„Vildum votta meisturunum virðingu okkar“ Ritstjórn Albúmm.is skrifar 22. ágúst 2021 14:31 Straumvatn sendi á dögunum frá sér smáskífuna Sveitin Mín. Að sögn aðstandenda er hér á ferð íslenskt erkipopp, sérlega vel brúklegt til söngs á mannamótum og má þá gjarnan hver syngja með sínu nefi. Lagið er óður til sveitarinnar, óbeislaðra fallvatna, heiða, dala og öræfa og minninganna um löngu liðnar stundir við snarkið frá sundurspilaðri vinylplötu. Harmonikkan spilar stóra rullu og minnir á freyðandi straumföx meðan melódikan veður lygnuna. Straumvatn er hugarfóstur Júlíusar H. Ólafssonar og Þorkels Atlasonar. „Við vildum votta meisturunum virðingu okkar. Körlum og konum sem víluðu ekki fyrir sér að vaða straumþungar árnar og vötnin, klífa jöklana og klöngrast um hraunin – og leggja þannig grunninn að þekkingunni sem við búum yfir í dag. Þetta voru sannarlega snillingar, konungar hálendisins. Náttúruvinir. Þetta er í rauninni stórpólitískt lag. Við viljum friða hálendið og umfram allt stöðva allt þetta óþarfa virkjanabrölt. Við þurfum ekki meira rafmagn. Ef við höfum ekki nóg rafmagn þá bara getum við dregið fram nikkurnar, melódikurnar og kassagítarana, skellt okkur í bússur, vaðið út í næstu á eða læk og tekið lagið. Við viljum samt minna fólk á að það getur verið erfitt að vaða straumvatn þegar bússurnar eru orðnar fullar en þá má bara fara á skónum.” Á B-hlið er að finna versjónina Farartálmi sem sækir innblástur úr Döbbheimum jarðmöttuls. Sveitin mín er fáanleg á 7 tommu vinyl en gefin út í mjög takmörkuðu upplagi en hægt er að nálgast hana í Space Odissey á Skólavörðustígnum eða leggja inn pöntun á facebook síðu sveitarinnar. Flytjendur: Júlíus Heimir Ólafsson, Þorkell Atlason, Þorvaldur Kári Ingveldarson, Lárus Halldór Grímsson ásamt félögum úr Háskólakórnum. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Fylgstu með Straumvatn á Facebook Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni
Lagið er óður til sveitarinnar, óbeislaðra fallvatna, heiða, dala og öræfa og minninganna um löngu liðnar stundir við snarkið frá sundurspilaðri vinylplötu. Harmonikkan spilar stóra rullu og minnir á freyðandi straumföx meðan melódikan veður lygnuna. Straumvatn er hugarfóstur Júlíusar H. Ólafssonar og Þorkels Atlasonar. „Við vildum votta meisturunum virðingu okkar. Körlum og konum sem víluðu ekki fyrir sér að vaða straumþungar árnar og vötnin, klífa jöklana og klöngrast um hraunin – og leggja þannig grunninn að þekkingunni sem við búum yfir í dag. Þetta voru sannarlega snillingar, konungar hálendisins. Náttúruvinir. Þetta er í rauninni stórpólitískt lag. Við viljum friða hálendið og umfram allt stöðva allt þetta óþarfa virkjanabrölt. Við þurfum ekki meira rafmagn. Ef við höfum ekki nóg rafmagn þá bara getum við dregið fram nikkurnar, melódikurnar og kassagítarana, skellt okkur í bússur, vaðið út í næstu á eða læk og tekið lagið. Við viljum samt minna fólk á að það getur verið erfitt að vaða straumvatn þegar bússurnar eru orðnar fullar en þá má bara fara á skónum.” Á B-hlið er að finna versjónina Farartálmi sem sækir innblástur úr Döbbheimum jarðmöttuls. Sveitin mín er fáanleg á 7 tommu vinyl en gefin út í mjög takmörkuðu upplagi en hægt er að nálgast hana í Space Odissey á Skólavörðustígnum eða leggja inn pöntun á facebook síðu sveitarinnar. Flytjendur: Júlíus Heimir Ólafsson, Þorkell Atlason, Þorvaldur Kári Ingveldarson, Lárus Halldór Grímsson ásamt félögum úr Háskólakórnum. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Fylgstu með Straumvatn á Facebook
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni