GameTíví fjórfaldar útsendingar Samúel Karl Ólason skrifar 16. ágúst 2021 08:46 Gametíví. Dagskrá GameTíví verður aukin verulega í haust. Öflugir streymarar munu streyma undir merkjum GameTíví, fjórum sinnum í viku. Fyrsta útsending haustsins er í kvöld. GameTíví sjónvarpsþátturinn kom fyrst fyrir sjónir Íslendinga árið 2000 á PoppTíví undir stjórn Ólafs Þórs Jóelssonar og Sverris Bergmann. Síðan fór þátturinn á Skjá einn, Sirkus og var hann einnig sýndur á Sýn (Nú Stöð 2 Sport) og Stöð 2. Eftir það breyttist þátturinn og fór nær alfarið yfir á Youtube og samfélagsmiðla. Í fyrra hóf GameTíví útsendingar á Vísi, Stöð 2 eSport og Twitch þar sem núverandi stjórnendur þáttarins Óli Jóels, Kristján Einar, Tryggvi og Dói spila tölvuleiki, spjalla við áhorfendur og gera margt fleira. GameTíví var með meira en fjörutíu streymi, alls meira en 160 klukkustundir. Áhorfendur hafa samanlagt horft á rúmlega eina og hálfa milljón mínúta af GameTíví á þessum tíma. Í tilkynningu frá GameTíví segir að nú sé komið að því að stíga næsta skref og fjórfalda dagskránna. Fjögur streymi verða undir merkjum GameTíví í viku hverri á Vísi, Stöð 2 eSport og Twitch. Stjórnendur þessara þátta eru öflugir íslenskir streymarar. Þau Queens, BabePatrol og Sandkassinn. Klippa: Hauststikla GameTíví Haustdagskrá GameTíví verður eftirfarandi: GameTíví – Mánudagar kl. 20.00 Óli Jóels, Kristján Einar, Tryggvi og Dói vaða í gegnum allskyns leiki með misjöfnum árangri, auk þess sem keyrt er í hina ýmsu dagskrárliði og gestir fengnir í heimsókn. Queens – Þriðjudagar kl. 21.00 Diamondmynxx og Vallapjalla leiða saman hesta sína og spila fjölbreyttar gerðir leikja. Hér verða mikil læti, öskur og fleira. The BabePatrol – Miðvikudagar kl. 21.00 Hér mæta KamCarrier, Evasniper69, Almazing og Hoggattack til Verdansk og láta óvinina finna fyrir því í Warzone. Þessar fjórar hafa verið vinkonur svo lengi sem elstu menn muna og hafa verið að streyma Warzone í rúmt ár. Sandkassinn – Sunnudagar kl. 21.00 Benni og félagar mæta hér til leiks og spila allskyns leiki í bland við að prófa sig áfram með allskyns tækni og leiki enda á kafi í sandkassanum. Gametíví Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðunni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Fyrsta útsending haustsins er í kvöld. GameTíví sjónvarpsþátturinn kom fyrst fyrir sjónir Íslendinga árið 2000 á PoppTíví undir stjórn Ólafs Þórs Jóelssonar og Sverris Bergmann. Síðan fór þátturinn á Skjá einn, Sirkus og var hann einnig sýndur á Sýn (Nú Stöð 2 Sport) og Stöð 2. Eftir það breyttist þátturinn og fór nær alfarið yfir á Youtube og samfélagsmiðla. Í fyrra hóf GameTíví útsendingar á Vísi, Stöð 2 eSport og Twitch þar sem núverandi stjórnendur þáttarins Óli Jóels, Kristján Einar, Tryggvi og Dói spila tölvuleiki, spjalla við áhorfendur og gera margt fleira. GameTíví var með meira en fjörutíu streymi, alls meira en 160 klukkustundir. Áhorfendur hafa samanlagt horft á rúmlega eina og hálfa milljón mínúta af GameTíví á þessum tíma. Í tilkynningu frá GameTíví segir að nú sé komið að því að stíga næsta skref og fjórfalda dagskránna. Fjögur streymi verða undir merkjum GameTíví í viku hverri á Vísi, Stöð 2 eSport og Twitch. Stjórnendur þessara þátta eru öflugir íslenskir streymarar. Þau Queens, BabePatrol og Sandkassinn. Klippa: Hauststikla GameTíví Haustdagskrá GameTíví verður eftirfarandi: GameTíví – Mánudagar kl. 20.00 Óli Jóels, Kristján Einar, Tryggvi og Dói vaða í gegnum allskyns leiki með misjöfnum árangri, auk þess sem keyrt er í hina ýmsu dagskrárliði og gestir fengnir í heimsókn. Queens – Þriðjudagar kl. 21.00 Diamondmynxx og Vallapjalla leiða saman hesta sína og spila fjölbreyttar gerðir leikja. Hér verða mikil læti, öskur og fleira. The BabePatrol – Miðvikudagar kl. 21.00 Hér mæta KamCarrier, Evasniper69, Almazing og Hoggattack til Verdansk og láta óvinina finna fyrir því í Warzone. Þessar fjórar hafa verið vinkonur svo lengi sem elstu menn muna og hafa verið að streyma Warzone í rúmt ár. Sandkassinn – Sunnudagar kl. 21.00 Benni og félagar mæta hér til leiks og spila allskyns leiki í bland við að prófa sig áfram með allskyns tækni og leiki enda á kafi í sandkassanum.
Gametíví Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðunni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira