Vilhjálmur segir að Birnir hafi búið til snertinguna og gerst sekur um óíþróttamannslega framkomu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2021 10:02 Vilhjálmur Alvar Þórarinsson ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir leikinn í Kórnum. stöð 2 sport Vilhjálmur Alvar Þórarinsson segist hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann gaf Birni Snæ Ingasyni sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap í leik HK og Stjörnunnar í Pepsi Max-deild karla í gær. Á 71. mínútu fékk Birnir gult spjald fyrir brot á Emil Atlasyni. Fjórum mínútum síðar féll hann í vítateig Stjörnunnar og Vilhjálmur Alvar spjaldaði hann fyrir leikaraskap. Hann ræddi dóminn í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik. „Við vorum að dæma hörku leik milli tveggja góðra fótboltaliða. Okkar markmið var að leyfa leiknum að fljóta eins og við gátum og ég tel okkur hafa náð því í dag og lögðum okkar að mörkum að gera þetta að skemmtilegum leik,“ sagði Vilhjálmur. Hann segist hafa gefið Birni fyrra gula spjaldið fyrir að stöðva skyndisókn Stjörnunnar. „Þarna brýtur Birni af sér, á Emil. Þetta er ekki gróft brot en ástæðan fyrir því að hann fær spjald er að hann er að stöðva vænlegt upphlaup hjá Stjörnumönnum. Emil er með mikið pláss til að sækja á. Ég er sáttur með þessa ákvörðun,“ sagði Vilhjálmur. Klippa: Pepsi Max stúkan - Viðtal við Vilhjálm Alvar Hann sagði að Birnir hefði gerst sekur um óíþróttamannslega framkomu þegar hann lét sig detta í vítateignum fjórum mínútum síðan. „Í þessu atviki var ég mjög vel staðsettur. Ég stóð beint fyrir aftan það sem gerðist. Það er vissulega snerting milli leikmanns HK og leikmanns Stjörnunnar en í þessu atviki er það HK-maðurinn sem býr til snertingu og fyrir mér gerist hann sekur um óíþróttamannslega framkomu og þess vegna dæmi ég óbeina aukaspyrnu og honum gult spjald,“ sagði Vilhjálmur. Fjórum mínútum eftir að hann rak Birni af velli skoraði Valgeir Valgeirsson eina mark leiksins. Stjörnumenn vildu fá aukaspyrnu í aðdraganda marksins þegar Óli Valur Ómarsson féll í baráttu við Stefan Alexander Ljubicic. „HK-ingurinn er að hlaupa meðfram Stjörnumanninum og setur pressu á hann. Hann kemur vissulega aðeins við hann með vinstri höndinni en hann fellir hann ekki eða neitt,“ sagði Vilhjálmur en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Með sigrinum komust HK-ingar upp úr fallsæti. HK mætir Breiðabliki í lokaumferðinni á laugardaginn og verður þar án Birnis og Ívars Arnar Jónssonar sem taka út leikbann. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla HK Stjarnan Tengdar fréttir Óánægja með rauða spjaldið sem Birnir Snær fékk: Ekki snjóboltaséns í helvíti að þetta sé gult fyrir leikaraskap Birnir Snær Ingason var rekinn af velli í gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri HK á Keflavík í fallbaráttu Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Fékk hann sitt annað gula spjald fyrir það sem dómari leiksins taldi vera leikaraskap. 20. september 2021 23:01 Langt síðan púlsinn hefur verið svona hátt uppi HK vann lífsnauðsynlegan 1-0 sigur á Stjörnunni og lyfti sér úr fallsæti. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var afar létt eftir leik. 20. september 2021 21:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Stjarnan 1-0 | Valgeir hetja HK í lífsnauðsynlegum sigri sem felldi Fylki HK vann lífsnauðsynlegan sigur á Stjörnunni í Kórnum í kvöld. Valgeir Valgeirsson gerði eina mark leiksins á 79. mínútu. Rétt fyrir mark Valgeirs fékk Birnir Snær Ingason sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þessi úrslit þýddu að Fylkir er fallið úr efstu deild. 20. september 2021 22:25 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Á 71. mínútu fékk Birnir gult spjald fyrir brot á Emil Atlasyni. Fjórum mínútum síðar féll hann í vítateig Stjörnunnar og Vilhjálmur Alvar spjaldaði hann fyrir leikaraskap. Hann ræddi dóminn í viðtali við Gunnlaug Jónsson eftir leik. „Við vorum að dæma hörku leik milli tveggja góðra fótboltaliða. Okkar markmið var að leyfa leiknum að fljóta eins og við gátum og ég tel okkur hafa náð því í dag og lögðum okkar að mörkum að gera þetta að skemmtilegum leik,“ sagði Vilhjálmur. Hann segist hafa gefið Birni fyrra gula spjaldið fyrir að stöðva skyndisókn Stjörnunnar. „Þarna brýtur Birni af sér, á Emil. Þetta er ekki gróft brot en ástæðan fyrir því að hann fær spjald er að hann er að stöðva vænlegt upphlaup hjá Stjörnumönnum. Emil er með mikið pláss til að sækja á. Ég er sáttur með þessa ákvörðun,“ sagði Vilhjálmur. Klippa: Pepsi Max stúkan - Viðtal við Vilhjálm Alvar Hann sagði að Birnir hefði gerst sekur um óíþróttamannslega framkomu þegar hann lét sig detta í vítateignum fjórum mínútum síðan. „Í þessu atviki var ég mjög vel staðsettur. Ég stóð beint fyrir aftan það sem gerðist. Það er vissulega snerting milli leikmanns HK og leikmanns Stjörnunnar en í þessu atviki er það HK-maðurinn sem býr til snertingu og fyrir mér gerist hann sekur um óíþróttamannslega framkomu og þess vegna dæmi ég óbeina aukaspyrnu og honum gult spjald,“ sagði Vilhjálmur. Fjórum mínútum eftir að hann rak Birni af velli skoraði Valgeir Valgeirsson eina mark leiksins. Stjörnumenn vildu fá aukaspyrnu í aðdraganda marksins þegar Óli Valur Ómarsson féll í baráttu við Stefan Alexander Ljubicic. „HK-ingurinn er að hlaupa meðfram Stjörnumanninum og setur pressu á hann. Hann kemur vissulega aðeins við hann með vinstri höndinni en hann fellir hann ekki eða neitt,“ sagði Vilhjálmur en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Með sigrinum komust HK-ingar upp úr fallsæti. HK mætir Breiðabliki í lokaumferðinni á laugardaginn og verður þar án Birnis og Ívars Arnar Jónssonar sem taka út leikbann. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla HK Stjarnan Tengdar fréttir Óánægja með rauða spjaldið sem Birnir Snær fékk: Ekki snjóboltaséns í helvíti að þetta sé gult fyrir leikaraskap Birnir Snær Ingason var rekinn af velli í gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri HK á Keflavík í fallbaráttu Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Fékk hann sitt annað gula spjald fyrir það sem dómari leiksins taldi vera leikaraskap. 20. september 2021 23:01 Langt síðan púlsinn hefur verið svona hátt uppi HK vann lífsnauðsynlegan 1-0 sigur á Stjörnunni og lyfti sér úr fallsæti. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var afar létt eftir leik. 20. september 2021 21:50 Umfjöllun og viðtöl: HK - Stjarnan 1-0 | Valgeir hetja HK í lífsnauðsynlegum sigri sem felldi Fylki HK vann lífsnauðsynlegan sigur á Stjörnunni í Kórnum í kvöld. Valgeir Valgeirsson gerði eina mark leiksins á 79. mínútu. Rétt fyrir mark Valgeirs fékk Birnir Snær Ingason sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þessi úrslit þýddu að Fylkir er fallið úr efstu deild. 20. september 2021 22:25 Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Óánægja með rauða spjaldið sem Birnir Snær fékk: Ekki snjóboltaséns í helvíti að þetta sé gult fyrir leikaraskap Birnir Snær Ingason var rekinn af velli í gríðarlega mikilvægum 1-0 sigri HK á Keflavík í fallbaráttu Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Fékk hann sitt annað gula spjald fyrir það sem dómari leiksins taldi vera leikaraskap. 20. september 2021 23:01
Langt síðan púlsinn hefur verið svona hátt uppi HK vann lífsnauðsynlegan 1-0 sigur á Stjörnunni og lyfti sér úr fallsæti. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var afar létt eftir leik. 20. september 2021 21:50
Umfjöllun og viðtöl: HK - Stjarnan 1-0 | Valgeir hetja HK í lífsnauðsynlegum sigri sem felldi Fylki HK vann lífsnauðsynlegan sigur á Stjörnunni í Kórnum í kvöld. Valgeir Valgeirsson gerði eina mark leiksins á 79. mínútu. Rétt fyrir mark Valgeirs fékk Birnir Snær Ingason sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þessi úrslit þýddu að Fylkir er fallið úr efstu deild. 20. september 2021 22:25