Mannúðaraðstoð og þróunarsamvinna í Afganistan rædd á ráðherrafundi Heimsljós 3. september 2021 10:23 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Haraldur Guðjónsson Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sat fundinn. Þróunarsamvinnuráðherrar Norðurlanda og framkvæmdastjóri Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) ræddu stöðuna í Afganistan á sérstökum fjarfundi í gær. Áframhaldandi starf stofnana Sameinuðu þjóðanna í landinu, og aðgerðir landanna á sviði mannúðaraðstoðar voru til umræðu, sem og möguleikinn á langtímaþróunarsamvinnu í Afganistan. „Það er brýnt að alþjóðasamfélaginu takist að tryggja áframhaldandi mannúðaraðstoð og aðgengi í landinu á þessum óvissutímum en um leið þarf að huga að því að vernda lífsviðurværi afgönsku þjóðarinnar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. „Norðurlöndin eru einhuga um að leggja sitt af mörkum í þeirri flóknu stöðu sem upp er komin í góðu samstarfi við stofnanir Sameinuðu þjóðanna.“ Þróunarsamvinnuráðherrarnir munu halda samtali sínu áfram og byggja á góðri samvinnu ríkjanna til að samræma aðgerðir, þá sérstaklega hvað varðar mannúðaraðstoð og þróunarsamvinnu í Afganistan. Ráðgert er að efna til frekari viðræðna á þessum vettvangi á næstunni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Afganistan Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent
Þróunarsamvinnuráðherrar Norðurlanda og framkvæmdastjóri Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) ræddu stöðuna í Afganistan á sérstökum fjarfundi í gær. Áframhaldandi starf stofnana Sameinuðu þjóðanna í landinu, og aðgerðir landanna á sviði mannúðaraðstoðar voru til umræðu, sem og möguleikinn á langtímaþróunarsamvinnu í Afganistan. „Það er brýnt að alþjóðasamfélaginu takist að tryggja áframhaldandi mannúðaraðstoð og aðgengi í landinu á þessum óvissutímum en um leið þarf að huga að því að vernda lífsviðurværi afgönsku þjóðarinnar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. „Norðurlöndin eru einhuga um að leggja sitt af mörkum í þeirri flóknu stöðu sem upp er komin í góðu samstarfi við stofnanir Sameinuðu þjóðanna.“ Þróunarsamvinnuráðherrarnir munu halda samtali sínu áfram og byggja á góðri samvinnu ríkjanna til að samræma aðgerðir, þá sérstaklega hvað varðar mannúðaraðstoð og þróunarsamvinnu í Afganistan. Ráðgert er að efna til frekari viðræðna á þessum vettvangi á næstunni. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Afganistan Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent