Mest viðskipti í morgun hafa verið með bréf í Arion banka eða fyrir 1,1 milljarð. Mest hækkun hefur verið á gengi bréfa hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo eða sem nemur tæpum sex prósentum. Í sjávarútvegsfyrirtækinu Brim nemur hækkunin fimm og hálfu prósenti.
Þá hækka bankarnir allir í fyrstu viðskiptum dagsins. Bréf í Íslandsbanka, Arion banka og Kviku banka hækka öll um þrjú til fjögur prósent.
Nokkrar sveiflur hafa verið á markaði undanfarnar vikur í aðdraganda kosninga. Ef litið er til síðasta árs í Kauphöllinni hafa bréf hvergi hækkað jafnmikið í allri Evrópu.