Þrjár komnar yfir 1.000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 7. ágúst 2021 08:44 Við veiðar í Eystri Rangá. Mynd / Lax-á Listinn yfir veiðina í laxveiðiánum er uppfærður öll miðvikudagskvöld og nú hefur staðan þar aðeins batnað.1.292 laxa Norðurá var fyrsta áinn yfir 1.000 laxa í sumar en núna hafa Eystri Rangá og Ytri Rangá bæst í þann hóp. Eystri situr efst á listanum með 1.292 laxa eða heildarveiði upp á 428 laxa á viku sem er virkilega góð veiði og það er ekkert lát á göngum í ánna svo það má reikna með mjög góðum ágúst í ánni. Ytri Rangá er með 344 laxa veidda á viku sem setur heildarveiðina í ánni í 1.059 laxa. Norðurá er síðan með 1.030 laxa eða vikuveiði upp á 119 laxa en það er búið að hægjast nokkuð á veiði í ánni en hún virðist samt eiga eitthvað inni til að koma henni í 1.300 - 1.400 laxa í sumar og það er bara alls ekki slæmt sumar í Norðurá. Urriðafoss virðist vera kominn á bremsuna því aðeins voru 3 laxar þar bókaðir fyrir síðustu veiðitölur en heildarveiðin þar er engu að síður komin í 780 laxa sem er eins og alltaf flott tala á ekki stærri svæði. Heildarlistann má finna á www.angling.is Stangveiði Mest lesið Hollið að detta í 60 laxa Veiði Met fallið í Svalbarðsá Veiði Fyrstu veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikuveiðin í laxveiðiánum og lokatölur víða Veiði Nýr samningur um Laxá í Mý hjá SVFR Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Spennandi haustveiði í Soginu Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði
Norðurá var fyrsta áinn yfir 1.000 laxa í sumar en núna hafa Eystri Rangá og Ytri Rangá bæst í þann hóp. Eystri situr efst á listanum með 1.292 laxa eða heildarveiði upp á 428 laxa á viku sem er virkilega góð veiði og það er ekkert lát á göngum í ánna svo það má reikna með mjög góðum ágúst í ánni. Ytri Rangá er með 344 laxa veidda á viku sem setur heildarveiðina í ánni í 1.059 laxa. Norðurá er síðan með 1.030 laxa eða vikuveiði upp á 119 laxa en það er búið að hægjast nokkuð á veiði í ánni en hún virðist samt eiga eitthvað inni til að koma henni í 1.300 - 1.400 laxa í sumar og það er bara alls ekki slæmt sumar í Norðurá. Urriðafoss virðist vera kominn á bremsuna því aðeins voru 3 laxar þar bókaðir fyrir síðustu veiðitölur en heildarveiðin þar er engu að síður komin í 780 laxa sem er eins og alltaf flott tala á ekki stærri svæði. Heildarlistann má finna á www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Hollið að detta í 60 laxa Veiði Met fallið í Svalbarðsá Veiði Fyrstu veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikuveiðin í laxveiðiánum og lokatölur víða Veiði Nýr samningur um Laxá í Mý hjá SVFR Veiði Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Spennandi haustveiði í Soginu Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði