„Ákveðið að djamma svolítið í kvöld og það tókst“ Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2021 20:38 Stjörnukonur áttu flottan leik í kvöld. vísir/Hulda Margrét Kristján Guðmundsson var í ákveðnum „djammgír“ eftir 1-0 sigur Stjörnunnar gegn Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Sigurinn var afar verðskuldaður en Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði sigurmarkið þegar korter var til leiksloka með föstu skoti utan teigs. „Mér fannst við strax byrja að skapa hálffæri. Markið kom seint en datt loksins í seinni hálfleik. Það kom smástopp í leikinn og við nýttum okkur það – þær voru sofandi aðeins Fylkisstelpurnar – með frábæru skoti frá Hildigunni. En þetta tók langan tíma og ég var farinn að halda að þetta yrði leikur hinna glötuðu hálffæra,“ sagði Kristján eftir leik. Hildigunnur var nálægt því að skora fyrr í seinni hálfleiknum þegar skot hennar rúllaði í átt að markinu en Betsy Hassett kom honum yfir línuna og var dæmd rangstæð. Kristján var ánægður með frammistöðu framherja sinna í kvöld: „Við vorum aðeins beittari í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleik fengum við hálffæri, fyrirgjafir inn í teiginn sem við náðum ekki alveg í. Í seinni hálfleik náðum við í boltann en skutum bara framhjá markinu, þangað til að þessi bomba fór inn. Hildigunnur var mjög ógnandi ásamt Betsy frammi, og sennilega óheppin að Betsy skyldi taka boltann áður en hann fór yfir línuna því hann hefði sennilega farið yfir hana. Þetta var góður leikur hjá þeim, frammistaðan var fín og við virkuðum eins og við værum að djamma,“ sagði Kristján. Kristján Guðmundsson stýrir liði Stjörnunnar.vísir/Hulda Margrét Eina hættan sem Fylkir skapaði í seinni hálfleik var rétt í uppbótartíma, og hún var ekki mikil: „Við vorum búin að vera betra liðið allan seinni hálfleik en svo kom eitthvað „panik“ í lokin því leikurinn var að verða búinn. Sennilega voru þær bara að keyra upp í eitthvað djamm í kvöld,“ sagði Kristján, sem glotti aðspurður hvort hann hefði tekið veðmáli um að koma orðinu „djamm“ að sem oftast í viðtalinu: „Það var ákveðið að djamma svolítið í kvöld og það tókst. Leikmenn voru að skjóta á markið og hafa svolítið gaman af þessu,“ sagði Kristján. Það geta Stjörnukonur gert en þær eru í góðum málum í efri hluta deildarinnar og þó að þær hafi að litlu að keppa gætu þær mögulega náð 3. sæti áður en yfir lýkur. Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
„Mér fannst við strax byrja að skapa hálffæri. Markið kom seint en datt loksins í seinni hálfleik. Það kom smástopp í leikinn og við nýttum okkur það – þær voru sofandi aðeins Fylkisstelpurnar – með frábæru skoti frá Hildigunni. En þetta tók langan tíma og ég var farinn að halda að þetta yrði leikur hinna glötuðu hálffæra,“ sagði Kristján eftir leik. Hildigunnur var nálægt því að skora fyrr í seinni hálfleiknum þegar skot hennar rúllaði í átt að markinu en Betsy Hassett kom honum yfir línuna og var dæmd rangstæð. Kristján var ánægður með frammistöðu framherja sinna í kvöld: „Við vorum aðeins beittari í seinni hálfleik. Í fyrri hálfleik fengum við hálffæri, fyrirgjafir inn í teiginn sem við náðum ekki alveg í. Í seinni hálfleik náðum við í boltann en skutum bara framhjá markinu, þangað til að þessi bomba fór inn. Hildigunnur var mjög ógnandi ásamt Betsy frammi, og sennilega óheppin að Betsy skyldi taka boltann áður en hann fór yfir línuna því hann hefði sennilega farið yfir hana. Þetta var góður leikur hjá þeim, frammistaðan var fín og við virkuðum eins og við værum að djamma,“ sagði Kristján. Kristján Guðmundsson stýrir liði Stjörnunnar.vísir/Hulda Margrét Eina hættan sem Fylkir skapaði í seinni hálfleik var rétt í uppbótartíma, og hún var ekki mikil: „Við vorum búin að vera betra liðið allan seinni hálfleik en svo kom eitthvað „panik“ í lokin því leikurinn var að verða búinn. Sennilega voru þær bara að keyra upp í eitthvað djamm í kvöld,“ sagði Kristján, sem glotti aðspurður hvort hann hefði tekið veðmáli um að koma orðinu „djamm“ að sem oftast í viðtalinu: „Það var ákveðið að djamma svolítið í kvöld og það tókst. Leikmenn voru að skjóta á markið og hafa svolítið gaman af þessu,“ sagði Kristján. Það geta Stjörnukonur gert en þær eru í góðum málum í efri hluta deildarinnar og þó að þær hafi að litlu að keppa gætu þær mögulega náð 3. sæti áður en yfir lýkur.
Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn