Trúa á þolendum en ekki dæma áður en brot séu sönnuð Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2021 13:59 Hilmir Snær hefur staðið vaktina á fjölum leikhúsanna undanfarna áratugi. Hilmir Snær Guðnason leikari segir ójafnrétti að finna alls staðar í samfélaginu. Það gildi um leikhúsið sem aðra anga íslensks samfélags. Á tímabili hafi umræðan í tengslum við metoo farið út í öfgar. Hilmir Snær, sem er aðalleikari í kvikmyndinni Dýrinu sem nýlega var frumsýnd í kvikmyndahúsum, er í forsíðuviðtali í Fréttablaðinu í dag. Þar er Hilmir Snær spurður að því hvort hann hafi upplifað misrétti milli kynja í leiklistinni, í ljósi umræðunnar sem uppi hafi verið í samfélaginu undanfarið, segir Hilmir ójafnrétti úti um allt. „Maður hefur alltaf séð þetta alls staðar í kringum sig en samt var ég steinhissa á hvaða stig umræðan fór,“ segir Hilmir. Skrýtið að dæma án þess að vita hvað standi að baki „Ég upplifði það ekki þannig að þetta væri meira innan leikhússins en annars staðar og það kom mér á óvart.“ Á tímabili hafi umræðan farið út í öfgar. Byltingar þurfi þó að hans mati að fara yfir strikið svo mark sé tekið á þeim og af þeim sé lært. „Mér finnst skrítið að dæma menn án þess að vita hvað stendur að baki og er hlynntur dómstólaleiðinni. Það á að trúa þolendum en það má ekki dæma áður en búið er að sanna eitthvað,“ segir Hilmir. „Það eru manneskjur á bak við alla og ef fólk tekur ábyrgð, þiggur hjálp og gengst við því sem það hefur gert þá verður það að eiga afturkvæmt í samfélagið en ekki vera útskúfað að eilífu,“ segir hann í Fréttablaðinu. „En í grunninn er þetta ekkert flókið, lykillinn er bara að ef fólk hegðar sér ekki svona þá koma þessi mál ekki upp,“ segir hann yfirvegaður. Stefndi Leikfélagi Reykjavíkur Niðurstaða fékkst fyrir dómstólum í vikunni í stærsta metoo-málinu sem skók leikhúsheiminn. Leikfélag Reykjavíkur var í Hæstarétti dæmt til að greiða Atla Rafni Sigurðarsyni leikara 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna brottvikningar hans úr starfi hjá Borgarleikhúsinu. Atli Rafn Sigurðarson er í dag leikari við Þjóðleikhúsið en þangað sneri hann eftir að árs samningnum við Borgarleikhúsið var skyndilega sagt upp.Vísir Atli Rafn stefndi leikfélaginu árið 2019 vegna ólögmætrar uppsagnar hjá Borgarleikhúsinu og ærumeiðinga eftir að hann var sakaður um kynferðislega áreitni. Hann fór fram á alls 13 milljónir í bætur. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni fyrst 5,5 milljónir króna í skaðabætur í málinu. Landsréttur sneri svo dómi héraðsdóms við í desember síðastliðnum og sýknaði leikfélagið af kröfu Atla. Ekki gefinn kostur á að svara Í dómi Hæstaréttar í málinu sagði að verulegur misbrestur hefði orðið af hálfu leikfélagsins í meðferð málsins og að forsvarsmenn Leikfélagsins hefðu „af verulegu gáleysi vegið að æru og persónu“ Atla. Sérstaklega var vikið að þætti Kristínar Eysteinsdóttur þáverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins í dómi. Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm sinn í vikunni.Vísir/Vilhelm „Skiptir þá ekki síst máli að ákvörðun um uppsögn á samningnum við [Atla Rafn] var tekin án þess að honum væri gefinn kostur á að svara fyrir þær ávirðingar sem á hann voru bornar,“ sagði í dóminum. Eftir að málið komst í hámæli í opinberri umræðu hefði Kristín sagt að til grundvallar uppsögninni lægi yfirveguð ákvörðun. Leikfélagið hefði ekki verið að bregðast við naflausum ábendingum heldur „beinum tilkynningum“ og að ákvörðunin hafi verið tekin „eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli“. Atli Rafn stefndi upphaflega Kristínu sjálfri, auk leikfélagsins, en Hæstiréttur féllst ekki á áfrýjunarbeiðni hans í málinu gegn Kristínu, aðeins leikfélaginu. MeToo Leikhús Tengdar fréttir Atli Rafn hafði betur gegn Leikfélagi Reykjavíkur í Hæstarétti Hæstiréttur dæmdi í dag Leikfélag Reykjavíkur til að greiða leikaranum Atla Rafni Sigurðarsyni 1,5 milljónir í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. 23. september 2021 15:13 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Hilmir Snær, sem er aðalleikari í kvikmyndinni Dýrinu sem nýlega var frumsýnd í kvikmyndahúsum, er í forsíðuviðtali í Fréttablaðinu í dag. Þar er Hilmir Snær spurður að því hvort hann hafi upplifað misrétti milli kynja í leiklistinni, í ljósi umræðunnar sem uppi hafi verið í samfélaginu undanfarið, segir Hilmir ójafnrétti úti um allt. „Maður hefur alltaf séð þetta alls staðar í kringum sig en samt var ég steinhissa á hvaða stig umræðan fór,“ segir Hilmir. Skrýtið að dæma án þess að vita hvað standi að baki „Ég upplifði það ekki þannig að þetta væri meira innan leikhússins en annars staðar og það kom mér á óvart.“ Á tímabili hafi umræðan farið út í öfgar. Byltingar þurfi þó að hans mati að fara yfir strikið svo mark sé tekið á þeim og af þeim sé lært. „Mér finnst skrítið að dæma menn án þess að vita hvað stendur að baki og er hlynntur dómstólaleiðinni. Það á að trúa þolendum en það má ekki dæma áður en búið er að sanna eitthvað,“ segir Hilmir. „Það eru manneskjur á bak við alla og ef fólk tekur ábyrgð, þiggur hjálp og gengst við því sem það hefur gert þá verður það að eiga afturkvæmt í samfélagið en ekki vera útskúfað að eilífu,“ segir hann í Fréttablaðinu. „En í grunninn er þetta ekkert flókið, lykillinn er bara að ef fólk hegðar sér ekki svona þá koma þessi mál ekki upp,“ segir hann yfirvegaður. Stefndi Leikfélagi Reykjavíkur Niðurstaða fékkst fyrir dómstólum í vikunni í stærsta metoo-málinu sem skók leikhúsheiminn. Leikfélag Reykjavíkur var í Hæstarétti dæmt til að greiða Atla Rafni Sigurðarsyni leikara 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna brottvikningar hans úr starfi hjá Borgarleikhúsinu. Atli Rafn Sigurðarson er í dag leikari við Þjóðleikhúsið en þangað sneri hann eftir að árs samningnum við Borgarleikhúsið var skyndilega sagt upp.Vísir Atli Rafn stefndi leikfélaginu árið 2019 vegna ólögmætrar uppsagnar hjá Borgarleikhúsinu og ærumeiðinga eftir að hann var sakaður um kynferðislega áreitni. Hann fór fram á alls 13 milljónir í bætur. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni fyrst 5,5 milljónir króna í skaðabætur í málinu. Landsréttur sneri svo dómi héraðsdóms við í desember síðastliðnum og sýknaði leikfélagið af kröfu Atla. Ekki gefinn kostur á að svara Í dómi Hæstaréttar í málinu sagði að verulegur misbrestur hefði orðið af hálfu leikfélagsins í meðferð málsins og að forsvarsmenn Leikfélagsins hefðu „af verulegu gáleysi vegið að æru og persónu“ Atla. Sérstaklega var vikið að þætti Kristínar Eysteinsdóttur þáverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins í dómi. Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm sinn í vikunni.Vísir/Vilhelm „Skiptir þá ekki síst máli að ákvörðun um uppsögn á samningnum við [Atla Rafn] var tekin án þess að honum væri gefinn kostur á að svara fyrir þær ávirðingar sem á hann voru bornar,“ sagði í dóminum. Eftir að málið komst í hámæli í opinberri umræðu hefði Kristín sagt að til grundvallar uppsögninni lægi yfirveguð ákvörðun. Leikfélagið hefði ekki verið að bregðast við naflausum ábendingum heldur „beinum tilkynningum“ og að ákvörðunin hafi verið tekin „eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli“. Atli Rafn stefndi upphaflega Kristínu sjálfri, auk leikfélagsins, en Hæstiréttur féllst ekki á áfrýjunarbeiðni hans í málinu gegn Kristínu, aðeins leikfélaginu.
MeToo Leikhús Tengdar fréttir Atli Rafn hafði betur gegn Leikfélagi Reykjavíkur í Hæstarétti Hæstiréttur dæmdi í dag Leikfélag Reykjavíkur til að greiða leikaranum Atla Rafni Sigurðarsyni 1,5 milljónir í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. 23. september 2021 15:13 Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Atli Rafn hafði betur gegn Leikfélagi Reykjavíkur í Hæstarétti Hæstiréttur dæmdi í dag Leikfélag Reykjavíkur til að greiða leikaranum Atla Rafni Sigurðarsyni 1,5 milljónir í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. 23. september 2021 15:13