„Er hann þá ekki svolítið búinn að missa hópinn?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. ágúst 2021 11:30 Fylkiskonur hafa átt strembið sumar. Vísir/Bára Dröfn „Leikirnir þeirra eru að hleypast upp í allt of mikla kaós,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna, um lið Fylkis eftir 1-0 tap liðsins fyrir Stjörnunni í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Fylkiskonur eru í mikilli fallhættu. „Það eru rosalega mörg færi í leikjunum þeirra, ég meina síðasti leikurinn þeirra fór 4-3 á móti Selfossi á heimavelli, þessi leikur vissulega fer bara 1-0 en það hefðu getað verið mun stærri tölur.“ segir Margrét Lára. Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna, tekur í svipaðan streng: „Það hefðu getað verið 3-4 mörk,“ Fylkir er sem stendur í níunda sæti af tíu liðum með tólf stig eftir 15 leiki. Liðið er aðeins stigi fyrir ofan botnlið Tindastóls en þó aðeins stigi á eftir liði Keflavíkur sem er í öruggu sæti og fjórum á eftir ÍBV sem er í sjöunda sæti. Þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir benti á að félagið hefði misst Berglindi Rós Ágústsdóttur sem fór í atvinnumennsku í Svíþjóð en það afsakaði þó ekki hvernig liðið spilar. „Þær voru í því í þessum leik til dæmis. Þær gerðu ekkert nema senda langa bolta fram og Þórhildur átti að hlaupa ein, það var eiginlega engin með henni, og hvað átti hún að gera ein gegn þeim þremur sterkum í vörninni?“ sagði Sonný Lára. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Fylkir Vangaveltur hafa verið um framtíð Kjartans Stefánssonar í stjórastólnum hjá Fylki. Í lok síðasta mánaðar sagðist hann hafa ætlað að hætta með liðið en dregið það svo til baka og kvaðst ætla að vera áfram. „Eins og Kjartan segir, hann fær á tilfinninguna að þær þurfi eitthvað nýtt, og ætlar að stíga frá - en samt er hann áfram, er hann þá ekki búinn að missa svolítið hópinn?“ spyr Sonný. „Þetta er allavega ekki sannfærandi og það er ekki mikil trú í þessu,“ tekur Margrét Lára undir mér Sonný Láru. Hún fagnar þó að Fjolla Shala hafi tekið yfir Fylkisliðið inni á vellinum og hafi sýnt leiðtogahæfileika sína. Efasemdir komu engu að síður fram um liðsheild og baráttuanda í Árbænum. Frekari umræðu um Fylkisliðið má sjá í spilaranum að ofan en þær Margrét, Sonný og Helena virtust sammála um að Kjartan væri sá rétti til að færa þetta Fylkislið áfram. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Fylkir Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
„Það eru rosalega mörg færi í leikjunum þeirra, ég meina síðasti leikurinn þeirra fór 4-3 á móti Selfossi á heimavelli, þessi leikur vissulega fer bara 1-0 en það hefðu getað verið mun stærri tölur.“ segir Margrét Lára. Sonný Lára Þráinsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna, tekur í svipaðan streng: „Það hefðu getað verið 3-4 mörk,“ Fylkir er sem stendur í níunda sæti af tíu liðum með tólf stig eftir 15 leiki. Liðið er aðeins stigi fyrir ofan botnlið Tindastóls en þó aðeins stigi á eftir liði Keflavíkur sem er í öruggu sæti og fjórum á eftir ÍBV sem er í sjöunda sæti. Þáttastjórnandinn Helena Ólafsdóttir benti á að félagið hefði misst Berglindi Rós Ágústsdóttur sem fór í atvinnumennsku í Svíþjóð en það afsakaði þó ekki hvernig liðið spilar. „Þær voru í því í þessum leik til dæmis. Þær gerðu ekkert nema senda langa bolta fram og Þórhildur átti að hlaupa ein, það var eiginlega engin með henni, og hvað átti hún að gera ein gegn þeim þremur sterkum í vörninni?“ sagði Sonný Lára. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Fylkir Vangaveltur hafa verið um framtíð Kjartans Stefánssonar í stjórastólnum hjá Fylki. Í lok síðasta mánaðar sagðist hann hafa ætlað að hætta með liðið en dregið það svo til baka og kvaðst ætla að vera áfram. „Eins og Kjartan segir, hann fær á tilfinninguna að þær þurfi eitthvað nýtt, og ætlar að stíga frá - en samt er hann áfram, er hann þá ekki búinn að missa svolítið hópinn?“ spyr Sonný. „Þetta er allavega ekki sannfærandi og það er ekki mikil trú í þessu,“ tekur Margrét Lára undir mér Sonný Láru. Hún fagnar þó að Fjolla Shala hafi tekið yfir Fylkisliðið inni á vellinum og hafi sýnt leiðtogahæfileika sína. Efasemdir komu engu að síður fram um liðsheild og baráttuanda í Árbænum. Frekari umræðu um Fylkisliðið má sjá í spilaranum að ofan en þær Margrét, Sonný og Helena virtust sammála um að Kjartan væri sá rétti til að færa þetta Fylkislið áfram.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Fylkir Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira