Neyðarástand ríkir á Haítí Heimsljós 20. ágúst 2021 15:56 UNICEF/Rouzier Að mati UNICEF hefur hálf milljón haítískra barna lítinn sem engan aðgang að húsaskjóli, læknisaðstoð, vatni eða næringu. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, áætlar að rúmlega ein milljón íbúa Haítí glími nú við afleiðingar mannskæðs jarðskjálfta sem reið yfir landið fyrir skemmstu. Á annað þúsund manns lét lífið í skjálftanum sem olli miklu tjóni á heimilum og innviðum í landinu. Að mati UNICEF hefur hálf milljón haítískra barna lítinn sem engan aðgang að húsaskjóli, læknisaðstoð, vatni eða næringu. „UNICEF er á staðnum og vinnur með stjórnvöldum og samstarfsaðilum að því að meta aðstæður og skipuleggja hjálparstarf. Búið er að koma neyðarbirgðum til þeirra svæða sem urðu verst úti og meiri hjálpargögn eru á leiðinni til þeirra fjölmörgu barna og fjölskyldna sem þurfa nú lífsnauðsynlega aðstoð, til að mynda öruggt skjól, hreint vatn, mat og læknisaðstoð,“ segir í nýútgefinni fréttatilkynningu frá UNICEF á Íslandi. Landið stendur enn í uppbyggingu eftir jarðskjálfta af svipaðri stærð sem varð fyrir 11 árum, en stjórnmálaólga, viðvarandi fátækt, ofbeldi og útbreiðsla Covid-19 faraldursins hafa bætt gráu ofan á svart. Þá kom hitabeltislægðin Grace í kjölfar jarðskjálftans og hefur illviðrið torveldað hjálparstarf og þannig gert illt verra. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst yfir samstöðu með haítísku þjóðinni og hvatt til brýnna aðgerða, en Sameinuðu þjóðirnar hafa úthlutað átta milljónum Bandaríkjadala úr neyðarsjóði sínum (UN Central Emergency Response Fund) til Haítí í kjölfar jarðskjálftans. Neyðarsjóðurinn er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. UNICEF á Íslandi hvetur fólk að skrá sig sem heimsforeldri en það er með slíkri hjálp sem stofnunin getur brugðist hratt við þegar neyðarástand skapast líkt og á Haítí. Auk þess hafa SOS Barnaþorpin hafið neyðarsöfnun til styrktar íbúum landsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Haítí Þróunarsamvinna Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, áætlar að rúmlega ein milljón íbúa Haítí glími nú við afleiðingar mannskæðs jarðskjálfta sem reið yfir landið fyrir skemmstu. Á annað þúsund manns lét lífið í skjálftanum sem olli miklu tjóni á heimilum og innviðum í landinu. Að mati UNICEF hefur hálf milljón haítískra barna lítinn sem engan aðgang að húsaskjóli, læknisaðstoð, vatni eða næringu. „UNICEF er á staðnum og vinnur með stjórnvöldum og samstarfsaðilum að því að meta aðstæður og skipuleggja hjálparstarf. Búið er að koma neyðarbirgðum til þeirra svæða sem urðu verst úti og meiri hjálpargögn eru á leiðinni til þeirra fjölmörgu barna og fjölskyldna sem þurfa nú lífsnauðsynlega aðstoð, til að mynda öruggt skjól, hreint vatn, mat og læknisaðstoð,“ segir í nýútgefinni fréttatilkynningu frá UNICEF á Íslandi. Landið stendur enn í uppbyggingu eftir jarðskjálfta af svipaðri stærð sem varð fyrir 11 árum, en stjórnmálaólga, viðvarandi fátækt, ofbeldi og útbreiðsla Covid-19 faraldursins hafa bætt gráu ofan á svart. Þá kom hitabeltislægðin Grace í kjölfar jarðskjálftans og hefur illviðrið torveldað hjálparstarf og þannig gert illt verra. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst yfir samstöðu með haítísku þjóðinni og hvatt til brýnna aðgerða, en Sameinuðu þjóðirnar hafa úthlutað átta milljónum Bandaríkjadala úr neyðarsjóði sínum (UN Central Emergency Response Fund) til Haítí í kjölfar jarðskjálftans. Neyðarsjóðurinn er ein af áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð. UNICEF á Íslandi hvetur fólk að skrá sig sem heimsforeldri en það er með slíkri hjálp sem stofnunin getur brugðist hratt við þegar neyðarástand skapast líkt og á Haítí. Auk þess hafa SOS Barnaþorpin hafið neyðarsöfnun til styrktar íbúum landsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Haítí Þróunarsamvinna Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent