„Fannst ég oft geta gert betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. ágúst 2021 17:11 Jónatan Ingi Jónsson átti flottan leik í liði FH í dag, en segir þó að hann hefði getað gert betur. Vísir/Bára Dröfn Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH, átti frábæran leik þegar Fimleikafélagið vann 0-5 sigur í Keflavík í dag. Jónatan átti beinan þátt í öllum mörkum FH í dag en sagði samt sem áður að hann hefði átt að gera betur í dag. „Geggjað að fá þrjú stig. Við höldum hreinu annan leikinn í röð og í báðum leikjunum erum við bara 1-0 yfir í hálfleik. Mér fannst við samt geta gert betur, við vorum smá 'sloppy' í byrjun seinni hálfleiks og það var einhvern veginn ekki fyrr en rauða spjaldið kom að við duttum í gang aftur. Mér fannst við betra liðið í dag og nánast allan leikinn, við áttum þetta skilið,“ sagði Jónatan í viðtali við Vísi eftir leik. Jónatan skoraði þrjú mörk ásamt því að leggja upp hin tvö mörkin og var því eðlilega spurður hvað það var sem hann hefði geta gert betur í dag. „Mér fannst ég oft geta gert betur, annað hvort skjóta eða senda hann aðeins fyrr. Við sem heild hefðum getað refsað meira en auðvitað er maður sáttur, það er erfitt að biðja um eitthvað meira en 5-0,“ svaraði Jónatan. Ignacio Heras fékk rautt spjald á 74. mínútu sem opnaði flóðgáttirnar fyrir markaregn FH undir lok leiks. Jónatan telur dóminn réttan. „Mér sýndist hann slá aftan á hnakkann á honum, sama hversu laust eða fast það var. Ég þarf að fá að sjá þetta aftur á vídeó. Eins og ég sá þetta þá var það línuvörðurinn sem sá atvikið og lét dómarann vita og þetta var bara rautt spjald.“ Keflavík á harma að hefna eftir þetta stóra tap á heimavelli en næsti leikur Keflavíkur er einmitt aftur á móti FH í Kaplakrika næsta miðvikudag. „Það er alveg á hreinu að þeir mæta dýrvitlausir í þangað og við verðum að mæta því í baráttu ef við ætlum að eiga séns á þremur stigum þar,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn FH Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 16:00 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
„Geggjað að fá þrjú stig. Við höldum hreinu annan leikinn í röð og í báðum leikjunum erum við bara 1-0 yfir í hálfleik. Mér fannst við samt geta gert betur, við vorum smá 'sloppy' í byrjun seinni hálfleiks og það var einhvern veginn ekki fyrr en rauða spjaldið kom að við duttum í gang aftur. Mér fannst við betra liðið í dag og nánast allan leikinn, við áttum þetta skilið,“ sagði Jónatan í viðtali við Vísi eftir leik. Jónatan skoraði þrjú mörk ásamt því að leggja upp hin tvö mörkin og var því eðlilega spurður hvað það var sem hann hefði geta gert betur í dag. „Mér fannst ég oft geta gert betur, annað hvort skjóta eða senda hann aðeins fyrr. Við sem heild hefðum getað refsað meira en auðvitað er maður sáttur, það er erfitt að biðja um eitthvað meira en 5-0,“ svaraði Jónatan. Ignacio Heras fékk rautt spjald á 74. mínútu sem opnaði flóðgáttirnar fyrir markaregn FH undir lok leiks. Jónatan telur dóminn réttan. „Mér sýndist hann slá aftan á hnakkann á honum, sama hversu laust eða fast það var. Ég þarf að fá að sjá þetta aftur á vídeó. Eins og ég sá þetta þá var það línuvörðurinn sem sá atvikið og lét dómarann vita og þetta var bara rautt spjald.“ Keflavík á harma að hefna eftir þetta stóra tap á heimavelli en næsti leikur Keflavíkur er einmitt aftur á móti FH í Kaplakrika næsta miðvikudag. „Það er alveg á hreinu að þeir mæta dýrvitlausir í þangað og við verðum að mæta því í baráttu ef við ætlum að eiga séns á þremur stigum þar,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn FH Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 16:00 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - FH 0-5 | Jónatan Ingi allt í öllu gegn tíu Keflvíkingum FH vann öruggan 5-0 sigur á Keflavík er þau mættust á HS Orku-vellinum í Keflavík í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. Jónatan Ingi Jónsson fór mikinn í leiknum. 21. ágúst 2021 16:00