Jóhannes Karl: Við ætlum okkur ekki að falla Sverrir Mar Smárason skrifar 8. ágúst 2021 22:15 Jóhannes Karl Guðjónsson Skagamenn fengu lið HK í heimsókn á Akranes í kvöld. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-Max deild karla að ári. Skagamenn fengu lið HK í heimsókn á Akranes í kvöld. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-Max deild karla að ári. Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, kallaði eftir því að leikmenn myndu svara fyrir tapið gegn Stjörnunni. Hann var virkilega ánægður í leikslok. „Frábært framlag hjá strákunum í dag. Geggjað hugarfar. Við töluðum um úrslitaleik hérna í dag fyrir leikinn inn í hópinn og svona á maður að vinna úrslitaleiki,“ sagði Jóhannes Karl strax eftir leik. Skagamenn skoruðu snemma leiks sitt fyrsta mark og þeir vildu svo meina að þeir hafi skorað annað mark þegar Gísli Laxdal átti skot í slá og niður en dómararnir voru ósammála því. Jóhannes Karl fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli. „Við skorum löglegt mark sem einhverra hluta vegna þessi ferna í svörtu treyjunum í dag voru eina fólkið á vellinum sem sá ekki að boltinn væri inni og mér fannst það undarlegt. Ég skildi þetta ekki, ég var alltaf að bíða eftir því að dómarinn myndi lyfta flagginu og dæma markið gilt. Boltinn snerti meira að segja netið og hann er lengst inni í markinu. Dómarinn lyfti ekki flagginu og þá byrjaði ég að labba í áttina að honum og það var ekkert sem togaði í mig að stoppa. Ég var bara að bíða eftir því að hann myndi setja flaggið upp og þá myndi ég snúa við. Eina sem ég segi við hann er að boltinn sé inni, segi ekkert dónalegt og er ekki aggressívur í neinu sem ég er að segja við hann. Þeir vilja meina að það sé rautt spjald af því að ég fór þetta langt út úr boðvanginum. Ég þekki reglurnar ekki betur en það að ég hélt ég myndi fá gult spjald fyrir þetta,“ sagði Jóhannes Karl um skot Gísla og sitt rauða spjald. Skagamenn minnka forskot HK niður í eitt stig en liðin sitja áfram í sömu sætum. ÍA í því neðsta og HK einu sæti ofar. Jóhannes segir Skagamenn eiga mikið inni og margt að sanna. „Það býr helling í þessu liði, ég er oft búinn að tönnlast á því. Við höfum bara ekki sýnt það nógu oft. Þetta var gott tækifæri fyrir okkar í dag til að leiðrétta það sem að illa fór á móti Stjörnunni og viðbrögðin hjá strákunum frábær. Við getum byggt á þessu og þetta sýnir líka að við getum alveg skorað mörk. Við þurfum auðvitað að hafa trú á því að við getum það en það er líka svolítið svekkjandi að dómararnir eru farnir að trúa því að við getum ekki skorað mörk og gefa okkur ekki einusinni lögleg mörk sem við eigum skilið, mér finnst það pínu vandræðalegt,“ sagði Jóhannes Karl. Jóhannes Karl heldur áfram í þá trú að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni. Hann segir það verði erfitt en síðustu leikirnir verði spennandi. „Við erum auðvitað neðstir í deildinni og taflan lýgur ekki neitt. Við höfum ekki verið nógu stöðugir í svona frammistöðum. Þessa sex leiki sem eftir eru þurfum við að leggja svona mikið á okkur í hvern einasta leik og þá hef ég trú á því að við getum verið áfram í deild þeirra bestu. Það verður gríðarlega erfitt og krefst þess að við allir sem einn séum tilbúnir að leggja á okkur gríðarlega vinnu. Síðustu þrír leikirnir hjá okkur eru spennandi, það verður að viðurkennast. Við ætlum okkur ekki að falla,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. ÍA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 21:13 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Skagamenn fengu lið HK í heimsókn á Akranes í kvöld. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-Max deild karla að ári. Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, kallaði eftir því að leikmenn myndu svara fyrir tapið gegn Stjörnunni. Hann var virkilega ánægður í leikslok. „Frábært framlag hjá strákunum í dag. Geggjað hugarfar. Við töluðum um úrslitaleik hérna í dag fyrir leikinn inn í hópinn og svona á maður að vinna úrslitaleiki,“ sagði Jóhannes Karl strax eftir leik. Skagamenn skoruðu snemma leiks sitt fyrsta mark og þeir vildu svo meina að þeir hafi skorað annað mark þegar Gísli Laxdal átti skot í slá og niður en dómararnir voru ósammála því. Jóhannes Karl fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli. „Við skorum löglegt mark sem einhverra hluta vegna þessi ferna í svörtu treyjunum í dag voru eina fólkið á vellinum sem sá ekki að boltinn væri inni og mér fannst það undarlegt. Ég skildi þetta ekki, ég var alltaf að bíða eftir því að dómarinn myndi lyfta flagginu og dæma markið gilt. Boltinn snerti meira að segja netið og hann er lengst inni í markinu. Dómarinn lyfti ekki flagginu og þá byrjaði ég að labba í áttina að honum og það var ekkert sem togaði í mig að stoppa. Ég var bara að bíða eftir því að hann myndi setja flaggið upp og þá myndi ég snúa við. Eina sem ég segi við hann er að boltinn sé inni, segi ekkert dónalegt og er ekki aggressívur í neinu sem ég er að segja við hann. Þeir vilja meina að það sé rautt spjald af því að ég fór þetta langt út úr boðvanginum. Ég þekki reglurnar ekki betur en það að ég hélt ég myndi fá gult spjald fyrir þetta,“ sagði Jóhannes Karl um skot Gísla og sitt rauða spjald. Skagamenn minnka forskot HK niður í eitt stig en liðin sitja áfram í sömu sætum. ÍA í því neðsta og HK einu sæti ofar. Jóhannes segir Skagamenn eiga mikið inni og margt að sanna. „Það býr helling í þessu liði, ég er oft búinn að tönnlast á því. Við höfum bara ekki sýnt það nógu oft. Þetta var gott tækifæri fyrir okkar í dag til að leiðrétta það sem að illa fór á móti Stjörnunni og viðbrögðin hjá strákunum frábær. Við getum byggt á þessu og þetta sýnir líka að við getum alveg skorað mörk. Við þurfum auðvitað að hafa trú á því að við getum það en það er líka svolítið svekkjandi að dómararnir eru farnir að trúa því að við getum ekki skorað mörk og gefa okkur ekki einusinni lögleg mörk sem við eigum skilið, mér finnst það pínu vandræðalegt,“ sagði Jóhannes Karl. Jóhannes Karl heldur áfram í þá trú að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni. Hann segir það verði erfitt en síðustu leikirnir verði spennandi. „Við erum auðvitað neðstir í deildinni og taflan lýgur ekki neitt. Við höfum ekki verið nógu stöðugir í svona frammistöðum. Þessa sex leiki sem eftir eru þurfum við að leggja svona mikið á okkur í hvern einasta leik og þá hef ég trú á því að við getum verið áfram í deild þeirra bestu. Það verður gríðarlega erfitt og krefst þess að við allir sem einn séum tilbúnir að leggja á okkur gríðarlega vinnu. Síðustu þrír leikirnir hjá okkur eru spennandi, það verður að viðurkennast. Við ætlum okkur ekki að falla,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
ÍA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 21:13 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
Leik lokið: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 21:13