Fyrirliðinn Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk en hin mörkin skoruðu ungu strákarnir Baldur Logi Guðlaugsson og Jónatan Ingi Jónsson.
Baldur Logi og Jónatan Ingi skoruðu flottustu mörk leiksins, Baldur með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu á 19. mínútu og Jónatan Ingi bauð síðan upp á Thierry Henry afgreiðslu í þriðja marki FH-liðsins.
Matthías skoraði tvö markaskoraramörk, fyrst fylgdi hann á eftir hins sautján ára gamla Loga Hrafns Róbertssonar og svo skoraði hann eftir frábæran undirbúning Baldurs og Jónatans.
Baldur Logi átti þá sendingu fyrir en Jónatan plataði Stjörnuvörnina með því að hlaupa yfir boltann.
Það má sjá öll þessu fjögur mörk FH-liðsins í gær í myndbandinu hér fyrir neðan. Þar má einnig sjá bæði rauðu spjöldin í leiknum en þau fengu Stjörnumaðurinn Eggert Aron Guðmundsson á 40. mínútu og FH-ingurinn Gunnar Nielsen á 57. mínútu.