Þrátt fyrir að vera aðeins átján ára gömul þá hefur hún stimplað sig inn í deildina með mörgum góðum mörkum.
„Hildigunnur er gríðarlega efnilegur leikmaður og er ætlað stórt hlutverk í Stjörnuliðinu,“ segir í tilkynningu á samfélagsmiðlum Stjörnunnar þar sem nýr samningur hennar er staðfestur.
Hildigunnur Ýr er langmarkahæsti leikmaður Stjörnuliðsins í Pepsi Max deild kvenna í sumar en hún hefur skorað sex mörk eða tvöfalt meira en næstmarkahæsta kona liðsins.
Hildigunnur Ýr skoraði líka sex mörk sumarið 2019 en komst ekki á blað í fyrrasumar.
Í sumar hefur nú aftur á móti skorað 6 mörk í 13 leikjum og skoraði eitt þeirra í síðasta leik liðsins. Hún er alls með 12 mörk í 35 leikjum í Pepsi Max deildinni á ferlinum.
Hildigunnur hefur líka spilað 12 leiki fyrir yngri landslið Íslands og er með tíu mörk í þeim.
„Við erum mjög ánægð með að hún hafi ákveðið að framlengja samning sinn við Stjörnuna enda sýnir það hið góða starf sem verið er að vinna í Garðabænum,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar sem má sjá hér fyrir neðan.