Markaðurinn sér stöðugleika í niðurstöðum kosninganna Snorri Másson skrifar 27. september 2021 12:40 Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir Kauphöllin er græn á fyrsta virka degi eftir Alþingiskosningar. Komið hefur fram að sitjandi ríkisstjórn á nú í viðræðum um að halda áfram samstarfinu og aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir viðbúið að markaðir bregðist vel við slíkum stöðugleika. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hefur hækkað um 2,5% það sem af er degi, sem er betri tölfræði en sést hefur á síðustu vikum vegna óvissu um stjórnmálin og sömuleiðis neikvæðra tíðinda á heimsmörkuðum. Mest viðskipti í morgun hafa verið með bréf í Arion banka eða fyrir 1,1 milljarð og sker bankinn sig þar verulega úr. Mesta hækkunin hefur verið á gengi bréfa hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo eða sem nemur tæpum sex prósentum. Í sjávarútvegsfyrirtækinu Brim nemur hækkunin fimm og hálfu prósenti. Þá hækka bankarnir allir í fyrstu viðskiptum dagsins. Bréf í Íslandsbanka, Arion banka og Kviku banka hækka öll um þrjú til fjögur prósent. „Þetta er talsverð hækkun á hlutabréfunum og töluverð lækkun á ríkisskuldabréfunum, ekkert sem er óþekkt svosem þegar fréttir sem skipta máli koma fram sérstaklega yfir helgi þar sem markaðar eru lokaðir á meðan. Þannig að þetta er töluverð sveifla en alls ekki eitthvað sem er óalgengt,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hefur þá lækkað töluvert, sem Jón Bjarki telur ekki síður tíðindi. „Það má lesa sem svo að skuldabréfamegin séu markaðsaðilar kannski að vænta minni verðbólgu og meira aðhalds í ríkisfjármálum en væntingar voru um fyrir helgi, að það verði ekki eins mikil skuldsetning þegar fram í sækir og verðbólgan skaplegri,“ segir Jón Bjarki. Meirihlutinn hélt í kosningunum og formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa gefið út að þeir muni ræða möguleikann á áframhaldandi samstarfi. „Þá hafa markaðir umhverfi sem þeir þekkja og óháð horfunum um skattaumhverfi, fjármálastefnu og mögulega hættu á meiri verðbólgu þá er bara stöðugleikinn sjálfur, meiri vissa um nánustu framtíð alltaf jákvæð fyrir markaði,“ segir Jón Bjarki. Alþingiskosningar 2021 Kauphöllin Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hefur hækkað um 2,5% það sem af er degi, sem er betri tölfræði en sést hefur á síðustu vikum vegna óvissu um stjórnmálin og sömuleiðis neikvæðra tíðinda á heimsmörkuðum. Mest viðskipti í morgun hafa verið með bréf í Arion banka eða fyrir 1,1 milljarð og sker bankinn sig þar verulega úr. Mesta hækkunin hefur verið á gengi bréfa hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo eða sem nemur tæpum sex prósentum. Í sjávarútvegsfyrirtækinu Brim nemur hækkunin fimm og hálfu prósenti. Þá hækka bankarnir allir í fyrstu viðskiptum dagsins. Bréf í Íslandsbanka, Arion banka og Kviku banka hækka öll um þrjú til fjögur prósent. „Þetta er talsverð hækkun á hlutabréfunum og töluverð lækkun á ríkisskuldabréfunum, ekkert sem er óþekkt svosem þegar fréttir sem skipta máli koma fram sérstaklega yfir helgi þar sem markaðar eru lokaðir á meðan. Þannig að þetta er töluverð sveifla en alls ekki eitthvað sem er óalgengt,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hefur þá lækkað töluvert, sem Jón Bjarki telur ekki síður tíðindi. „Það má lesa sem svo að skuldabréfamegin séu markaðsaðilar kannski að vænta minni verðbólgu og meira aðhalds í ríkisfjármálum en væntingar voru um fyrir helgi, að það verði ekki eins mikil skuldsetning þegar fram í sækir og verðbólgan skaplegri,“ segir Jón Bjarki. Meirihlutinn hélt í kosningunum og formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa gefið út að þeir muni ræða möguleikann á áframhaldandi samstarfi. „Þá hafa markaðir umhverfi sem þeir þekkja og óháð horfunum um skattaumhverfi, fjármálastefnu og mögulega hættu á meiri verðbólgu þá er bara stöðugleikinn sjálfur, meiri vissa um nánustu framtíð alltaf jákvæð fyrir markaði,“ segir Jón Bjarki.
Alþingiskosningar 2021 Kauphöllin Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira