Russell Henley sem hafði verið í forystu stærstan hluta mótsins átti ekki góðan lokahring en hann lauk hringnum á einu höggi yfir pari og var því á samtals fjórtán höggum undir pari.
Það skilaði honum ekki sæti í bráðabana því Kisner auk Kevin Na, Branden Grace, Si Woo Kim, Adam Scott og Roger Sloan luku allir keppni á samtals fimmtán höggum undir pari.
Kisner, Na og Grace háðu lokabaráttuna um sigurinn og hafði Kisner betur að lokum.
.@K_Kisner talks about breaking his streak of 5 straight playoff losses to capture the win @WyndhamChamp. https://t.co/M6DeJOop01
— PGA TOUR (@PGATOUR) August 15, 2021