Völdu Andrés plötusnúð mánaðarins Tinni Sveinsson skrifar 10. september 2021 20:00 Andrés plötusnúður að störfum í hljóðveri X977. Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri "mixteip" með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega. Nú í september varð reynsluboltinn og stemmingsplötusnúðurinn DJ Andrés fyrir valinu. Hann tók góðan tíma í að undirbúa settið, endurnýjaði meira að segja græjurnar og setti þær upp í nýuppgerðu stúdíói í bílskúrnum heima hjá sér. Settið er ferðalag „Ég kýs að horfa á settið sem ferðalag. Finnst sjálfum skemmtilegt að tengja saman ólík efni og búa þannig til aðra heild sem hangir saman á einhverjum óskilgreindum þræði,“ segir Andrés en hann lenti í basli með að koma öllum lögunum sem hann hafði í huga í tveggja klukkustunda sett. „Ég fann ekki út úr því. En það jákvæða er að nú hef ég ástæðu til að byggja upp annað mix.“ Í settinu má heyra í tónlist eftir Durand Bernarr, Common Saints, Dan Kye, Donnell Knox, Eric B & Rakim, Khruangbin, Mikron, Mitski, Sault, Slang, Stefan Ringer og fleiri. „Þetta er allt tónlist sem ég hef verið að grúska í undanfarið. Í sumarfríinu hef ég líka verið að ræða tónlist við stelpurnar mínar, Þórdísi Unu og Guðrúni Gná. Mér fannst frábært að þær náðu að kynna mér fyrir nýrri tónlist sem ég laumaði inn í settið, allavega eitt eða tvö lög.“ 30 ár í bransanum Andrés heldur upp á 30 ára afmæli sem plötusnúður um þessar mundir. „Ég spilaði fyrst árið 1991 á þeim ágæta stað Laugarvegi 22 (í dag Bravó). Fyrsta heimsókn mín í PartyZone hefur líklega verið sumarið 1992 þegar þeir félagar leigðu útvarpsstöðina Útrás og þátturinn var einskonar samkomustaður fyrir plötusnúðana. Hrikalega skemmtilegur tími og suðupottur sem enn hefur ekki kólnað í raun. Síðan þá hef ég verið reglulegur gestur þar, komið fram á PZ kvöldum og svo má ekki gleyma safndisknum PartyZone´97 sem ég og Margeir settum saman á sínum tíma.“ PartyZone Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Nú í september varð reynsluboltinn og stemmingsplötusnúðurinn DJ Andrés fyrir valinu. Hann tók góðan tíma í að undirbúa settið, endurnýjaði meira að segja græjurnar og setti þær upp í nýuppgerðu stúdíói í bílskúrnum heima hjá sér. Settið er ferðalag „Ég kýs að horfa á settið sem ferðalag. Finnst sjálfum skemmtilegt að tengja saman ólík efni og búa þannig til aðra heild sem hangir saman á einhverjum óskilgreindum þræði,“ segir Andrés en hann lenti í basli með að koma öllum lögunum sem hann hafði í huga í tveggja klukkustunda sett. „Ég fann ekki út úr því. En það jákvæða er að nú hef ég ástæðu til að byggja upp annað mix.“ Í settinu má heyra í tónlist eftir Durand Bernarr, Common Saints, Dan Kye, Donnell Knox, Eric B & Rakim, Khruangbin, Mikron, Mitski, Sault, Slang, Stefan Ringer og fleiri. „Þetta er allt tónlist sem ég hef verið að grúska í undanfarið. Í sumarfríinu hef ég líka verið að ræða tónlist við stelpurnar mínar, Þórdísi Unu og Guðrúni Gná. Mér fannst frábært að þær náðu að kynna mér fyrir nýrri tónlist sem ég laumaði inn í settið, allavega eitt eða tvö lög.“ 30 ár í bransanum Andrés heldur upp á 30 ára afmæli sem plötusnúður um þessar mundir. „Ég spilaði fyrst árið 1991 á þeim ágæta stað Laugarvegi 22 (í dag Bravó). Fyrsta heimsókn mín í PartyZone hefur líklega verið sumarið 1992 þegar þeir félagar leigðu útvarpsstöðina Útrás og þátturinn var einskonar samkomustaður fyrir plötusnúðana. Hrikalega skemmtilegur tími og suðupottur sem enn hefur ekki kólnað í raun. Síðan þá hef ég verið reglulegur gestur þar, komið fram á PZ kvöldum og svo má ekki gleyma safndisknum PartyZone´97 sem ég og Margeir settum saman á sínum tíma.“
PartyZone Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira