„Er þetta ekki miðaldrakrísa? sagði einhver. Pottþétt, svaraði ég“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. september 2021 10:01 Jón Kaldal í mótorhjólaferð á Ítalíu. Þessa dagana þeysist Jón Kaldal um Ítalíu á mótorhjóli. Hann segir að eftir aldarfjórðung í faginu líti hann alltaf á sjálfan sig sem blaðamann. Í dag rekur hann félagið Forsíða og starfar við það að finna sjónarhorn, draga saman upplýsingar eða setja þær fram með hætti sem vekur athygli eða forvitni. Að því leytinu til, er starfið í dag náskylt blaðamennskunni. „Sögur í umhverfi okkar og jafnvel sviðsetningar hafa aldrei verið fleiri en nú þar sem fjölmiðlar hafa brotnað niður í miklu smærri og fjölbreyttari einingar en var fyrir bara fimmtán árum. Til viðbótar koma svo samfélagsmiðlarnir sem hafa varpað gömlu hliðvörðunum á fjölmiðlunum af valdastólunum. Saman myndar þetta allt eitt ógnar suð sem getur verið erfitt að brjótast í gegnum með sína sögu, þegar fyrirtæki, fólk eða baráttuhópar þurfa á því að halda,“ segir Jón og bætir við: „Ég nota oft um þetta frasa sem Björgvin Halldórsson sagði við mig í aðeins öðru samhengi fyrir mörgum árum: „Það getur verið erfitt að komast upp fyrir noise level“.“ Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna um svipað leyti alla daga vikunnar allt árið, sama hvort ég hef farið snemma eða seint í háttinn. Ekki vegna þess að ég er svona agaður heldur sér hún Bella, sem er labradortík fjölskyldunnar, um að koma mér á fætur í síðasta lagi nokkrar mínútur fyrir klukkan átta. Hún mætir á rúmgaflinn og tístir nánast eins og lítill fugl, og vill fá að koma upp í og undir sæng, sem hún fær að gera. Þar verður henni fljótt mjög heitt og mér líka og fer hún þá fram úr til að kæla sig. Ef ég er mjög syfjaður endurtekur hún þetta nokkrum sinum þar til henni tekst að vekja mig og þá veit hún að er stutt í morgunmat. Það er sem sagt innbyggða matarklukkan í maganum í Bellu sem stýrir því hvenær ég vakna. Og sú klukka er hárnákvæm.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þegar Bella hefur komið mér til meðvitundar byrja ég á því að teygja mig í símann og renni yfir fréttamiðla, innlenda og erlenda. Ég skanna líka Twitter og Facebook, það eru svona staðir þar sem er gott að leggja eyrað við lestarteinana til að átta sig á hvað er á leiðinni hverju sinni. Morgunmaturinn er svo jafn heilög stund hjá mér og fröken Bellu. Ef ekki er til brauð þá förum við í morgungönguna í Brauð & co á Frakkastíg og grípum líka með vínarbrauð eða snúð. Annars förum við oftast á Klambratún. Eldsterkt kaffið kemur úr Bialetti mokkakönnu sem fer á gasið.“ Hvers vegna mótorhjól? „Ég tók mótorhjólapróf fyrir fjórum árum. Hugmyndin var að hafa próf til að geta leigt mér hjól og ferðast um í útlöndum. Svo fannst mér þetta svo gaman að ég keypti mér Yamaha hjól sem ég hef notað sem daglegt samgöngutæki heima. Er þetta ekki miðaldrakrísa? sagði einhver. Pottþétt, svaraði ég en líka ákveðið frelsi því börnin voru útskrifuð úr tannréttingum, komin með bílpróf og við það að verða að fullu sjálfbjarga og því minna í húfi ef ég myndi missa af beygju á mótorhjólinu. Mótorhjól er frábær ferðamáti. Í þessari Ítalíuferð er ég búinn að keyra Amalfiströndina með Villa frænda mínum, sem gerþekkir svæðið enda nánast innfæddur, og heimsækja þorpin þar fyrir ofan. Þetta er þúsund-blindbeygju-svæði með mjóum vegum og stærri bílar flauta fyrir horn. Svo fórum við í áttina að Róm, ókum ströndina í Lazio héraðinu og skoðuðum bæi og fjallaþorp. Ferðin hófst og endaði í Napólí en þar gilda frumskógarlögmálin í umferðinni. Öllum vespuökumönnunum þar finnst þeir vera Valentino Rossi, hvort sem það er áttræður afi eða bólugrafinn unglingur. Napólí er stórkostleg borg.“ Jón starfar fyrir mörg fyrirtæki en segir að undanfarið hafi mesti tíminn farið í að starfa fyrir Íslenska náttúruverndarsjóðinn, sem berst gegn sjókvíaeldi á laxi.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég sinni föstum verkefnum fyrir nokkur fyrirtæki en ætli mesti tíminn undanfarið hafi ekki farið í starf fyrir Íslenska náttúruverndarsjóðinn - The Icelandic Wildlife Fund. Þar berjumst við gegn sjókvíaeldi á laxi sem er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Mengar umhverfið, skaðar lífríkið og fer ömurlega með eldisdýrin. Þegar ég var ritstjóri Iceland Review á sínum tíma opnuðust augum mín fyrir því hveru ómetanleg verðmæti við Íslendingar eigum í náttúru landsins. Við eigum að gæta hennar. Og það er ekki bara siðferðisleg skylda okkar heldur beinlínis efnahagslega skynsamlegt.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég nota símann mikið til að halda utanum hluti. Sendi sjálfum mér tölvupóst með hlekkjum á greinar, skjáskotum eða bar einhverjum pælingum sem skjóta upp kollinum í höfðinu á mér. Svo reyni ég reyni að ganga beint til verks og klára verk eins hratt og vel og mögulegt er. Þegar ég var yngri, í menntaskóla og háskóla átti ég til að fresta hlutum og fara seint af stað. Árin á fjölmiðlum þar sem nánast öll verkefni eru með strangan skilafrest hertu mann í eldi. Að hafa deadline sem mega ekki klikka er strangur en góður skóli. Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég reyni að vera kominn uppí fyrir miðnætti og les yfirleitt áður en ég fer að sofa. Bóklestur eru góður barómeter á stress. Ég sæki ró í bækur. Ef ég á erfitt með að festa hugann við efnið er það merki um að ég þurfi að vinna í því að slaka á. Annars er ég svo heppinn að eiga gott með svefn. Sofna nánast um leið og ég legg augun aftur og sef vært. Kaffi leikur svo stóra rullu í mínu lífi að ég hlakka yfirleitt til að fara að sofa því þá veit ég að það er stutt í fyrsta bollann.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir „Það eru bara fyrstu tvö skrefin sem eru erfið“ Unnur Guðrún Pálsdóttir, sem alltaf er kölluð Lukka, viðurkennir að vinnan í Greenfit á hug hennar allan. Hún segir markmið Greenfit að bjarga heilbrigðiskerfinu og fjárhag landsmanna því þar er viðskiptavinum kennt að lesa lykiltölur sínar varðandi heilsu. Sjálf elskar hún þennan árstíma þegar haustið er að byrja. Sérstaklega þá morgna þegar hún vaknar snemma og skellir sér út að hjóla. 11. september 2021 10:01 „Þótti Helgu betra að láta mig svelta en hundinn“ Morgnarnir eru miklar gæðastundir hjá Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra, en bestu stundirnar eru úti í náttúrunni. Hápunktur sumarsins var fjögurra daga ganga með kærustunni og hundinum, sem þó endaði þannig að sá síðastnefndi fékk nánast allan matinn. Ásgeir viðurkennir að það að skipan seðlabankastjóra sé tímabundin ráðning, mótar mikið hvernig hann nálgast starfið. 4. september 2021 10:00 Vakin með knúsi en tjaldútilegurnar með eiginmanninum bestar Alma Dagbjört Möller landlæknir fær knús frá hundunum sínum þegar hún vaknar eldsnemma á morgnana og hlakkar alltaf til dagsins. Hún segir tjaldútilegu með eiginmanninum á hálendinu bestu leiðina til að aftengja sig frá daglegu amstri og í sumar fékk hún það nýja hlutverk að fara í morgungöngur með tvíburaömmustelpur í vagni. Í vinnunni gerir hún það sama og svo margir: Skrifar niður lista yfir helstu verkefni dagsins. 28. ágúst 2021 10:01 Hefur hringt í vin sinn alla morgna í fimmtán ár og þeir hvetja hvor annan „Ég gæti trúað því að það sé hægt að flokka mig sem frumkvöðul, annars held ég að ég viti ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, það er svo margt sem mig langar að gera. Kannski þarf maður ekki að vera neitt heldur bara margt,“ segir Eyþór Guðjónsson einn eiganda Sky Lagoon á Kársnesi, aðspurður um starfstitilinn. 5. júní 2021 10:01 Í skemmtilegri tilraun á Facebook og skrifar í þakklætisbók daglega Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaráli, segist vera mikil áskorunarmanneskja sem mætti þó bæta sig aðeins í skipulaginu. Dagmar skrifar í þakklætisbók kvölds og morgna og fór í áhugaverða tilraun á samfélagsmiðlunum. Hætti á Instagram og síðar í öllu á Facebook nema einstaka hópum. Dagmar segir erfiðara að fara í frí frá Facebook en Instagram. 12. júní 2021 10:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Sögur í umhverfi okkar og jafnvel sviðsetningar hafa aldrei verið fleiri en nú þar sem fjölmiðlar hafa brotnað niður í miklu smærri og fjölbreyttari einingar en var fyrir bara fimmtán árum. Til viðbótar koma svo samfélagsmiðlarnir sem hafa varpað gömlu hliðvörðunum á fjölmiðlunum af valdastólunum. Saman myndar þetta allt eitt ógnar suð sem getur verið erfitt að brjótast í gegnum með sína sögu, þegar fyrirtæki, fólk eða baráttuhópar þurfa á því að halda,“ segir Jón og bætir við: „Ég nota oft um þetta frasa sem Björgvin Halldórsson sagði við mig í aðeins öðru samhengi fyrir mörgum árum: „Það getur verið erfitt að komast upp fyrir noise level“.“ Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna um svipað leyti alla daga vikunnar allt árið, sama hvort ég hef farið snemma eða seint í háttinn. Ekki vegna þess að ég er svona agaður heldur sér hún Bella, sem er labradortík fjölskyldunnar, um að koma mér á fætur í síðasta lagi nokkrar mínútur fyrir klukkan átta. Hún mætir á rúmgaflinn og tístir nánast eins og lítill fugl, og vill fá að koma upp í og undir sæng, sem hún fær að gera. Þar verður henni fljótt mjög heitt og mér líka og fer hún þá fram úr til að kæla sig. Ef ég er mjög syfjaður endurtekur hún þetta nokkrum sinum þar til henni tekst að vekja mig og þá veit hún að er stutt í morgunmat. Það er sem sagt innbyggða matarklukkan í maganum í Bellu sem stýrir því hvenær ég vakna. Og sú klukka er hárnákvæm.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þegar Bella hefur komið mér til meðvitundar byrja ég á því að teygja mig í símann og renni yfir fréttamiðla, innlenda og erlenda. Ég skanna líka Twitter og Facebook, það eru svona staðir þar sem er gott að leggja eyrað við lestarteinana til að átta sig á hvað er á leiðinni hverju sinni. Morgunmaturinn er svo jafn heilög stund hjá mér og fröken Bellu. Ef ekki er til brauð þá förum við í morgungönguna í Brauð & co á Frakkastíg og grípum líka með vínarbrauð eða snúð. Annars förum við oftast á Klambratún. Eldsterkt kaffið kemur úr Bialetti mokkakönnu sem fer á gasið.“ Hvers vegna mótorhjól? „Ég tók mótorhjólapróf fyrir fjórum árum. Hugmyndin var að hafa próf til að geta leigt mér hjól og ferðast um í útlöndum. Svo fannst mér þetta svo gaman að ég keypti mér Yamaha hjól sem ég hef notað sem daglegt samgöngutæki heima. Er þetta ekki miðaldrakrísa? sagði einhver. Pottþétt, svaraði ég en líka ákveðið frelsi því börnin voru útskrifuð úr tannréttingum, komin með bílpróf og við það að verða að fullu sjálfbjarga og því minna í húfi ef ég myndi missa af beygju á mótorhjólinu. Mótorhjól er frábær ferðamáti. Í þessari Ítalíuferð er ég búinn að keyra Amalfiströndina með Villa frænda mínum, sem gerþekkir svæðið enda nánast innfæddur, og heimsækja þorpin þar fyrir ofan. Þetta er þúsund-blindbeygju-svæði með mjóum vegum og stærri bílar flauta fyrir horn. Svo fórum við í áttina að Róm, ókum ströndina í Lazio héraðinu og skoðuðum bæi og fjallaþorp. Ferðin hófst og endaði í Napólí en þar gilda frumskógarlögmálin í umferðinni. Öllum vespuökumönnunum þar finnst þeir vera Valentino Rossi, hvort sem það er áttræður afi eða bólugrafinn unglingur. Napólí er stórkostleg borg.“ Jón starfar fyrir mörg fyrirtæki en segir að undanfarið hafi mesti tíminn farið í að starfa fyrir Íslenska náttúruverndarsjóðinn, sem berst gegn sjókvíaeldi á laxi.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég sinni föstum verkefnum fyrir nokkur fyrirtæki en ætli mesti tíminn undanfarið hafi ekki farið í starf fyrir Íslenska náttúruverndarsjóðinn - The Icelandic Wildlife Fund. Þar berjumst við gegn sjókvíaeldi á laxi sem er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Mengar umhverfið, skaðar lífríkið og fer ömurlega með eldisdýrin. Þegar ég var ritstjóri Iceland Review á sínum tíma opnuðust augum mín fyrir því hveru ómetanleg verðmæti við Íslendingar eigum í náttúru landsins. Við eigum að gæta hennar. Og það er ekki bara siðferðisleg skylda okkar heldur beinlínis efnahagslega skynsamlegt.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég nota símann mikið til að halda utanum hluti. Sendi sjálfum mér tölvupóst með hlekkjum á greinar, skjáskotum eða bar einhverjum pælingum sem skjóta upp kollinum í höfðinu á mér. Svo reyni ég reyni að ganga beint til verks og klára verk eins hratt og vel og mögulegt er. Þegar ég var yngri, í menntaskóla og háskóla átti ég til að fresta hlutum og fara seint af stað. Árin á fjölmiðlum þar sem nánast öll verkefni eru með strangan skilafrest hertu mann í eldi. Að hafa deadline sem mega ekki klikka er strangur en góður skóli. Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég reyni að vera kominn uppí fyrir miðnætti og les yfirleitt áður en ég fer að sofa. Bóklestur eru góður barómeter á stress. Ég sæki ró í bækur. Ef ég á erfitt með að festa hugann við efnið er það merki um að ég þurfi að vinna í því að slaka á. Annars er ég svo heppinn að eiga gott með svefn. Sofna nánast um leið og ég legg augun aftur og sef vært. Kaffi leikur svo stóra rullu í mínu lífi að ég hlakka yfirleitt til að fara að sofa því þá veit ég að það er stutt í fyrsta bollann.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir „Það eru bara fyrstu tvö skrefin sem eru erfið“ Unnur Guðrún Pálsdóttir, sem alltaf er kölluð Lukka, viðurkennir að vinnan í Greenfit á hug hennar allan. Hún segir markmið Greenfit að bjarga heilbrigðiskerfinu og fjárhag landsmanna því þar er viðskiptavinum kennt að lesa lykiltölur sínar varðandi heilsu. Sjálf elskar hún þennan árstíma þegar haustið er að byrja. Sérstaklega þá morgna þegar hún vaknar snemma og skellir sér út að hjóla. 11. september 2021 10:01 „Þótti Helgu betra að láta mig svelta en hundinn“ Morgnarnir eru miklar gæðastundir hjá Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra, en bestu stundirnar eru úti í náttúrunni. Hápunktur sumarsins var fjögurra daga ganga með kærustunni og hundinum, sem þó endaði þannig að sá síðastnefndi fékk nánast allan matinn. Ásgeir viðurkennir að það að skipan seðlabankastjóra sé tímabundin ráðning, mótar mikið hvernig hann nálgast starfið. 4. september 2021 10:00 Vakin með knúsi en tjaldútilegurnar með eiginmanninum bestar Alma Dagbjört Möller landlæknir fær knús frá hundunum sínum þegar hún vaknar eldsnemma á morgnana og hlakkar alltaf til dagsins. Hún segir tjaldútilegu með eiginmanninum á hálendinu bestu leiðina til að aftengja sig frá daglegu amstri og í sumar fékk hún það nýja hlutverk að fara í morgungöngur með tvíburaömmustelpur í vagni. Í vinnunni gerir hún það sama og svo margir: Skrifar niður lista yfir helstu verkefni dagsins. 28. ágúst 2021 10:01 Hefur hringt í vin sinn alla morgna í fimmtán ár og þeir hvetja hvor annan „Ég gæti trúað því að það sé hægt að flokka mig sem frumkvöðul, annars held ég að ég viti ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, það er svo margt sem mig langar að gera. Kannski þarf maður ekki að vera neitt heldur bara margt,“ segir Eyþór Guðjónsson einn eiganda Sky Lagoon á Kársnesi, aðspurður um starfstitilinn. 5. júní 2021 10:01 Í skemmtilegri tilraun á Facebook og skrifar í þakklætisbók daglega Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaráli, segist vera mikil áskorunarmanneskja sem mætti þó bæta sig aðeins í skipulaginu. Dagmar skrifar í þakklætisbók kvölds og morgna og fór í áhugaverða tilraun á samfélagsmiðlunum. Hætti á Instagram og síðar í öllu á Facebook nema einstaka hópum. Dagmar segir erfiðara að fara í frí frá Facebook en Instagram. 12. júní 2021 10:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Það eru bara fyrstu tvö skrefin sem eru erfið“ Unnur Guðrún Pálsdóttir, sem alltaf er kölluð Lukka, viðurkennir að vinnan í Greenfit á hug hennar allan. Hún segir markmið Greenfit að bjarga heilbrigðiskerfinu og fjárhag landsmanna því þar er viðskiptavinum kennt að lesa lykiltölur sínar varðandi heilsu. Sjálf elskar hún þennan árstíma þegar haustið er að byrja. Sérstaklega þá morgna þegar hún vaknar snemma og skellir sér út að hjóla. 11. september 2021 10:01
„Þótti Helgu betra að láta mig svelta en hundinn“ Morgnarnir eru miklar gæðastundir hjá Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra, en bestu stundirnar eru úti í náttúrunni. Hápunktur sumarsins var fjögurra daga ganga með kærustunni og hundinum, sem þó endaði þannig að sá síðastnefndi fékk nánast allan matinn. Ásgeir viðurkennir að það að skipan seðlabankastjóra sé tímabundin ráðning, mótar mikið hvernig hann nálgast starfið. 4. september 2021 10:00
Vakin með knúsi en tjaldútilegurnar með eiginmanninum bestar Alma Dagbjört Möller landlæknir fær knús frá hundunum sínum þegar hún vaknar eldsnemma á morgnana og hlakkar alltaf til dagsins. Hún segir tjaldútilegu með eiginmanninum á hálendinu bestu leiðina til að aftengja sig frá daglegu amstri og í sumar fékk hún það nýja hlutverk að fara í morgungöngur með tvíburaömmustelpur í vagni. Í vinnunni gerir hún það sama og svo margir: Skrifar niður lista yfir helstu verkefni dagsins. 28. ágúst 2021 10:01
Hefur hringt í vin sinn alla morgna í fimmtán ár og þeir hvetja hvor annan „Ég gæti trúað því að það sé hægt að flokka mig sem frumkvöðul, annars held ég að ég viti ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, það er svo margt sem mig langar að gera. Kannski þarf maður ekki að vera neitt heldur bara margt,“ segir Eyþór Guðjónsson einn eiganda Sky Lagoon á Kársnesi, aðspurður um starfstitilinn. 5. júní 2021 10:01
Í skemmtilegri tilraun á Facebook og skrifar í þakklætisbók daglega Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaráli, segist vera mikil áskorunarmanneskja sem mætti þó bæta sig aðeins í skipulaginu. Dagmar skrifar í þakklætisbók kvölds og morgna og fór í áhugaverða tilraun á samfélagsmiðlunum. Hætti á Instagram og síðar í öllu á Facebook nema einstaka hópum. Dagmar segir erfiðara að fara í frí frá Facebook en Instagram. 12. júní 2021 10:00