Lögfræðingur Belmondo staðfesti andlátið í samtali við franska fjölmiðla í gær. Belmondo, sem hafði viðurnefnið Bébel í heimalandinu, lést á heimili sínu í París.
Belmondo verður einna helst minnst fyrir túlkun sína á honum uppreisnargjarna þjóf Michel í mynd Jean-Luc Godard, A Bout de Souffle, frá árinu 1960.
Hann fór einnig með hlutverk í myndunum Stavisky og Une Femme est une Femme. Þá lék hann á móti Sophiu Loren í myndinni Tvimur konum frá árinu 1960.
Hann fékk heilablóðfall árið 2000 og hvarf úr sviðsljósinu í nokkur ár eftir það.
Belmondo var tvígiftur og eignaðist fjögur börn. Þá átti hann í nokkrum ástarsamböndum sem mikið var fjallað um í fjölmiðlum, meðal annars með leikkonunni Ursulu Andress.