Margrét Lára: Lára Kristín búin að vera stórkostleg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2021 11:00 Valskonur fagna sigri á Blikum á dögunum en með honum fór liðið langt með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Hulda Margrét Margrét Lára Viðarsdóttir hrósaði sérstaklega einum leikmanni í verðandi Íslandsmeistaraliði Vals þegar Pepsi Max mörkin ræddu stöðuna í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Valsliðið er með sjö stiga forskot á Breiðablik þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum en Valur vann Blika þegar toppliðin mættust í síðustu umferð. „Það yrðu mikil vonbrigði á Hlíðarenda ef þær ná ekki að klára þetta. Þær eru búnar að spila virkilega vel, eru búnir að vinna einhverja átta leiki í röð og þar á undan gerðu þær jafntefli. Þær eru búnar að vera á eldi,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum. „Það er erfitt að taka einhvern einn leikmann út úr þessum hóp af því að þetta er búin að vera svo mikil liðsheild. Þær eru ekki með markahæsta leikmanninn sem hefur skorað tuttugu mörk. Þetta er búið að dreifast. Elín er búin að skora mest en svo koma þær þarna Mist og nokkrar aðrar á eftir,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Hrós á Láru Kristínu Pedersen „Það er því erfitt að taka út einhvern einn leikmann út úr þessu liði í ár en mér finnst samt tilkoma Láru Kristínar í Valsliðið hafa gjörbreytt rytmanum í liðinu. Hún er búin að vera stórkostleg,“ sagði Margrét Lára og hélt áfram að hrósa miðjumanninum Láru Kristínu Pedersen. „Hún er svo góð með boltann og er með svo mikla fótboltagreind. Hún tekur alltaf réttar ákvarðanir með bolta og ekki síður án bolta. Hún hleypur til baka og hleypur alltaf á rétta staði. Hún vinnur svo hratt varnarlega á milli miðjumanna og hún selur sig aldrei. Ég get ekki hætt að hrósa henni,“ sagði Margrét Lára. „Hún er búin að vera frábær fyrir Valsliðið og hefur gefið leikmanni eins og Dóru Maríu mikið. Dóra María vill spila fótbolta og vill ekki vera að horfa á boltann fara yfir sig. Hún varð helmingi betri því Dóra er búin að vera góð í sumar en hún er búin að vera stórkostleg eftir að Lára kom,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla umfjöllunina um Láru Kristínu og Valsliðið hér fyrir ofan. Lára Kristín Pedersen í baráttunni í leiknum á móti Blikum.Vísir/Hulda Margrét Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira
Valsliðið er með sjö stiga forskot á Breiðablik þegar aðeins níu stig eru eftir í pottinum en Valur vann Blika þegar toppliðin mættust í síðustu umferð. „Það yrðu mikil vonbrigði á Hlíðarenda ef þær ná ekki að klára þetta. Þær eru búnar að spila virkilega vel, eru búnir að vinna einhverja átta leiki í röð og þar á undan gerðu þær jafntefli. Þær eru búnar að vera á eldi,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkunum. „Það er erfitt að taka einhvern einn leikmann út úr þessum hóp af því að þetta er búin að vera svo mikil liðsheild. Þær eru ekki með markahæsta leikmanninn sem hefur skorað tuttugu mörk. Þetta er búið að dreifast. Elín er búin að skora mest en svo koma þær þarna Mist og nokkrar aðrar á eftir,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Hrós á Láru Kristínu Pedersen „Það er því erfitt að taka út einhvern einn leikmann út úr þessu liði í ár en mér finnst samt tilkoma Láru Kristínar í Valsliðið hafa gjörbreytt rytmanum í liðinu. Hún er búin að vera stórkostleg,“ sagði Margrét Lára og hélt áfram að hrósa miðjumanninum Láru Kristínu Pedersen. „Hún er svo góð með boltann og er með svo mikla fótboltagreind. Hún tekur alltaf réttar ákvarðanir með bolta og ekki síður án bolta. Hún hleypur til baka og hleypur alltaf á rétta staði. Hún vinnur svo hratt varnarlega á milli miðjumanna og hún selur sig aldrei. Ég get ekki hætt að hrósa henni,“ sagði Margrét Lára. „Hún er búin að vera frábær fyrir Valsliðið og hefur gefið leikmanni eins og Dóru Maríu mikið. Dóra María vill spila fótbolta og vill ekki vera að horfa á boltann fara yfir sig. Hún varð helmingi betri því Dóra er búin að vera góð í sumar en hún er búin að vera stórkostleg eftir að Lára kom,“ sagði Margrét Lára. Það má sjá alla umfjöllunina um Láru Kristínu og Valsliðið hér fyrir ofan. Lára Kristín Pedersen í baráttunni í leiknum á móti Blikum.Vísir/Hulda Margrét
Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Sjá meira