Bandaríkjamenn þurfa aðeins þrjá og hálfan vinning til að sigra bikarinn af tólf mögulegum. „Þetta er enn mögulegt,“ sagði Padraig Harrington, þjálfari Evrópuliðsins, hins vegar eftir daginn.
„Þetta er bara hálfu stigi meira en við fengum í tvímenningnum á Medinah. Það leikur enginn vafi á því að það verður okkur ofarlega í huga. Þeir þurfa bara að fara út og vinna sinn leik. Þeir verða að einblína á það og vera ekki að horfa á stóru myndina; bara þá sjálfa,“ sagði hann.
Það sem Harrington er að vísa til er „kraftaverkið á Medinah“ árið 2012, þegar staðan var 10-6, Bandaríkjamönnum í vil, fyrir lokadaginn. Evrópumenn tryggðu sér átta og hálft stig í tvímenningnum og unnu bikarinn, í fimmta sinn í sex keppnum.
Steve Stricker, sem fer fyrir liði Bandaríkjanna, sagðist ekki vilja hugsa um „kraftaverkið“ en sagði úrslitin ekki ráðin. Meðal þeirra sem leika fyrir Evrópu á morgun er Rory McIlroy, sem hefur tapað þremur viðureignum í vikunni.