Nítján ára vann yfirburðasigur á Akureyri - Tvö gull til GKG Arnar Geir Halldórsson skrifar 8. ágúst 2021 17:41 Íslandsmeistarar 2021. golf.is Hulda Clara Gestsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari í golfi eftir frábæra frammistöðu á Jaðarsvelli á Akureyri undanfarna daga. Keppni í kvennaflokki lauk nú rétt í þessu í blíðviðri á Akureyri. Mætti segja að hin nítján ára gamla Hulda Clara hafi átt sigurinn vísan áður en kom að lokahringnum í dag þar sem hún byrjaði mótið frábærlega og var með átta högga forystu fyrir daginn í dag. Hulda Clara lauk keppni á samtals tveimur höggum yfir pari en hún lék á sex höggum yfir pari á lokahringnum í dag. Ragnhildur Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, hafnaði í öðru sæti á samtals níu höggum yfir pari. Aron Snær Íslandsmeistari í fyrsta sinn Það var sömuleiðis nýr sigurvegari í karlaflokki þar sem Aron Snær Júlíusson, úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, bar sigur úr býtum eftir nokkuð harða keppni. Aron Snær lék vel í dag og lauk keppni á samtals sex höggum undir pari en Jóhannes Guðmundsson, Golfklúbbi Reykjavíkur, varð annar á samtals tveimur höggum undir pari. Fara því báðir Íslandsmeistaratitlarnir í ár til Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Keppni í kvennaflokki lauk nú rétt í þessu í blíðviðri á Akureyri. Mætti segja að hin nítján ára gamla Hulda Clara hafi átt sigurinn vísan áður en kom að lokahringnum í dag þar sem hún byrjaði mótið frábærlega og var með átta högga forystu fyrir daginn í dag. Hulda Clara lauk keppni á samtals tveimur höggum yfir pari en hún lék á sex höggum yfir pari á lokahringnum í dag. Ragnhildur Kristinsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur, hafnaði í öðru sæti á samtals níu höggum yfir pari. Aron Snær Íslandsmeistari í fyrsta sinn Það var sömuleiðis nýr sigurvegari í karlaflokki þar sem Aron Snær Júlíusson, úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, bar sigur úr býtum eftir nokkuð harða keppni. Aron Snær lék vel í dag og lauk keppni á samtals sex höggum undir pari en Jóhannes Guðmundsson, Golfklúbbi Reykjavíkur, varð annar á samtals tveimur höggum undir pari. Fara því báðir Íslandsmeistaratitlarnir í ár til Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar.
Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira