Kjartan Henry gæti fengið langt bann eftir hnefahögg í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2021 09:27 Kjartan Henry Finnbogason sést hér slá Þórð Ingason með krepptum hnefa. Skjámynd/S2 Sport KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk rauða spjaldið undir lokin í leik KR og Víkings í gær en eftirmálarnir gætu verið meira en eins leiks bann. Það varð allt vitlaust í uppbótartíma leiksins á Meistaravöllum eftir að mikil þvaga skapaðist upp við mark Víkings. Kári Árnason virtist taka Sölva á þetta og fórna höfðinu til að bjarga marki en Þorvaldur Árnason dómari dæmdi á endanum víti á Kára. Kannski fyrir hendi en kannski fyrir að hindra Kristján Flóka Finnbogason. Kári vissi ekki á hvað var dæmt í viðtölum eftir leikinn. Áður hafði Þorvaldur aftur á móti rekið Kjartan Henry af velli með rautt spjald. Þórður Ingason, varamarkvörður Víkings, fékk einnig rautt spjald en hann blandaði sér í lætin inn á vellinum. KR-ingar voru mjög ósáttir með afskipti Þórðar og þá sérstaklega Theodór Elmar Bjarnason sem reyndi að henda honum í burtu. Það var þó einn KR-ingur sem gekk lengra en allir aðrir. Kjartan Henry var ekkert í þvögunni til að byrja með en kom síðan askvaðandi og sló Þórð með krepptum hnefa. Það má sjá þetta atvik hér fyrir neðan. Klippa: Slagsmálin undir lok leiks KR og Víkings Uppfært: Kjartan Henry hefur nú beðið afsökunar á framkomu sinni og má sjá fréttina um það hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla KR Víkingur Reykjavík Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Það varð allt vitlaust í uppbótartíma leiksins á Meistaravöllum eftir að mikil þvaga skapaðist upp við mark Víkings. Kári Árnason virtist taka Sölva á þetta og fórna höfðinu til að bjarga marki en Þorvaldur Árnason dómari dæmdi á endanum víti á Kára. Kannski fyrir hendi en kannski fyrir að hindra Kristján Flóka Finnbogason. Kári vissi ekki á hvað var dæmt í viðtölum eftir leikinn. Áður hafði Þorvaldur aftur á móti rekið Kjartan Henry af velli með rautt spjald. Þórður Ingason, varamarkvörður Víkings, fékk einnig rautt spjald en hann blandaði sér í lætin inn á vellinum. KR-ingar voru mjög ósáttir með afskipti Þórðar og þá sérstaklega Theodór Elmar Bjarnason sem reyndi að henda honum í burtu. Það var þó einn KR-ingur sem gekk lengra en allir aðrir. Kjartan Henry var ekkert í þvögunni til að byrja með en kom síðan askvaðandi og sló Þórð með krepptum hnefa. Það má sjá þetta atvik hér fyrir neðan. Klippa: Slagsmálin undir lok leiks KR og Víkings Uppfært: Kjartan Henry hefur nú beðið afsökunar á framkomu sinni og má sjá fréttina um það hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla KR Víkingur Reykjavík Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira