Íslenska landsliðið skipað leikmönnum fæddum árið 2002 og seinna eftir góðan sigur gegn Serbum.Mynd/HSÍ
Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum fæddum árið 2002 og fyrr mætti Svíum í fyrsta leik milliriðils á Evrópumóti U-19 landsliða. Lokatölur 29-27, Svíum í vil, og íslenska liðið á því ekki lengur möguleika á sæti í undanúrslitum.
Íslenska liðið fór oft á tíðum illa með upplögð tækifæri og enduðu leikinn með rétt um 50% skotnýtingu.
Guðmundur Bragi Ástþórsson var markahæstur í liði Íslands með níu mörk, en þar á eftir var Ísak Gústafsson með fimm.
Ísland er án stiga eftir tvo leiki í milliriðli, en næsti leikur liðsins er gegn Spánverjum á morgun.