Jóhannes Karl: Árni sagði bara „Nei takk“ Sverrir Mar Smárason skrifar 11. ágúst 2021 21:00 Jóhannes Karl Guðjónsson var ánægður með Árna Marinó Einarsson, markvörð Skagamanna, í kvöld. Vísir/Bára Dröfn ÍA eru komnir áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 1-0 sigur á FH í kvöld. Jóhannes Karl, þjálfari Skagamanna, var mjög ánægður í leikslok. „Tilfinningin er bara geggjuð. Frábær tilfinning og bara gaman að fylgjast með strákunum fara inní þennan leik á móti FH. Við höfum verið í smá basli með þá í deildinni en frábært að sjá hvernig þeir voru tilbúnir í slaginn. Náum tökum frekar snemma í leiknum og ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Jóhannes Karl um tilfinninguna strax eftir leik. Skagamenn mættu FH ofarlega á vellinum í fyrri hálfleik, settu mikla pressu á varnar- og miðjumenn FH og voru fastir fyrir. Það gerði FH erfitt fyrir í að spila upp og halda boltanum. „Við ætluðum að pressa þá og þvinga þá í erfiðar sendingar. Þeir völdu mikið að láta Pétur Viðars fá boltann í vinstri hafsentinum og það hentaði okkur ágætlega og Viktor þvingaði hann yfir til vinstri. Við komumst í ágætis stöður þegar við unnum boltann þar. Auðvitað eru FH líka góðir í sínu uppspili og Lennon, Jónatan og Matti hættulegir og við gátum ekki stoppað allt sem þeir voru að gera en ég var sáttur við varnarvinnuna og pressuna okkar í dag,“ sagði Jóhannes Karl. ÍA skoruðu snemma leiks eða á 6.mínútu í kvöld. Sindri Snær vann þá boltann og sendi strax í gegn á Ísak Snær sem kláraði vel. Jóhannes var sáttur við markið. „Það var þetta sem við höfðum trú á. Við höfðum kraftinn í fremri miðjumönnum og fremsta manninum okkar í Viktori. Svo er náttúrulega hörku kraftur í Gísla Laxdal líka en Hákon er svo aðeins öðruvísi týpa. Við höfðum trú á að við gætum refsað hafsentunum fyrst Gummi var kominn upp á miðjuna þá eru Pétur og Guðmann svona aðeins hægari en okkar fremstu menn og við ætluðum okkur að keyra á það. Því miður var forystan bara 1-0 í hálfleik en við vorum sáttir með það í sjálfu sér,“ sagði Jói Kalli. Í lok leiks sóttu FH-ingar hart að marki Skagamanna og fengu mörg góð færi. Ungi maðurinn í markinu, Árni Marinó, varði allt sem að marki hans kom og Jóhannes hrósaði honum fyrir. „Árni var alveg geggjaður. Ég veit ekki hversu oft hann varði maður á mann í restina. FH-ingarnir eru með hörku skallamenn og Morten Beck var líka kominn inná og þeir dældu bara mikið af boltum á okkur hægra megin þar sem Gummi Tyrfings er ekki stærsti, hávaxnasti bakvörður á Íslandi en hann átti líka góðan leik í dag. Við vorum í basli með þessa löngu bolta í restina og þeir náðu að fylgja því eftir að ná í seinni boltann og komast í góðar stöður en Árni sagði bara nei takk,“ sagði Jóhannes Karl. Að lokum var Jóhannes spurður gömlu klisjuna um óska mótherja og svarið var einfalt. „ÍR á heimavelli, væri það ekki fínt?“ sagði Jóhannes að lokum. Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
„Tilfinningin er bara geggjuð. Frábær tilfinning og bara gaman að fylgjast með strákunum fara inní þennan leik á móti FH. Við höfum verið í smá basli með þá í deildinni en frábært að sjá hvernig þeir voru tilbúnir í slaginn. Náum tökum frekar snemma í leiknum og ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Jóhannes Karl um tilfinninguna strax eftir leik. Skagamenn mættu FH ofarlega á vellinum í fyrri hálfleik, settu mikla pressu á varnar- og miðjumenn FH og voru fastir fyrir. Það gerði FH erfitt fyrir í að spila upp og halda boltanum. „Við ætluðum að pressa þá og þvinga þá í erfiðar sendingar. Þeir völdu mikið að láta Pétur Viðars fá boltann í vinstri hafsentinum og það hentaði okkur ágætlega og Viktor þvingaði hann yfir til vinstri. Við komumst í ágætis stöður þegar við unnum boltann þar. Auðvitað eru FH líka góðir í sínu uppspili og Lennon, Jónatan og Matti hættulegir og við gátum ekki stoppað allt sem þeir voru að gera en ég var sáttur við varnarvinnuna og pressuna okkar í dag,“ sagði Jóhannes Karl. ÍA skoruðu snemma leiks eða á 6.mínútu í kvöld. Sindri Snær vann þá boltann og sendi strax í gegn á Ísak Snær sem kláraði vel. Jóhannes var sáttur við markið. „Það var þetta sem við höfðum trú á. Við höfðum kraftinn í fremri miðjumönnum og fremsta manninum okkar í Viktori. Svo er náttúrulega hörku kraftur í Gísla Laxdal líka en Hákon er svo aðeins öðruvísi týpa. Við höfðum trú á að við gætum refsað hafsentunum fyrst Gummi var kominn upp á miðjuna þá eru Pétur og Guðmann svona aðeins hægari en okkar fremstu menn og við ætluðum okkur að keyra á það. Því miður var forystan bara 1-0 í hálfleik en við vorum sáttir með það í sjálfu sér,“ sagði Jói Kalli. Í lok leiks sóttu FH-ingar hart að marki Skagamanna og fengu mörg góð færi. Ungi maðurinn í markinu, Árni Marinó, varði allt sem að marki hans kom og Jóhannes hrósaði honum fyrir. „Árni var alveg geggjaður. Ég veit ekki hversu oft hann varði maður á mann í restina. FH-ingarnir eru með hörku skallamenn og Morten Beck var líka kominn inná og þeir dældu bara mikið af boltum á okkur hægra megin þar sem Gummi Tyrfings er ekki stærsti, hávaxnasti bakvörður á Íslandi en hann átti líka góðan leik í dag. Við vorum í basli með þessa löngu bolta í restina og þeir náðu að fylgja því eftir að ná í seinni boltann og komast í góðar stöður en Árni sagði bara nei takk,“ sagði Jóhannes Karl. Að lokum var Jóhannes spurður gömlu klisjuna um óska mótherja og svarið var einfalt. „ÍR á heimavelli, væri það ekki fínt?“ sagði Jóhannes að lokum.
Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann