Alfreð tjáir sig í fyrsta sinn um fráfall eiginkonu sinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2021 09:52 Alfreð Gíslason kom Þýskalandi í átta liða úrslit á Ólympíuleikunum í Tókýó. getty/Dean Mouhtaropoulos Alfreð Gíslason ætlaði að hætta sem þjálfari þýska karlalandsliðsins í handbolta þegar eiginkona hans, Kara Guðrún Melstað, greindist með krabbamein í byrjun maí en hún taldi honum hughvarf. Kara lést þann 31. maí. Alfreð tjáði sig í fyrsta sinn um fráfall Köru í viðtali við Bild. Þar segir hann að síðustu mánuðir hafi verið afar erfiðir og hann hafi verið nálægt því að hætta sem landsliðsþjálfari. „Það var hræðilegt hversu hratt allt gerðist,“ sagði Alfreð. „Ég held að það hafi verið 3. maí, eftir leikinn gegn Eistlandi, sem við fórum til læknisins. Þá kom greiningin sem breytti öllu. Krabbamein var komið aftur í öllu sínu veldi. Þetta var heilaæxli, mjög sjaldgæft og illkynja.“ Eftir þetta ákvað Alfreð að hætta sem landsliðsþjálfari Þýskalands. Kara vildi hins vegar ekki heyra á það minnst og hvatti hann til að halda áfram. „Fyrstu viðbrögð voru að hætta og við myndum fara til Íslands og eyða síðustu mánuðunum þar. En Kara sagði nei. Það var eins og hana hafi grunað að hún myndi kveðja fyrr. Ég hélt við ættum allavega sex mánuði eftir saman,“ sagði Alfreð. „Ég var mjög þakklátur þýska handknattleikssambandinu fyrir að gefa mér frið í maí. Kara var mjög reið við mig þegar ég sagðist ætla að hætta. Hún vissi hversu mikilvægur handboltinn er fyrir mig,“ sagði Alfreð en þau Kara höfðu verið saman frá því voru sextán ára. Alfreð tók við þýska landsliðinu 6. febrúar 2020. Hann hefur stýrt því á tveimur stórmótum, HM og Ólympíuleikunum á þessu ári. Minningarathöfn verður um Köru í Akureyrarkirkju klukkan 13:00 í dag. Þýski handboltinn Íslendingar erlendis Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Sjá meira
Alfreð tjáði sig í fyrsta sinn um fráfall Köru í viðtali við Bild. Þar segir hann að síðustu mánuðir hafi verið afar erfiðir og hann hafi verið nálægt því að hætta sem landsliðsþjálfari. „Það var hræðilegt hversu hratt allt gerðist,“ sagði Alfreð. „Ég held að það hafi verið 3. maí, eftir leikinn gegn Eistlandi, sem við fórum til læknisins. Þá kom greiningin sem breytti öllu. Krabbamein var komið aftur í öllu sínu veldi. Þetta var heilaæxli, mjög sjaldgæft og illkynja.“ Eftir þetta ákvað Alfreð að hætta sem landsliðsþjálfari Þýskalands. Kara vildi hins vegar ekki heyra á það minnst og hvatti hann til að halda áfram. „Fyrstu viðbrögð voru að hætta og við myndum fara til Íslands og eyða síðustu mánuðunum þar. En Kara sagði nei. Það var eins og hana hafi grunað að hún myndi kveðja fyrr. Ég hélt við ættum allavega sex mánuði eftir saman,“ sagði Alfreð. „Ég var mjög þakklátur þýska handknattleikssambandinu fyrir að gefa mér frið í maí. Kara var mjög reið við mig þegar ég sagðist ætla að hætta. Hún vissi hversu mikilvægur handboltinn er fyrir mig,“ sagði Alfreð en þau Kara höfðu verið saman frá því voru sextán ára. Alfreð tók við þýska landsliðinu 6. febrúar 2020. Hann hefur stýrt því á tveimur stórmótum, HM og Ólympíuleikunum á þessu ári. Minningarathöfn verður um Köru í Akureyrarkirkju klukkan 13:00 í dag.
Þýski handboltinn Íslendingar erlendis Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Sjá meira