Kjartan Henry: Það kemur mér ekkert á óvart að Skagamönnum finnist eitthvað vera á móti sér Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2021 20:49 Kjartan Henry skoraði gott mark sem dugði KR því miður ekki til sigurs. Vísir/Hulda Margrét KR fór og sótti þrjú stig á Akranes í kvöld þegar þeir mættu ÍA í Pepsi-Max deild karla. Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, var glaður í leikslok. „Alltaf erfitt að koma uppá Skaga sérstaklega þegar aðstæður eru eins og þær voru í dag, völlurinn fínn en ansi mikið rok. Þeir þekkja rokið sitt hérna uppá Skaga. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik en hefðum átt að vera búnir að skora fleiri mörk. Svo fannst mér við bara vera solid í seinni hálfleik, héldum boltanum vel og náðum inn þessu öðru marki. Svo ég er bara mjög ánægður með þetta,“ sagði Kjartan Henry. Kjartan Henrý skoraði fyrra mark KR eftir 15 mínútna leik en Skagamenn voru ansi óánægðir með það og töldu Kjartan hafa hrint Guðmundi Tyrfingssyni í aðdraganda marksins. Kjartan var sjálfur ósammála því. „Það kemur mér ekkert á óvart að Skagamönnum finnist eitthvað vera á móti sér en nei ég bara var að reyna að ná mér í stöðu, man svo sem ekki alveg hvað gerist en ég sá bara að Stebbi var að koma honum fyrir og hann er léttur þessi strákur. Mér fannst ég ekki gera neitt af mér og ekki dómaranum heldur þannig það er eins og það er. Markið stóð og það er það sem skiptir máli,“ sagði Kjartan Henry um markið sem hann skoraði. KR voru mun meira með boltann í leiknum og þá nánast allan tímann í fyrri hálfleik. Undirritaður spurði Kjartan hvers vegna liðinu tókst ekki að skapa fleiri opin marktækifæri og aftur var Kjartan Henry ósammála. „Ég er reyndar ósammála því sko. Í fyrri hálfleik fannst mér við skapa fullt af opnum og góðum tækifærum til þess að skora og við hefðum átt að vera 3-0 yfir í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við með vindinn á móti okkur og þurftum að spila öðruvísi leik og mér fannst við gera það vel,“ sagði Kjartan Henrý. KR liðið var að koma til baka úr sóttkví í þessum leik og höfðu aðeins náð tveimur æfingum í undirbúningi fyrir leikinn. Kjartan var ánægður með sína menn. „Við héldum boltanum vel og vorum bara í fínu standi. Við vorum ákveðnir í að nota ekki sóttkví sem neina afsökun svo ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna í dag og við verðum bara að mæta klárir á sunnudaginn,“ sagði Kjartan. KR fer í 4.sæti deildarinnar með sigri kvöldsins og eiga eftir fjóra leiki. Kjartan segist þó ekki vera að pæla mikið í töflunni. „Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að vera að horfa neitt á töfluna. Það eru fjórir leikir og tólf stig eftir í pottinum og við ætlum að ná í þau öll og svo bara sjá hvert það fer með okkur,“ sagði Kjartan Henry að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjá meira
„Alltaf erfitt að koma uppá Skaga sérstaklega þegar aðstæður eru eins og þær voru í dag, völlurinn fínn en ansi mikið rok. Þeir þekkja rokið sitt hérna uppá Skaga. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik en hefðum átt að vera búnir að skora fleiri mörk. Svo fannst mér við bara vera solid í seinni hálfleik, héldum boltanum vel og náðum inn þessu öðru marki. Svo ég er bara mjög ánægður með þetta,“ sagði Kjartan Henry. Kjartan Henrý skoraði fyrra mark KR eftir 15 mínútna leik en Skagamenn voru ansi óánægðir með það og töldu Kjartan hafa hrint Guðmundi Tyrfingssyni í aðdraganda marksins. Kjartan var sjálfur ósammála því. „Það kemur mér ekkert á óvart að Skagamönnum finnist eitthvað vera á móti sér en nei ég bara var að reyna að ná mér í stöðu, man svo sem ekki alveg hvað gerist en ég sá bara að Stebbi var að koma honum fyrir og hann er léttur þessi strákur. Mér fannst ég ekki gera neitt af mér og ekki dómaranum heldur þannig það er eins og það er. Markið stóð og það er það sem skiptir máli,“ sagði Kjartan Henry um markið sem hann skoraði. KR voru mun meira með boltann í leiknum og þá nánast allan tímann í fyrri hálfleik. Undirritaður spurði Kjartan hvers vegna liðinu tókst ekki að skapa fleiri opin marktækifæri og aftur var Kjartan Henry ósammála. „Ég er reyndar ósammála því sko. Í fyrri hálfleik fannst mér við skapa fullt af opnum og góðum tækifærum til þess að skora og við hefðum átt að vera 3-0 yfir í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við með vindinn á móti okkur og þurftum að spila öðruvísi leik og mér fannst við gera það vel,“ sagði Kjartan Henrý. KR liðið var að koma til baka úr sóttkví í þessum leik og höfðu aðeins náð tveimur æfingum í undirbúningi fyrir leikinn. Kjartan var ánægður með sína menn. „Við héldum boltanum vel og vorum bara í fínu standi. Við vorum ákveðnir í að nota ekki sóttkví sem neina afsökun svo ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna í dag og við verðum bara að mæta klárir á sunnudaginn,“ sagði Kjartan. KR fer í 4.sæti deildarinnar með sigri kvöldsins og eiga eftir fjóra leiki. Kjartan segist þó ekki vera að pæla mikið í töflunni. „Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að vera að horfa neitt á töfluna. Það eru fjórir leikir og tólf stig eftir í pottinum og við ætlum að ná í þau öll og svo bara sjá hvert það fer með okkur,“ sagði Kjartan Henry að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjá meira