Hlynur Bergsson og Hulda Clara Gestsdóttir í forystu eftir fyrsta dag Íslandsmótsins í golfi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. ágúst 2021 22:02 Hlynur Bergsson jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli í dag. GSÍMYNDIR/SETH Hlynur Bergsson úr GKG er í forystu karlameginn eftir fyrsta daginn á Íslandsmótinu í golfi eftir frábæran hring þar sem hann jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli. Hulda Clara Gestsdóttir, einnig úr GKG, leiðir í kvennaflokki. Hlynur átti frábæran dag þar sem hann lék á 66 höggum, eða fimm höggum undir pari. Hann lék fyrri níu á tveim höggum undir pari, en á seinni níu náði hann sér í fjóra fugla, þar af þrjá á seinustu fjórum holunum. Hann er þrem höggum á undan næstu mönnum, en Jóhannes Guðmundsson úr GR, Rúnar Arnórsson úr GK og Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR eru allir á tveimur höggum undir pari. Fyrri níu voru kaflaskiptar hjá Huldu þar sem hún náði sér í þrjá fugla, einn tvöfaldan skolla og einn þrefaldan. Hún spilaði seinni níu þó mun betur þar sem hún fékk aðeins einn skolla og fjóra fugla. Hulda lék því samtals á 70 höggum, eða einu höggi undir pari. Anna Júlía Ólafsdóttir úr GKG og Helga Signý Pálsdóttir úr GR eru sem stendur í öðru sæti, tveimur höggum á eftir Huldu. Golf Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hlynur átti frábæran dag þar sem hann lék á 66 höggum, eða fimm höggum undir pari. Hann lék fyrri níu á tveim höggum undir pari, en á seinni níu náði hann sér í fjóra fugla, þar af þrjá á seinustu fjórum holunum. Hann er þrem höggum á undan næstu mönnum, en Jóhannes Guðmundsson úr GR, Rúnar Arnórsson úr GK og Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR eru allir á tveimur höggum undir pari. Fyrri níu voru kaflaskiptar hjá Huldu þar sem hún náði sér í þrjá fugla, einn tvöfaldan skolla og einn þrefaldan. Hún spilaði seinni níu þó mun betur þar sem hún fékk aðeins einn skolla og fjóra fugla. Hulda lék því samtals á 70 höggum, eða einu höggi undir pari. Anna Júlía Ólafsdóttir úr GKG og Helga Signý Pálsdóttir úr GR eru sem stendur í öðru sæti, tveimur höggum á eftir Huldu.
Golf Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira