Rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um 7,3 milljarða og skuldir aukast Eiður Þór Árnason skrifar 26. ágúst 2021 13:38 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Pawel Bartoszek borgarfulltrúi og Helga Björg Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar á borgarstjórnarfundi. Vísir/Vilhelm Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar var neikvæð um 7.322 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Áætlun gerði ráð fyrir 7.994 milljarða halla en frávik eru einkum sögð skýrast af hærri útsvarstekjum. Þetta kemur fram í árshlutareikningi borgarinnar sem var afgreiddur í borgarráði í dag. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar var jákvæð um 11.550 milljónir króna en áætlanir gerðu ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 2.269 milljónir króna. Rekstrarniðurstaðan er því 13.819 milljónum króna betri en gert var ráð fyrir. Að sögn borgarinnar má einkum rekja betri rekstrarniðurstöðu til matsbreytingu fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum auk áhrifa hækkaðs álverðs og styrkingu krónunnar á tekjur Orkuveitu Reykjavíkur af raforkusölu til álvera. Útsvarstekjur voru um 3.115 milljónum króna yfir áætlun á fyrri helmingi ársins sem hafði áhrif á niðurstöðu A-hluta. Launaútgjöld voru 2.610 milljónum yfir fjárheimildum sem að hluta til má rekja til aðgerða vegna Covid-19. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 4.754 milljónir króna eða 1.070 milljónum betri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 6.807 milljónir króna sem er 2.919 milljónum króna betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Ráðhús Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Heildarskuldir 397 milljarðar króna Heildareignir A- og B-hluta samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 745.378 milljónum króna. Heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 397.078 milljónir króna í lok júní samanborið við 382.974 milljónir um síðustu áramót. Skuldir og skuldbindingar A-hluta námu 138.234 milljónum króna í lok fyrri árshelmings og jukust um 14.477 milljónir frá áramótum. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Í B-hluta eru fyrirtæki, á borð við Orkuveituna, sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu borgarinnar og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Eigið fé A- og B-hluta borgarinnar er nú 348.300 milljónir króna en þar af var hlutdeild meðeigenda 12.979 milljónir. Eiginfjárhlutfallið er nú 46,7% en var 47,0% um síðustu áramót. Rekstrargjöld A-hluta námu 70.122 milljónum króna á fyrri helmingi 2021 og jukust um 9.604 milljónir milli ára. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Afkoman betri en gert var ráð fyrir Fram kemur í tilkynningu frá borginni að heimsfaraldurinn hafi haft mikil fjárhagsleg áhrif á Reykjavíkurborg. „Við því var að búast og afkoma borgarinnar er heldur betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, sem ber sterkri stjórnun í rekstri borgarinnar glöggt vitni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í tilkynningu. „Borgin leggur höfuðáherslu á að verja starfsemi, velferð og skólastarf við þessar aðstæður og sóknaráætlun borgarinnar, Græna planið er í forgrunni fjármála hjá borginni til framtíðar. Borgin stefnir að kröftugri viðspyrnu, meiri fjárfestingu og góðri þjónustu sem er í mikilli þróun.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutareikningi borgarinnar sem var afgreiddur í borgarráði í dag. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta Reykjavíkurborgar var jákvæð um 11.550 milljónir króna en áætlanir gerðu ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 2.269 milljónir króna. Rekstrarniðurstaðan er því 13.819 milljónum króna betri en gert var ráð fyrir. Að sögn borgarinnar má einkum rekja betri rekstrarniðurstöðu til matsbreytingu fjárfestingaeigna hjá Félagsbústöðum auk áhrifa hækkaðs álverðs og styrkingu krónunnar á tekjur Orkuveitu Reykjavíkur af raforkusölu til álvera. Útsvarstekjur voru um 3.115 milljónum króna yfir áætlun á fyrri helmingi ársins sem hafði áhrif á niðurstöðu A-hluta. Launaútgjöld voru 2.610 milljónum yfir fjárheimildum sem að hluta til má rekja til aðgerða vegna Covid-19. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 4.754 milljónir króna eða 1.070 milljónum betri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 6.807 milljónir króna sem er 2.919 milljónum króna betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Ráðhús Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Heildarskuldir 397 milljarðar króna Heildareignir A- og B-hluta samkvæmt samanteknum efnahagsreikningi námu í lok júní 745.378 milljónum króna. Heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 397.078 milljónir króna í lok júní samanborið við 382.974 milljónir um síðustu áramót. Skuldir og skuldbindingar A-hluta námu 138.234 milljónum króna í lok fyrri árshelmings og jukust um 14.477 milljónir frá áramótum. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum. Í B-hluta eru fyrirtæki, á borð við Orkuveituna, sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu borgarinnar og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Eigið fé A- og B-hluta borgarinnar er nú 348.300 milljónir króna en þar af var hlutdeild meðeigenda 12.979 milljónir. Eiginfjárhlutfallið er nú 46,7% en var 47,0% um síðustu áramót. Rekstrargjöld A-hluta námu 70.122 milljónum króna á fyrri helmingi 2021 og jukust um 9.604 milljónir milli ára. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Vilhelm Afkoman betri en gert var ráð fyrir Fram kemur í tilkynningu frá borginni að heimsfaraldurinn hafi haft mikil fjárhagsleg áhrif á Reykjavíkurborg. „Við því var að búast og afkoma borgarinnar er heldur betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, sem ber sterkri stjórnun í rekstri borgarinnar glöggt vitni,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í tilkynningu. „Borgin leggur höfuðáherslu á að verja starfsemi, velferð og skólastarf við þessar aðstæður og sóknaráætlun borgarinnar, Græna planið er í forgrunni fjármála hjá borginni til framtíðar. Borgin stefnir að kröftugri viðspyrnu, meiri fjárfestingu og góðri þjónustu sem er í mikilli þróun.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Rekstrarniðurstaðan neikvæð um nærri þrjá milljarða Rekstrarniðurstaða samstæðu A- og B-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 var neikvæð um tæpa 2,8 milljarða króna en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á tæpa tólf milljarða króna. 29. apríl 2021 13:54
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent