Umfjöllun og viðtöl: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri Sverrir Már Smárason skrifar 8. ágúst 2021 22:28 ÍA heldur í vonina um sæti í Pepsi Max deildinni 2022. Vísir/Bára Dröfn ÍA og HK áttust við í miklum baráttuleik á Akranesi í kvöld. Leikurinn var mikilvægur báðum liðum í botnbaráttu í Pepsi-Max deild karla, Skagamenn þar í neðsta sæti og HK einu sæti ofar. Lokatölur urðu 4-1 heimamönnum í vil og minnka þeir bilið í liðin fyrir ofan sig. Leikurinn var harður og hraður frá upphafi til enda. Það sást snemma því Skagamenn skoruðu strax á 2.mínútu leiksins. Skagamenn fengu þá hornspyrnu sem Steinar Þorsteinsson spyrnti fyrir markið og eftir nokkrar snertingar lagði Viktor Jónsson boltann fyrir Alex Davey. Alex átti þá skot sem fór af varnarmanni og inn. Skagamenn komnir í 1-0. Liðin reyndu bæði að sækja næsta mark leiksins og töldu Skagamenn sig hafa skorað það á 25.mínútu leiksins þegar Gísli Laxdal átti gott skot fyrir utan teig. Skotið fór þá í slánna og niður og Skagamenn voru ansi harðir á því að boltinn hafi verið fyrir innan en dómaratríóið var því ósammála. Skagamenn fjölmenntu út í horn að aðstoðardómaranum og þar á meðal var Jóhannes Karl, þjálfari ÍA. Jóhannes fékk að líta rautt spjald og Steinar Þorsteinsson gult fyrir mótmæli sín. Bæði lið héldu áfram að reyna að skora en tókst það ekki í fyrri hálfleik og ÍA því 1-0 yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik komu HK virkilega sterkir til leiks og eftir einungis eina mínútu fengu þeir þrjú dauðafæri í einni sókn. Valgeir Valgeirsson slapp þá í gegn og reyndi skot sem Árni Marinó, markmaður ÍA, varði. Boltinn hrökk til Birnis Snæs sem átti næsta skot sem Árni Marinó varði einnig. Þá kom að þriðja skotinu og það kom frá Atla Arnarssyni sem hafði autt mark fyrir framan sig en þá stökk Elías Tamburini fyrir og bjargaði. HK vildu fá víti þar og töldu að boltinn hafi farið af hendi Elíasar en ekkert dæmt. Skagamenn juku forskot sitt á 59.mínútu. Gísli Laxdal sendi lélega fyrirgjöf inn í teig HK. Steinar Þorsteinsson komst í boltann en missti hann frá sér. Þá mætti aftur Gísli Laxdal af harðfylgi og skaut að marki. Boltinn endaði í netinu en hafði viðkomu við að minnsta kosti tvo varnarmenn á leiðinni. Gísli fagnaði og Skagamenn, gegn gangi leiksins, komnir í 2-0. Stefán Alexander Ljubicic minnkaði forskot ÍA niður í eitt mark á 68.mínútu með góðum skalla. Atli Arnarsson fékk boltann á miðjum velli og tók á rás. Atli vippaði svo boltanum inn í teig. Árni Marinó, markmaður ÍA, kom út og virtist ætla að kýla boltann frá en Stefán Alexander náði að skalla boltann á undan Árna og boltinn í netið. Staðan orðin 2-1. HK-ingar þyngdu sóknarþunga sinn töluvert eftir að hafa skorað og fengu talsvert af góðum færum sem öll fóru forgörðum. Það voru svo aftur Skagamenn sem skoruðu, nú á 83.mínútu og aftur svolítið gegn gangi leiksins. Ísak Snær vann boltann ofarlega af Ólafi Erni Eyjólfssyni og gaf á Steinar Þorsteinsson sem lét vaða af um 30 metrum. Boltinn var lengi á leiðinni en Arnar Freyr, markmaður HK, rann í skutlunni og boltinn því í netið. Skagamenn komnir í 3-1 og gátu andað örlítið léttar. Síðasta markið var ekki komið enn því þrátt fyrir að HK hafi haldið áfram að fá góð færi þá voru það enn einu sinni Skagamenn sem skoruðu. Ísak Snær fékk þá boltann á miðjum vellinum og gaf hann út til vinstri á Viktor Jónsson. Báðir tóku þeir á rás upp völlinn og Viktori tókst að senda góða sendingu inn fyrir vörn HK í hlaupið á Ísak sem skoraði snyrtilega. Skagamenn komnir í 4-1. Eftir fjórða mark ÍA fjaraði leikurinn út og Skagamenn fögnuðu vel og innilega þegar Helgi Mikael, dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Virkilega mikilvæg stig fyrir ÍA sem mættu grimmir til leiks, staðráðnir í því að svara fyrir vont tap í síðustu umferð. Af hverju vann ÍA? Gamla klisjan um að þeir vildu þetta meira á vel við. Leikmenn ÍA voru virkilega duglegir og vinnusamir allan leikinn og þeir nýttu þau tækifæri sem þeim gafst. Þeir stukku fyrir fjöldann allan af skotum frá HK og voru tilbúnir að gefa allt fyrir þessi þrjú stig. Hverjir stóðu upp úr? Það er mjög erfitt að taka einhvern einn út úr Skagaliðinu í dag og því ætla ég að segja að lið karakter og liðsheild ÍA hafi staðið upp úr í kvöld. Þeir vissu hversu mikilvægur leikurinn væri og stigu heldur betur upp eftir tapið síðast. Hvað hefði mátt fara betur? HK fengu fullt af fínum tækifærum til þess að skora í kvöld en nýttu þá ekki nægilega vel. Að mörgu leyti má kenna góðum varnarleik og markvörslu ÍA um en einnig voru skot HK-inga oft ekki nógu góð. HK tókst heldur ekki almennilega að jafna vilja og baráttu ÍA í leiknum. Hvað gerist næst? Hvað gerist á þessum lokaspretti í Pepsi-Max deild karla verður virkilega spennandi bæði á botni sem og toppi deildarinnar. Það getur enginn spáð fyrir um endalokin en eitt er víst og það er að liðin leika bæði í Mjólkurbikarnum n.k. miðvikudag og svo einnig í næstu umferð deildarinnar um næstu helgi. Skagamenn mæta FH á heimavelli í Mjólkurbikarnum og fara svo á Kópavogsvöll og leika gegn Breiðablik á sunnudaginn eftir viku. HK mætir KFS í Kórnum í Mjólkurbikarnum en fá svo KR í Kórinn í deildinni á mánudag eftir viku. Brynjar Björn: Það er alltaf gaman að spila undir pressu „Það er hægt að segja ýmislegt en við förum bara inn í hálfleik með 1-0 á bakinu. Fáum á okkur mark aftur snemma í seinni hálfleik sem er vont, aftur. Það er svosem allt í lagi en við sýndum einhvern vegin engin viðbrögð og jöfnuðum aldrei baráttu og hugarfar Skagamanna. Það lifnaði aðeins yfir okkur í seinni hálfleik og við fengum nokkur fín færi og hefðum getað jafnað þarna en þriðja mark þeirra var það sem drap þetta. Við vorum inni í leiknum fram að því,“ sagði Brynjar Björn, þjálfari HK, eftir leikinn. Bæði lið eru í harðri fallbaráttu sem líklegt er að gæti orðið mjög spennandi á loka kafla mótsins. „Hún verður geggjuð, hún verður bara mjög skemmtileg. Það er pressa hvort sem það er í toppi eða botni og það er alltaf gaman að spila undir pressu og að það er gaman að vera að takast á í þessu. Við hefðum getað gert okkur greiða með sigri en við gerðum það ekki,“ sagði Brynjar Björn um þá baráttu sem fram undan er. Gísli Laxdal: Boltinn var lengst inni Það var Gísli Laxdal, leikmaður ÍA, sem átti skotið sem Skagamenn vildu meina að hafi farið inn þegar Jóhannes Karl, þjálfari, fékk að líka beint rautt spjald. Hann skoraði einnig annað mark ÍA í leiknum. „Ég er búinn að sjá þetta aftur og boltinn var lengst inni en þeir (dómararnir) sögðust ekki hafa séð þetta. Þetta var góður sigur og flottur karakter,“ sagði Gísli sem hefur, ásamt hópnum í heild, áfram trú á því að liðið geti haldið sér í deildinni. „Við þurfum að spila alla leiki svona eins og í dag. Það hafa allir trú á þessu verkefni og við þurfum bara að taka einn leik í einu. Við ætlum að halda okkur í deildinni, safna stigum og saxa á liðin fyrir ofan,“ sagði Gísli. Pepsi Max-deild karla ÍA HK Tengdar fréttir Jóhannes Karl: Við ætlum okkur ekki að falla Skagamenn fengu lið HK í heimsókn á Akranes í kvöld. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-Max deild karla að ári. 8. ágúst 2021 22:15
ÍA og HK áttust við í miklum baráttuleik á Akranesi í kvöld. Leikurinn var mikilvægur báðum liðum í botnbaráttu í Pepsi-Max deild karla, Skagamenn þar í neðsta sæti og HK einu sæti ofar. Lokatölur urðu 4-1 heimamönnum í vil og minnka þeir bilið í liðin fyrir ofan sig. Leikurinn var harður og hraður frá upphafi til enda. Það sást snemma því Skagamenn skoruðu strax á 2.mínútu leiksins. Skagamenn fengu þá hornspyrnu sem Steinar Þorsteinsson spyrnti fyrir markið og eftir nokkrar snertingar lagði Viktor Jónsson boltann fyrir Alex Davey. Alex átti þá skot sem fór af varnarmanni og inn. Skagamenn komnir í 1-0. Liðin reyndu bæði að sækja næsta mark leiksins og töldu Skagamenn sig hafa skorað það á 25.mínútu leiksins þegar Gísli Laxdal átti gott skot fyrir utan teig. Skotið fór þá í slánna og niður og Skagamenn voru ansi harðir á því að boltinn hafi verið fyrir innan en dómaratríóið var því ósammála. Skagamenn fjölmenntu út í horn að aðstoðardómaranum og þar á meðal var Jóhannes Karl, þjálfari ÍA. Jóhannes fékk að líta rautt spjald og Steinar Þorsteinsson gult fyrir mótmæli sín. Bæði lið héldu áfram að reyna að skora en tókst það ekki í fyrri hálfleik og ÍA því 1-0 yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik komu HK virkilega sterkir til leiks og eftir einungis eina mínútu fengu þeir þrjú dauðafæri í einni sókn. Valgeir Valgeirsson slapp þá í gegn og reyndi skot sem Árni Marinó, markmaður ÍA, varði. Boltinn hrökk til Birnis Snæs sem átti næsta skot sem Árni Marinó varði einnig. Þá kom að þriðja skotinu og það kom frá Atla Arnarssyni sem hafði autt mark fyrir framan sig en þá stökk Elías Tamburini fyrir og bjargaði. HK vildu fá víti þar og töldu að boltinn hafi farið af hendi Elíasar en ekkert dæmt. Skagamenn juku forskot sitt á 59.mínútu. Gísli Laxdal sendi lélega fyrirgjöf inn í teig HK. Steinar Þorsteinsson komst í boltann en missti hann frá sér. Þá mætti aftur Gísli Laxdal af harðfylgi og skaut að marki. Boltinn endaði í netinu en hafði viðkomu við að minnsta kosti tvo varnarmenn á leiðinni. Gísli fagnaði og Skagamenn, gegn gangi leiksins, komnir í 2-0. Stefán Alexander Ljubicic minnkaði forskot ÍA niður í eitt mark á 68.mínútu með góðum skalla. Atli Arnarsson fékk boltann á miðjum velli og tók á rás. Atli vippaði svo boltanum inn í teig. Árni Marinó, markmaður ÍA, kom út og virtist ætla að kýla boltann frá en Stefán Alexander náði að skalla boltann á undan Árna og boltinn í netið. Staðan orðin 2-1. HK-ingar þyngdu sóknarþunga sinn töluvert eftir að hafa skorað og fengu talsvert af góðum færum sem öll fóru forgörðum. Það voru svo aftur Skagamenn sem skoruðu, nú á 83.mínútu og aftur svolítið gegn gangi leiksins. Ísak Snær vann boltann ofarlega af Ólafi Erni Eyjólfssyni og gaf á Steinar Þorsteinsson sem lét vaða af um 30 metrum. Boltinn var lengi á leiðinni en Arnar Freyr, markmaður HK, rann í skutlunni og boltinn því í netið. Skagamenn komnir í 3-1 og gátu andað örlítið léttar. Síðasta markið var ekki komið enn því þrátt fyrir að HK hafi haldið áfram að fá góð færi þá voru það enn einu sinni Skagamenn sem skoruðu. Ísak Snær fékk þá boltann á miðjum vellinum og gaf hann út til vinstri á Viktor Jónsson. Báðir tóku þeir á rás upp völlinn og Viktori tókst að senda góða sendingu inn fyrir vörn HK í hlaupið á Ísak sem skoraði snyrtilega. Skagamenn komnir í 4-1. Eftir fjórða mark ÍA fjaraði leikurinn út og Skagamenn fögnuðu vel og innilega þegar Helgi Mikael, dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Virkilega mikilvæg stig fyrir ÍA sem mættu grimmir til leiks, staðráðnir í því að svara fyrir vont tap í síðustu umferð. Af hverju vann ÍA? Gamla klisjan um að þeir vildu þetta meira á vel við. Leikmenn ÍA voru virkilega duglegir og vinnusamir allan leikinn og þeir nýttu þau tækifæri sem þeim gafst. Þeir stukku fyrir fjöldann allan af skotum frá HK og voru tilbúnir að gefa allt fyrir þessi þrjú stig. Hverjir stóðu upp úr? Það er mjög erfitt að taka einhvern einn út úr Skagaliðinu í dag og því ætla ég að segja að lið karakter og liðsheild ÍA hafi staðið upp úr í kvöld. Þeir vissu hversu mikilvægur leikurinn væri og stigu heldur betur upp eftir tapið síðast. Hvað hefði mátt fara betur? HK fengu fullt af fínum tækifærum til þess að skora í kvöld en nýttu þá ekki nægilega vel. Að mörgu leyti má kenna góðum varnarleik og markvörslu ÍA um en einnig voru skot HK-inga oft ekki nógu góð. HK tókst heldur ekki almennilega að jafna vilja og baráttu ÍA í leiknum. Hvað gerist næst? Hvað gerist á þessum lokaspretti í Pepsi-Max deild karla verður virkilega spennandi bæði á botni sem og toppi deildarinnar. Það getur enginn spáð fyrir um endalokin en eitt er víst og það er að liðin leika bæði í Mjólkurbikarnum n.k. miðvikudag og svo einnig í næstu umferð deildarinnar um næstu helgi. Skagamenn mæta FH á heimavelli í Mjólkurbikarnum og fara svo á Kópavogsvöll og leika gegn Breiðablik á sunnudaginn eftir viku. HK mætir KFS í Kórnum í Mjólkurbikarnum en fá svo KR í Kórinn í deildinni á mánudag eftir viku. Brynjar Björn: Það er alltaf gaman að spila undir pressu „Það er hægt að segja ýmislegt en við förum bara inn í hálfleik með 1-0 á bakinu. Fáum á okkur mark aftur snemma í seinni hálfleik sem er vont, aftur. Það er svosem allt í lagi en við sýndum einhvern vegin engin viðbrögð og jöfnuðum aldrei baráttu og hugarfar Skagamanna. Það lifnaði aðeins yfir okkur í seinni hálfleik og við fengum nokkur fín færi og hefðum getað jafnað þarna en þriðja mark þeirra var það sem drap þetta. Við vorum inni í leiknum fram að því,“ sagði Brynjar Björn, þjálfari HK, eftir leikinn. Bæði lið eru í harðri fallbaráttu sem líklegt er að gæti orðið mjög spennandi á loka kafla mótsins. „Hún verður geggjuð, hún verður bara mjög skemmtileg. Það er pressa hvort sem það er í toppi eða botni og það er alltaf gaman að spila undir pressu og að það er gaman að vera að takast á í þessu. Við hefðum getað gert okkur greiða með sigri en við gerðum það ekki,“ sagði Brynjar Björn um þá baráttu sem fram undan er. Gísli Laxdal: Boltinn var lengst inni Það var Gísli Laxdal, leikmaður ÍA, sem átti skotið sem Skagamenn vildu meina að hafi farið inn þegar Jóhannes Karl, þjálfari, fékk að líka beint rautt spjald. Hann skoraði einnig annað mark ÍA í leiknum. „Ég er búinn að sjá þetta aftur og boltinn var lengst inni en þeir (dómararnir) sögðust ekki hafa séð þetta. Þetta var góður sigur og flottur karakter,“ sagði Gísli sem hefur, ásamt hópnum í heild, áfram trú á því að liðið geti haldið sér í deildinni. „Við þurfum að spila alla leiki svona eins og í dag. Það hafa allir trú á þessu verkefni og við þurfum bara að taka einn leik í einu. Við ætlum að halda okkur í deildinni, safna stigum og saxa á liðin fyrir ofan,“ sagði Gísli.
Pepsi Max-deild karla ÍA HK Tengdar fréttir Jóhannes Karl: Við ætlum okkur ekki að falla Skagamenn fengu lið HK í heimsókn á Akranes í kvöld. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-Max deild karla að ári. 8. ágúst 2021 22:15
Jóhannes Karl: Við ætlum okkur ekki að falla Skagamenn fengu lið HK í heimsókn á Akranes í kvöld. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-Max deild karla að ári. 8. ágúst 2021 22:15
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti