Nýliðastyrkur til uppbyggingar á heimili fyrir barnungar mæður Heimsljós 29. september 2021 13:46 Anna Þóra Baldursdóttir Utanríkisráðuneytið styrkir Heaven Rescue Home í Kenía. Heimili fyrir ungar stúlkur í Kenía, átján ára og yngri, sem eru barnshafandi eða mæður ungra barna, hlut á dögunum nýliðastyrk frá utanríkisráðuneytinu til frekari uppbyggingar á starfseminni. Að rekstrinum stendur styrktarfélag sem ber nafn heimilisins, Haven Rescue Home (HRH). Anna Þóra Baldursdóttir veitir félaginu forstöðu og býr í Kenía. „Í Kenía ríkir mikil fátækt og eitt af þeim mörgu vandamálum sem fylgir fátækt er að ungar stúlkur verða barnshafandi og ljúka ekki skólagöngu. Ríkjandi hugarfar í samfélaginu er að þegar þú ert orðin móðir sé skólagöngunni lokið, mæður eigi að taka ábyrgð á barni og sjá fyrir fjölskyldu sinni. Þær stúlkur sem kjósa að halda áfram að mennta sig hafa hingað til einungis haft þann möguleika að gefa barn sitt frá sér,“ segir Anna Þóra. Hún segir að mörg heimili taki við ungbörnum sem fjölskyldur gefi frá sér því aðeins örfá heimili séu starfrækt sem aðstoða bæði móður og barn. „Markmið okkar er að gefa þessum stúlkum tækifæri til betra lífs. Á meðan þær klára skólagönguna er þeim boðið að búa með barnið sitt inni á heimilinu og fá nauðsynlega aðstoð til að geta sinnt bæði skóla og barni. Með því að klára skólagöngu eiga þær svo möguleika á að fá góða vinnu og geta flutt út í þjóðfélagið aftur sem sterkari einstaklingar. Með þessu móti er vítahringur fátæktar brotinn, en flestar þessara stúlkna koma frá fjölskyldum sem hafa alla tíð búið við fátækt. Þessi lausn veitir mæðrum og börnum það einstaka tækifæri að fóta sig saman í lífinu,“ segir Anna Þóra. Anna Þóra Baldursdóttir Styrktarfélagið leitast við að sú vinna sem fram fer á heimilinu sé fagleg og geri skjólstæðingana sterka til að geta framfleytt sér og börnum sínum. Á heimilinu vinnur menntaður félagsráðgjafi, sálfræðingur í hlutastarfi, leikskólakennari ásamt öðrum starfsmönnum sem hafa unnið lengi á heimilinu og fengið viðeigandi þjálfun. Frá árinu 2017 hefur heimilið hýst 63 einstaklinga, ýmist í lengri eða skemmri tíma og nú búa um 20 á heimilinu. Að sögn Önnu Þóru hyggst styrktarfélagið með stuðningnum frá utanríkisráðuneytinu byggja upp starfsemi sína á nýju landi, meðal annars með því að bora eftir hreinu vatni, setja upp sólarsellur og byggja kjúklingabú fyrir 2000 kjúklinga. Með þessari uppbyggingu vonast Styrktarfélagið til að geta veitt öruggt aðgengi að hreinu vatni, draga úr vatns- og rafmagnskostnaði og auka sjálfbærni heimilisins. Kjúklingaræktunin er ætluð til sölu á eldiskjúklingi til að afla fjár fyrir heimilið. Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Kenía Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Heimili fyrir ungar stúlkur í Kenía, átján ára og yngri, sem eru barnshafandi eða mæður ungra barna, hlut á dögunum nýliðastyrk frá utanríkisráðuneytinu til frekari uppbyggingar á starfseminni. Að rekstrinum stendur styrktarfélag sem ber nafn heimilisins, Haven Rescue Home (HRH). Anna Þóra Baldursdóttir veitir félaginu forstöðu og býr í Kenía. „Í Kenía ríkir mikil fátækt og eitt af þeim mörgu vandamálum sem fylgir fátækt er að ungar stúlkur verða barnshafandi og ljúka ekki skólagöngu. Ríkjandi hugarfar í samfélaginu er að þegar þú ert orðin móðir sé skólagöngunni lokið, mæður eigi að taka ábyrgð á barni og sjá fyrir fjölskyldu sinni. Þær stúlkur sem kjósa að halda áfram að mennta sig hafa hingað til einungis haft þann möguleika að gefa barn sitt frá sér,“ segir Anna Þóra. Hún segir að mörg heimili taki við ungbörnum sem fjölskyldur gefi frá sér því aðeins örfá heimili séu starfrækt sem aðstoða bæði móður og barn. „Markmið okkar er að gefa þessum stúlkum tækifæri til betra lífs. Á meðan þær klára skólagönguna er þeim boðið að búa með barnið sitt inni á heimilinu og fá nauðsynlega aðstoð til að geta sinnt bæði skóla og barni. Með því að klára skólagöngu eiga þær svo möguleika á að fá góða vinnu og geta flutt út í þjóðfélagið aftur sem sterkari einstaklingar. Með þessu móti er vítahringur fátæktar brotinn, en flestar þessara stúlkna koma frá fjölskyldum sem hafa alla tíð búið við fátækt. Þessi lausn veitir mæðrum og börnum það einstaka tækifæri að fóta sig saman í lífinu,“ segir Anna Þóra. Anna Þóra Baldursdóttir Styrktarfélagið leitast við að sú vinna sem fram fer á heimilinu sé fagleg og geri skjólstæðingana sterka til að geta framfleytt sér og börnum sínum. Á heimilinu vinnur menntaður félagsráðgjafi, sálfræðingur í hlutastarfi, leikskólakennari ásamt öðrum starfsmönnum sem hafa unnið lengi á heimilinu og fengið viðeigandi þjálfun. Frá árinu 2017 hefur heimilið hýst 63 einstaklinga, ýmist í lengri eða skemmri tíma og nú búa um 20 á heimilinu. Að sögn Önnu Þóru hyggst styrktarfélagið með stuðningnum frá utanríkisráðuneytinu byggja upp starfsemi sína á nýju landi, meðal annars með því að bora eftir hreinu vatni, setja upp sólarsellur og byggja kjúklingabú fyrir 2000 kjúklinga. Með þessari uppbyggingu vonast Styrktarfélagið til að geta veitt öruggt aðgengi að hreinu vatni, draga úr vatns- og rafmagnskostnaði og auka sjálfbærni heimilisins. Kjúklingaræktunin er ætluð til sölu á eldiskjúklingi til að afla fjár fyrir heimilið. Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Kenía Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent