Hér gefur að líta glænýtt myndband við lagið sem er af væntanlegri plötu Teits sem heitir einfaldlega 33.
„Lykillinn er undir mottunni en það kemur ekki nokkrum við bara þú og ég og sloppurinn“ ..syngja kumpánarnir og bjóða í kaffi. Lagið varð til fyrir nokkrum misserum þegar tónlistarmennirnir héldu saman tónleika í Iðnó.
„Þá var Bjarni Daníel að troða upp ásamt indírokk sveitinni Bagdad Brothers, sem nú liggur í dvala, en hann hefur hins vegar verið að gera það gott að undanförnu með grúppunum Skoffíni og Supersport. Myndbandið var skotið í Skerjafirði og notast var við leikhússvið í skemmu einni og lítið stofudrama sett upp, meðan vetrar sólin lék við hvurn sinn fingur,“ segir Teitur.
Lagið Sloppurinn er kominn á Spotify og má sjá myndbandið í spilaranum hér fyrir neðan.