast og þann 23. ágúst 2020 mynduðu 50 þúsund manns mannlega keðju frá Vilníus í Litháen að landamærum Hvíta-Rússlands. Leiðin er 40 km löng en sambærileg keðja var mynduð árið 1989, sem náði í gegn um Eistland, Lettland og Litháen þegar ríkin börðust fyrir sjálfstæði sínu. Handtekin og ákærð fyrir að yfirgefa ekki landið Stuttu síðar var gripið til enn harðari aðgerða. Hvítrússneska lögreglan fór að hneppa hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar í varðhald. Þar á meðal voru Olga Kóvalkóva og Sergei Dílevskí sem bæði eru meðlimir í stjórnarandstöðuráði Tíkanovskaju. Handtökurnar urðu kveikjan að frekari mótmælum og söfnuðust meira en hundrað þúsund manns saman til að mótmæla handtökunum. Þau voru bæði dæmd í tíu daga fangelsi fyrir að skipuleggja ólögleg mótmæli og greindi Kóvalkóva frá því að hún hafi verið hvött til að flýja til Póllands og henni hafi verið hótað lengri fangelsisdómi yfirgæfi hún ekki landið. Svetlana Tikhanovskaya (f.m.), Veronika Tsepkalo (t.h.) og Maria Kolesnikova (t.v.) vöktu mikla athygli þegar þær sameinuðu framboð sín og telja margir að þær hafi borið sigur úr bítum í forsetakosningunum. AP/Sergei Grits Stuttu síðar, þann 7. september, var María Kólesníkóva, sem tók þátt í framboði Tíkanovskaju, handtekin af yfirvöldum. Einhverjir höfðu orðið vitni að handtökunni sem fór fram í miðborg Mínsk en óeinkennisklæddir menn höfðu gripið hana og ekið með hana burt í smárútu. Kólesníkóva hafði þá ekki aðeins tekið þátt í framboði Tíkanovskaju heldur sat hún í samhæfingarráði stjórnarandstöðunnar. Daginn eftir hvarf Kólesníkóvu greindi hvítrússneskur landamæravörður frá því í samtali við ríkisfjölmiðil Hvíta-Rússlands að hún væri í haldi á landamærunum að Úkraínu. Hún hafi, að hans sögn, reynt að flýja yfir til Úkraínu ásamt tveimur öðrum stjórnarandstæðingum, þeim Anton Ródnenkov og Ivan Kravtsóv, en þeir hafi komist yfir landamærin. Rúmri viku eftir handtökuna var Kólesníkóva ákærð fyrir að hvetja til undirróðurs gegn hvítrússneskum yfirvöldum. Hún var þá sögð hafa rifið vegabréf sitt í sundur þegar yfirvöld reyndu að vísa henni úr landi til Úkraínu. Henni hafi þá verið hótað fangelsisvist færi hún ekki úr landi. Hér má sjá hóp kvenna standa í vegi fyrir lögreglubíl í september í fyrra.EPA-EFE/STR Í kjölfarið brutust út mikil mótmæli vegna handtöku Kólesníkóvu og voru tæplega fimmtíu mótmælendur handteknir. Meirihluti þeirra voru konur en talið er að fimm þúsund hafi mótmælt handtökunni. Sakaði NATO um að vilja koma nýjum forseta til valda Lúkasjenka varð með hverjum deginum sem leið kvíðnari yfir viðbrögðum erlendis. Undir lok ágúst í fyrra fór hann að halda því fram að óvinaþjóðir söfnuðu saman herafla við landamæri Hvíta-Rússlands. Hermenn frá Póllandi og Litháen væru, að hans sögn, að undirbúa innrás í landið og að Atlantshafsbandalagið beitti sér fyrir því að koma Lúkasjenkó frá völdum og nýjum forseta á stól. Bandalagið þvertók fyrir þessar ásakanir. Ekkert væri til í staðhæfingu Lúkasjenkas. „Við erum engin ógn við Hvíta-Rússland eða nokkurt land og erum ekki að safna saman herliði á þessu svæði,“ sagði í svari bandalagsins við ásökunum hvítrússneska forsetans og var hann einnig hvattur til að virða mannréttindi borgara sinna. Þann 23. september 2020 var boðað til óvæntrar innsetningarathafnar þar sem Lúkasjenka sór loks embættiseið til síns sjötta kjörtímabils. Engin tilkynning var send út um athöfnina en nokkur hundruð voru viðstödd athöfnina. „Dagurinn sem tekið er við embætti forseta er sigurdagur okkar, sannfærandi og afdrifaríkur. Við kusum ekki bara forseta landsins, við vorum að verja gildi okkar, friðsælt líf okkar, fullveldi og sjálfstæði,“ sagði Lúkasjenka við athöfnina. Blaðamönnum vísað úr landi Í lok ágústmánaðar í fyrra fóru yfirvöld í Hvíta-Rússlandi að vísa erlendum blaðamönnum, sem fjallað höfðu um mótmælin, úr landi. Fimmtíu blaðamenn voru hnepptir í gæsluvarðhald af óeirðalögreglu, þar á meðal sænski fréttaljósmyndarinn Paul Hansen. Hann greindi frá því að honum hafi verið gefinn sólarhringur til að koma sér úr landi og honum tilkynnt að hann mætti ekki snúa aftur næstu fimm árin. Thank you all, for the overwhelming support in both words and action. I will be leaving #Belarus, but I will return and continue to try and tell the people s story. pic.twitter.com/AzOJZYUK0r— paul hansen (@paulhansen64) August 27, 2020 Our two brilliant Belarusian BBC journalists are among a large group who ve been stripped of their accreditation by the Foreign Ministry & deprived of the right to work.Ministry says it follows a commission mtg on security in the information sphere This is another level.— Sarah Rainsford (@sarahrainsford) August 29, 2020 Þá voru tveir hvítrússneskir blaðamenn breska ríkisútvarpsins sviptir faggildingu sinni, sem BBC gagnrýndi harðlega. Talsmaður ríkisstjórnar Hvíta-Rússlands sagði í kjölfarið að þetta hafi verið gert eftir tillögu frá andhryðjuverkadeild landsins. I condemn the mass detention of over 50 journalists last night in Belarus, including from @BBC, local & international media. This was a blatant attempt to interfere with objective & honest reporting. The Belarusian authorities must stop targeting journalists & #defendmediafreedom— Dominic Raab (@DominicRaab) August 28, 2020 Íslenskur fréttaljósmyndari lenti í hremmingum á flugvellinum í Mínsk Íslenskur fréttaljósmyndari var einn þeirra sem lenti í hremmingum í Hvíta-Rússlandi en hann var á leið til landsins ásamt dönskum blaðamanni þann 28. ágúst í fyrra. Ólafur Steinar Gestsson, fréttaljósmyndari, og félagi hans Frederik Tillitz voru staddir á flugvellinum í Mínsk þegar Frederik var handtekinn í vegabréfaeftirlitinu. Á þessum tíma var búið að loka fyrir það að blaðamenn kæmust inn í landið á blaðamannapassa sínum þannig að þeir gripu til þess ráðs að reyna að komast inn í landið á túristavísa. Félagarnir höfðu pantað sér sérstaklega dvöl á heilsuhóteli til að villa um fyrir landamæravörðum en allt kom fyrir ekki. Ólafur Steinar komst sjálfur í gegn um landamæraeftirlitið en Frederik var gripinn og yfirheyrður svo klukkustundum skipti. Lögreglan á vellinum lagði hald á farsímann hans og leituðu þar að hvítrússneskum tengiliðum. Frederik hafði eytt öllum slíkum upplýsingum úr símanum, til að koma ekki upp um heimildarmenn sína, en lögreglan náði, að hennar sögn, að rekja símtöl úr farsíma Frederiks til símanúmera sem skráð voru í Hvíta-Rússlandi. Frederik var leiddur inn í þar til gert rými á flugvellinum hvar menn voru hafðir í haldi. Þegar þangað var komið gripu landamæraverðirnir á það ráð að leita að nafni hans á Google og sáu þar grein um Hvíta-Rússland sem Frederik hafði skrifað vikuna áður og komust þar með að því að hann væri blaðamaður. Á meðan beið Ólafur Steinar á kaffihúsi á flugvellinum og blessunarlega hafði Frederik fengið símann sinn og fartölvu aftur í hendurnar. Þannig gat hann látið Ólaf Steinar látið vita af stöðunni og Ólafur tók að leita að flugferðum aftur til Póllands. Hann keypti farmiða með næstu flugvél til Póllands og Frederik var fylgt af lögreglu upp í flugvél. Lögreglunni heimilt að nota banvæn vopn Tveimur mánuðum eftir að mótmælin hófust, eftir að hundruð höfðu verið handtekin og fjöldi fallið, fékk lögreglan í Hvíta-Rússlandi heimild til að nota banvæn vopn gegn mótmælendum sem krefjast afsagnar forsetans. Ákvörðunin var að sögn heimildarmanns breska ríkisútvarpsins tekin vegna hópa mótmælenda sem voru orðnir róttækir og ofbeldisfullir. Haft var eftir Gennady Kasakevíts, staðgengli innanríkisráðherra, þegar vopnin voru heimiluð að mótmælendur væru orðnir skipulagðir og mjög róttækir. „Þetta hefur ekkert með borgaraleg mótmæli að gera. Við mætum ekki bara árásarhneigðum [mótmælendum], heldur hópum vígamanna, róttæklinga, anarkista og fótboltabulla,“ sagði hann í myndbandsyfirlýsingu. Að hans sögn höfðu mótmælendur kastað steinum og flöskum og haft hnífa við hönd. Þeir hafi jafnframt sett upp vegatálma og kveikt í dekkjum. Því væri beiting banvænna vopna heimiluð. Evrópuríki ósátt með stöðuna Strax á upphafsdögum mótmælabylgjunnar sem átti eftir að skekja landið voru erlend stórveldi farin að tala um að beita Hvíta-Rússland viðskiptaþvingunum vegna framkvæmdar kosninganna. Utanríkisráðherrar ESB komu saman til að ræða málið viku eftir að mótmælin hófust. Leiðtogaráð Evrópusambandsins boðaði til neyðarfundar strax um miðjan ágúst í fyrra vegna ástandsins í Hvíta-Rússlandi. Bæði Evrópusambandið og Bandaríkin lýstu efasemdum strax frá upphafi um niðurstöður forsetakosninganna og gagnrýndu framkvæmd kosninganna harðlega. Óeirðarlögreglan í Mínsk handtekur stjórnarandstæðing.Getty/Natalia Fedosenko Í byrjun október kölluðu Bretar sendiherra sinn í Hvíta-Rússlandi heim vegna þess pólitíska óróa sem ríkt hafði í landinu. Að sögn utanríkisráðherra Bretlands, Dominic Raab, var ákvörðunin tekin til að sýna samstöðu með Póllandi og Litháen, en stjórnvöld ríkjanna höfðu verið mjög gagnrýnin á Lúkasjenka allt frá upphafi. Lúksjenka hafði svarað þeirri gagnrýni með að vísa 35 erindrekum landanna tveggja úr landi. Sjö önnur Evrópuríki höfðu þegar kallað sendiherra sína heim frá Hvíta-Rússlandi. Um svipað leyti samþykkti Evrópusambandið viðskiptaþvinganir á ráðamenn í Hvíta-Rússlandi en Lúkasjenka var ekki þar á meðal. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, var mjög gagnrýninn á það og taldi forsetann eiga að vera á þeim lista. Hann sagði þvinganirnar engu hafa skilað og því ætti að þyngja róðurinn og láta þær bitna á forsetanum. Hvítrússum vikið úr Júróvisjón Fréttum frá Hvíta-Rússlandi fór fækkandi eftir því sem leið á árið en landið var aftur í brennidepli í mars á þessu ári þegar framlagi Hvít-Rússa í Júróvisjón var hafnað. Framlagið vakti mikla reiði meðal stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi en lagið, sem ber nafnið „Ég skal kenna þér“ var sagt beinn áróður gegn mótmælendum. Hljómsveitin Galasy ZMesta, sem gæti útlagst sem „Rödd skynseminnar“ hefur ítrekað gert lítið úr mótmælendum og leiðtogum þeirra í lögum sínum. Í laginu má meðal annars finna textabrotið „Ég skal kenna þér að hlýða“. Hægt er að hlusta á lagið í spilaranum hér að neðan. Á þessum tíma höfðu mannréttindasamtök sagt að ríkisstjórn Lúkasjenka hafi látið handtaka fleiri en 33 þúsund manns í aðgerðum gegn stjórnarandstæðingum. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hafði þá varað við „neyðarástandi í mannréttindamálum“ í Hvíta-Rússlandi í febrúar 2021. Þann 11. mars tók Samband evrópskra sjónvarpsstöðva ákvörðun um að víkja Hvít-Rússum úr keppni þar sem lagið þætti of pólitískt, þar sem hæðst væri að mótmælum gegn Lúkasjenka. Þann 27. mars var Hvít-Rússum svo endanlega vikið úr keppni en þeir höfðu brugðið á það ráð að senda inn annað lag, sem þótti enn of pólitískt. Handtakan sem breytti öllu Áfram héldu hlutirnir að versna í landinu og ekkert lát var á mótmælum. Blaðamaðurinn og aktívistinn Roman Prótasevíts og kærastan hans Sofía Sapega, voru handtekin eftir að Ryanair- flugvél sem þau voru farþegar í var þvinguð til að lenda í Mínsk þann 23. maí síðastliðinn. Málið vakti hörð viðbrögð víða og leiddi til harðra aðgerða gegn stjórnvöldum í Hvíta-Rússlandi. Prótasevíts var eftirlýstur vegna mótmæla sem hann skipulagði gegn Lúkasjenka á síðasta ári. Farþegaflugvélin var á leið til Litháen frá Aþenu þegar hún var látin lenda í Hvíta-Rússlandi. Í kjölfarið ráðlögðu stjórnvöld í Litháen ríkisborgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum. Farþegar í flugvélinni sögðu að eftir að flugstjóri vélarinnar hafi tilkynnt að lent yrði í Mínsk hafi Prótasevíts verið dauðhræddur og sagst vita að dauðadómur biði hans í Hvíta-Rússlandi. Strax voru uppi miklar áhyggjur að Prótasevíts yrði pyntaður í haldi yfirvalda og þvingaður til að koma fram opinberlega og lofa stjórn Lúkasjenka. Hann kom meðal annars fram í viðtali sem birtist í ríkissjónvarpi Hvíta-Rússlands þar sem hann hrósaði Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans og sagðist hafa haft ranga skoðun á forsetanum. Þá hefur hann hvatt fólk til að hætta að mótmæla Lúkasjenka. Frá handtökunni hafa stjórnvöld birt myndbönd af parinu þar sem þau játa á sig meinta glæpi og virðast þau hafa verið neydd til þess að lesa upp yfirlýsingarnar. Um miðjan júní kom Prótasevíts opinberlega fram í fyrsta sinn en þar tjáði hann blaðamönnum það að hann hafi ekki verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. „Það er allt í lagi með mig. Enginn barði mig, enginn snerti mig. Ég geri mér grein fyrir þeim skaða sem ég olli, ekki aðeins ríkinu, heldur landinu. Nú vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að bæta úr ástandinu,“ sagði Prótasevíts. Flugbann og viðskiptaþvinganir Mál Prótasevíts vakti eins og áður sagði mikil og hörð viðbrögð víða. Hvítrússneskum flugfélögum var bannað að fljúga í lofthelgi Evrópusambandsins og Bretlands og er það bann enn í gildi. Rússar höfnuðu refsiaðgerðum Evrópuríkjanna og svöruðu í sömu mynt, en Rússar eru nánir bandamenn Lúkasjenka. Flugmálayfirvöld í Rússlandi synjuðu í lok maí flugáætlunum Air France og Austrian Airlines vegna þess að þær sneiddu hjá Hvíta-Rússlandi. Í lok maí funduðu utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna um frekari efnahagsþvinganir gegn ríkisstjórn Lúkasjenka og vilja að aðgerðirnar bíti meira á Lúkasjenka persónulega og hans innsta hring. Lagðar voru viðskiptaþvinganir og ferðabönn á hóp hvítrússneskra embættismanna í kjölfarið. Þá hefur Alþjóðaflugmálastofnunin, ICAO, ákveðið að rannsaka atvikið þegar Ryanair-þotan var þvinguð þvinguð til að lenda í Hvíta-Rússlandi. Lúkasjenka hefur haldið því fram að yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafi brugðist við sprengjuhótun sem barst og að þau hafi haft lögmæta ástæðu til að handtaka Prótasevíts. Kallar eftir stuðningi vesturveldanna gegn Lúkasjenka Frá forsetakosningunum hefur Svetlana Tíkanovskaja verið áberandi, enda álitin af mörgum leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Tíkanovskaja tók hratt upp kyndilinn og sagði strax í ágúst í fyrra að hún liti á sig sem táknmynd breytinga. Hún teldi hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar færu fram. „Á meðan á kosningabaráttunni stóð leit ég ekki á sjálfa mig sem stjórnmálamann en ég hvatti sjálfa mig áfram,“ sagði Tíkanovskaja í viðtali sem birtist á Reuters. „Ég sé ekki fyrir mér að vera í stjórnmálum. Ég er ekki stjórnmálamaður.“ Þann 4. september ávarpaði Tíkanovskaja Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem hún kallaði eftir aðstoð og þrýstingi á stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi. Rússland er eitt þeirra ríkja sem á fast sæti í ráðinu og hefur reynst Lúkasjenka sterkur bandamaður. Síðan þá hefur Tíkanovskaja ferðast víða og kallað eftir auknum þrýstingi á Lúkasjenka og stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi. Hún hefur meðal annars kallað eftir aðstoð Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Bretlands. „Þrýstingurinn er öflugri þegar þessi ríki vinna saman og við biðlum til Bretlands, Bandaríkjanna, Evrópusambandsins og Úkraínu. Þau verða að vinna saman svo að rödd þeirra verði háværari,“ sagði Tíkanovskaja í samtali við Reuters í vor. Síðan þá hefur hún komið hingað til lands og fundaði hún með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, fyrir mánuði síðan. Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum voru þar efst á baugi. „Í fyrsta lagi erum við að leita að bandamönnum. Síðustu 26 ár hefur ógnarstjórn Lúkasjenkas skemmt öll sambönd við Vesturlönd. Þannig við erum að hugsa um framtíð landsins. Við viljum eignast nýja vini og blása nýju lífi í gömul sambönd,“ sagði Tíkanovskaja í samtali við Vísi að loknum fundinum. Hægt er að horfa á fundinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Ólympíufari fær hæli í Póllandi Þann 2. ágúst síðastliðinn vakti mikla athygli þegar hvítrússneski spretthlauparinn Krystsína Tímanovskaja leitaði skjóls í pólska sendiráðinu í Tókýó en hún var stödd í Japan til að keppa á Ólympíuleikunum fyrir heimalandið. Tímanovskaja átti að keppa í 200 metra spretthlaupi þann sama dag en yfirþjálfari hvítrússneska frjálsíþróttaliðsins hafði komið upp á hótelherbergi til hennar 31. júlí og sagt henni að hún þyrfti að fara aftur heim. Hún fengi ekki að keppa fyrir hönd Hvíta-Rússlands í leikunum. Henni var fylgt upp á flugvöll þar sem hún átti að fara um borð í vél, án hennar samþykkis, og halda heim en hún leitaði aðstoðar japönsku lögreglunnar sem kom henni í öruggt skjól. Að hennar sögn var ástæðan sú að hún hafði gagnrýnt þjálfara sína á samskiptaforritinu Telegram, sem hefur verið mikið notað af stjórnarandstöðunni í Hvíta-Rússlandi þar sem ekki er hægt að ritskoða miðilinn, fyrir að hafa skráð hana í 400 metra boðhlaup án hennar vitneskju. Ástæðan var sú, samkvæmt henni, að liðsmenn höfðu ekki keppnisréttindi þar sem tilskilin lyfjapróf vantaði. Þjálfararnir neita því hins vegar og segja að andlegt ástand Tímanovskaju hafi verið ástæða þess að hún var tekin úr Ólympíuliðinu. Tímanovskaju var boðið hæli í Póllandi sem hún þáði og fékk hún að halda til í pólska sendiráðinu í Tókýó þar til hún gat snúið aftur til Evrópu. Henni hefur verið veitt dvalarleyfi í Póllandi af mannúðarástæðum og hún sótt um pólitískt hæli þar í landi. Hún er nú komin til Póllands en eiginmaður hennar, Arseni Zhdaveníts, hefur flúið til Úkraínu. Alþjóðaólympíunefndin hefur krafið hvítrússnesk stjórnvöld um að skila inn skýrslu um meðferð hvítrússneska Ólympíuliðsins á spretthlauparanum. Þjálfarar Tímanovskaju voru þá reknir úr Ólympíuþorpinu þann 6. ágúst og þjálfarapassar þeirra teknir af þeim. Alþjóðaólympíunefndin hefur kallað saman sérstaka nefnd sem mun rannsaka málið og munu þjálfararnir fá tækifæri til að segja sína hlið við rannsóknina. Þá hafa ýmis ríki fordæmt stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi, þar á meðal Bandaríkin en Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði stjórn Lúkasjenka um kúgun. Aðgerðasinni fannst dáinn í almenningsgarði í Úkraínu Þann 3. ágúst síðastliðinn fannst lík aðgerðasinnans Vitaly Sjísjovs hangandi í tré í almenningsgarði í Kænugarði í Úkraínu. Sjísjov fór fyrir hópi sem aðstoðar Hvít-Rússa við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið heimalandið. Vinir Sjísjovs segja að honum hafi verið veitt eftirför undanfarin misseri og telja að hann hafi verið myrtur og vettvangurinn sviðsettur sem sjálfsvíg. Sjísjov var framkvæmdastjóri eins konar áfangahúss í Úkraínu, þar sem Hvít-Rússar geta fengið stuðning við að hefja nýtt líf. Fjöldi fólks hefur flúið frá Hvíta-Rússlandi yfir til Úkraínu undanfarin misseri. Í byrjun júlí brugðust hvítrússnesk stjórnvöld við því með því að loka landamærunum að Úkraínu og sagði Lúkasjenka í yfirlýsingu að ástæðan væri vopnasmygl. Hann sagði öryggissveitir sínar hafa komist á snoðir um leynilega hryðjuverkahópa í Hvíta-Rússlandi, sem njóti stuðnings erlendra afla, sem hafi lagt á ráðin um að fremja valdarán. „Þau hafa farið yfir strikið. Við getum ekki fyrirgefið þeim,“ sagði hann. Þá vill hann meina að vopnin hafi verið flutt til hryðjuverkahópanna fyrir tilstilli stjórnvalda í Þýskalandi, Litháen, Póllandi, Úkraínu og Bandaríkjunum. Ríkin fimm hafi fjármagnað vopnakaupin og -flutninginn. Fangabúðir fyrir stjórnarandstæðinga? Það var svo síðast á fimmtudag sem fréttastofa CNN greindi frá því að stjórnarandstæðingar frá Hvíta-Rússlandi, sem hafa flúið land, telji að búið sé að setja upp sérstakar fangabúðir fyrir stjórnarandstæðingar nærri Mínsk. Fangabúðirnar meintu eru staðsettar um klukkustund utan Mínsk, á stað sem var eldflaugageymsla á tímum Sovétríkjanna. Stjórnarandstæðingar hafa í nokkurn tíma lýst yfir áhyggjum um að stjórn landsins muni grípa til þess ráðs að geyma stjórnarandstæðinga í slíkum búðum. Á myndefni af búðunum sem CNN hefur undir höndum má sjá þrefaldar rafmagnsgirðingar í kring um byggingarnar, nýjar eftirlitsmyndavélar, hermenn um allt og skilti sem á stendur „Aðgangur bannaður“. Fréttastofan hefur enn ekki komist inn fyrir girðingarnar og í frétt CNN segir að ekkert bendi til að þar séu fangar eins og staðan er núna. Íbúar í bænum Novokolosovo, nærri fangabúðunum meintu, eru þó sagðir tala um staðinn sem „búðirnar“. Þá hafa stjórnarandstæðingar bent á að í október í fyrra hafi Mikalay Karpíankú, innanríkisráðherra Hvíta-Rússlands, heyrst segja á upptöku að stofna þyrfti „endurmenntunarbúðir“ fyrir „þrjóska andófsmenn“ svo að hægt væri að umbreyta skoðunum þeirra. Stjórnvöld harðneituðu að Karpíankú hafi nokkurn tíman sagt slíkt og sögðu upptökuna „falskar fréttir“.